Ragna verður skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 10:36 Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. FBL/Ernir Ragna Árnadóttir tekur við embætti skrifstofustjóra Alþingis þann 1. september. Tekur hún við starfinu af Helga Bernódussyni. Þetta tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 10:35. Ragna er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og gegndi embætti dómsmálaráðherra frá 2009 til 2010. Hún er menntaður lögfræðingur og starfaði á sínum tíma á skrifstofu Alþingis. „Enn eitt vígið fallið,“ sagði Steingrímur og átti við að þau tímamót að Ragna myndi gegna starfi skrifstofustjóra fyrst kvenna. Helgi Bernódusson hefur verið skrifstofustjóri frá árinu 2005 en hann tók við af Friðriki Ólafssyni. Helgi verður sjötugur í ágúst og sagði í viðtali á dögunum að tilfinningin að kveðja Alþingi væri einkennileg. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Ásthildur Magnúsdóttir, kennari. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður. Hilmar Þórðarson, fv. sviðsstjóri rekstrarsviðs. Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri. Ingvar Þór Sigurðsson, forstöðumaður. Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari. Kristian Guttesen, aðjunkt. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri. Sandra Stojkovic Hinic, verkefnastjóri. Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri. Þórdís Sævarsdóttir, kennari. Steingrímur J. Sigfússon sá um ráðningarferlið ásamt Guðjóni Brjánssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, og Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Tilkynningu frá Alþingi sem barst fjölmiðlum klukkan 11 má sjá að neðan:Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Ragna tekur við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis.Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda.Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs, í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og er nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum.Ragna hefur sýnt leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu bæði sem embættismaður og ráðherra auk þess sem hún hefur verið í ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum hjá stóru ríkisfyrirtæki, Landsvirkjun, fyrst sem skrifstofustjóri og síðar sem aðstoðarforstjóri frá 2012. Þá býr Ragna yfir góðri samstarfs- og samskiptahæfni og hefur góða þekkingu á stjórnskipun landsins, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins.Sérstök þriggja manna hæfnisnefnd fór yfir umsóknirnar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem tilgreindir voru í skýrslu nefndarinnar. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Ragna Árnadóttir yrði ráðin í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt í forsætisnefnd Alþingis. Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Ragna Árnadóttir tekur við embætti skrifstofustjóra Alþingis þann 1. september. Tekur hún við starfinu af Helga Bernódussyni. Þetta tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 10:35. Ragna er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og gegndi embætti dómsmálaráðherra frá 2009 til 2010. Hún er menntaður lögfræðingur og starfaði á sínum tíma á skrifstofu Alþingis. „Enn eitt vígið fallið,“ sagði Steingrímur og átti við að þau tímamót að Ragna myndi gegna starfi skrifstofustjóra fyrst kvenna. Helgi Bernódusson hefur verið skrifstofustjóri frá árinu 2005 en hann tók við af Friðriki Ólafssyni. Helgi verður sjötugur í ágúst og sagði í viðtali á dögunum að tilfinningin að kveðja Alþingi væri einkennileg. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Ásthildur Magnúsdóttir, kennari. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður. Hilmar Þórðarson, fv. sviðsstjóri rekstrarsviðs. Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri. Ingvar Þór Sigurðsson, forstöðumaður. Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari. Kristian Guttesen, aðjunkt. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri. Sandra Stojkovic Hinic, verkefnastjóri. Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri. Þórdís Sævarsdóttir, kennari. Steingrímur J. Sigfússon sá um ráðningarferlið ásamt Guðjóni Brjánssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, og Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Tilkynningu frá Alþingi sem barst fjölmiðlum klukkan 11 má sjá að neðan:Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Ragna tekur við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis.Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda.Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs, í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og er nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum.Ragna hefur sýnt leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu bæði sem embættismaður og ráðherra auk þess sem hún hefur verið í ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum hjá stóru ríkisfyrirtæki, Landsvirkjun, fyrst sem skrifstofustjóri og síðar sem aðstoðarforstjóri frá 2012. Þá býr Ragna yfir góðri samstarfs- og samskiptahæfni og hefur góða þekkingu á stjórnskipun landsins, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins.Sérstök þriggja manna hæfnisnefnd fór yfir umsóknirnar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem tilgreindir voru í skýrslu nefndarinnar. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Ragna Árnadóttir yrði ráðin í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt í forsætisnefnd Alþingis.
Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30