Allir sáttir um þinglok nema Miðflokkurinn Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 18:48 Logi Einarsson og Halldóra Mogensen á þingi eftir löng fundarhöld formanna flokkanna um þinglok í dag. Stöð 2 Ríkisstjórnin og fjórir flokkar stjórnarandstöðunnar hafa náð samkomulagi um hvaða mál verða tekin fyrir áður en þingi verður slitið. Miðflokkurinn stendur utan samkomulagsins og heldur uppi sérstökum kröfum, meðal annars um þriðja orkupakkann. Formaður Samfylkingarinnar segir aðalatriði að Miðflokknum verði ekki leyft að taka þingið í gíslingu. Fundir formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi lauk um klukkan hálf sex nú síðdegis. Halldóra Mogensen, starfandi þingflokksformaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fjórir stjórnarandstöðuflokkar hafi gert málefnalegan samning við ríkisstjórnina um hvernig eigi að ljúka þingi. Afgreiða á frumvarp um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, fiskeldi en frumvarp fjármálaráðherra um þjóðarsjóð fer af dagskránni. Þá verður nokkrum þingmannafrumvörpum gefið rými á dagskránni. Ríkisstjórnin þarf aftur á móti að semja sérstaklega við Miðflokkinn sem haldi uppi kröfum um frestun afgreiðslu þriðja orkupakkans svonefnda og frumvarps um að heimila innflutning á ófrosnu kjöti. Engin niðurstaða liggur enn fyrir, að sögn Halldóru. „Aðalatriðið er að þessir fjórir flokkar í stjórnarandstöðu hafa náð samkomulagi við ríkisstjórnina um það að taka til efnislegrar meðferðar mjög mörg mikilvæg mál og leyfa ekki Miðflokknum að taka þingið í gíslingu. Það verður svo bara að leysast langt fram á sumarið ef ekki næst samkomulag við þá um það mál,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Ríkisstjórnin og fjórir flokkar stjórnarandstöðunnar hafa náð samkomulagi um hvaða mál verða tekin fyrir áður en þingi verður slitið. Miðflokkurinn stendur utan samkomulagsins og heldur uppi sérstökum kröfum, meðal annars um þriðja orkupakkann. Formaður Samfylkingarinnar segir aðalatriði að Miðflokknum verði ekki leyft að taka þingið í gíslingu. Fundir formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi lauk um klukkan hálf sex nú síðdegis. Halldóra Mogensen, starfandi þingflokksformaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fjórir stjórnarandstöðuflokkar hafi gert málefnalegan samning við ríkisstjórnina um hvernig eigi að ljúka þingi. Afgreiða á frumvarp um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, fiskeldi en frumvarp fjármálaráðherra um þjóðarsjóð fer af dagskránni. Þá verður nokkrum þingmannafrumvörpum gefið rými á dagskránni. Ríkisstjórnin þarf aftur á móti að semja sérstaklega við Miðflokkinn sem haldi uppi kröfum um frestun afgreiðslu þriðja orkupakkans svonefnda og frumvarps um að heimila innflutning á ófrosnu kjöti. Engin niðurstaða liggur enn fyrir, að sögn Halldóru. „Aðalatriðið er að þessir fjórir flokkar í stjórnarandstöðu hafa náð samkomulagi við ríkisstjórnina um það að taka til efnislegrar meðferðar mjög mörg mikilvæg mál og leyfa ekki Miðflokknum að taka þingið í gíslingu. Það verður svo bara að leysast langt fram á sumarið ef ekki næst samkomulag við þá um það mál,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38