Nýrri rannsókn ætlað að meta miska vegna eineltis til fjár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 10:47 Á myndinni má sjá Tinnu Laufey og samstarfsfólki hennar, þeim Eddu Björk Þórðardóttur, Brynju Jónbjarnardóttur og Gísla Gylfasyni ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Gunnar Sverrison Rannsókn sem miðar að því að meta til fjár miska vegna eineltis hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við Háskóla Íslands. Styrkhafi er Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, og nemur styrkurinn 1,2 milljónum króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá skólanum. „Þó ætla megi að það sé mikils virði að verða ekki fyrir einelti er ekki vitað hversu mikils virði það er; þ.e. hve mikið þyrfti að greiða einstaklingi til að bæta upp það velferðartap sem hann/hún verður fyrir af völdum eineltis. Slíkt mat hefur bæði fræðilegt og hagnýtt gildi. Það getur t.d. nýst hinu opinbera við mat á hagkvæmni íhlutana sem ætlað er að draga úr einelti eða afleiðingum þess,“ segir í tilkynningunni. Stærsti hluti gæðanna/skaðans sem um ræðir er talinn tilfinningalegur. „Hagkvæmnisútreikningar sem ekki taka þessi andlegu gæði með í reikninginn verða því mjög bjagaðir en í rannsókninni er ætlunin að ráða bót á því. Beitt verður aðferðum sem þekktar eru til að mæla virði óáþreifanlegra gæða gagnvart einelti en slíkt hefur ekki verið gert áður. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar felst því í aðlögun þeirra aðferða að þessu nýja viðfangsefni og beitingu þeirra á það.“ Meðrannsakendur Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur í verkefninu eru Edda Björk Þórðardóttir, Brynja Jónbjarnardóttir og Gísli Gylfason auk þess sem rannsóknarhópurinn Teymi um tekjuuppbót (e. ConCIV - Consortium on Compensating Income Variation) verður fræðilegur bakhjarl verkefnisins. Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Rannsókn sem miðar að því að meta til fjár miska vegna eineltis hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við Háskóla Íslands. Styrkhafi er Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, og nemur styrkurinn 1,2 milljónum króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá skólanum. „Þó ætla megi að það sé mikils virði að verða ekki fyrir einelti er ekki vitað hversu mikils virði það er; þ.e. hve mikið þyrfti að greiða einstaklingi til að bæta upp það velferðartap sem hann/hún verður fyrir af völdum eineltis. Slíkt mat hefur bæði fræðilegt og hagnýtt gildi. Það getur t.d. nýst hinu opinbera við mat á hagkvæmni íhlutana sem ætlað er að draga úr einelti eða afleiðingum þess,“ segir í tilkynningunni. Stærsti hluti gæðanna/skaðans sem um ræðir er talinn tilfinningalegur. „Hagkvæmnisútreikningar sem ekki taka þessi andlegu gæði með í reikninginn verða því mjög bjagaðir en í rannsókninni er ætlunin að ráða bót á því. Beitt verður aðferðum sem þekktar eru til að mæla virði óáþreifanlegra gæða gagnvart einelti en slíkt hefur ekki verið gert áður. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar felst því í aðlögun þeirra aðferða að þessu nýja viðfangsefni og beitingu þeirra á það.“ Meðrannsakendur Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur í verkefninu eru Edda Björk Þórðardóttir, Brynja Jónbjarnardóttir og Gísli Gylfason auk þess sem rannsóknarhópurinn Teymi um tekjuuppbót (e. ConCIV - Consortium on Compensating Income Variation) verður fræðilegur bakhjarl verkefnisins.
Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira