„Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júní 2019 18:30 Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Önnur umræða um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn veiða á makríl stendur nú yfir á Alþingi. Sú leið að miða úthlutun kvóta við veiðireynslu bestu tíu ára af síðustu ellefu felur í sér mikla skerðingu á veiðiheimildum lítilla útgerðarfyrirtækja, sem hófu makrílveiðar á síðustu sex til sjö árum. Mun þetta í reynd færa miklar heimildir frá minnstu og viðkvæmustu útgerðum landsins til stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Verði frumvarpið að lögum munu uppsjávarskip í eigu stærri útgerðarfyrirtækja fá 15 prósent meira af úthlutuðum makrílkvóta. Frystiskip missa tíu prósent af sínum kvóta, ísfisktogarar í eigu meðalstórra útgerðarfyrirtækja missa 40 prósent af kvótanum sínum og krókaskip í eigu lítilla útgerða missa 45 prósent. Eitt það umdeildasta í frumvarpinu eru breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar sem fela í sér að makrílkvóti skiptist í tvo flokka, A- og B-flokk. Í B-flokki verða línu- og handfærabátar og verður þeim óheimilt að framselja kvótann en öll önnur skip sem eru með makrílkvóta í A-flokki þurfa ekki að þola slíkar skerðingar á heimildum sínum. Þau fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna hafa ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarpið að lögum en þau telja miklum vafa undirorpið að frumvarpið, eins og það lítur út núna eftir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis, standist jafnræðisreglu stjórnarskrár. Í álitsgerð sem lögmaðurinn Jóhannes Bjarni Björnsson vann fyrir félagið segir að það sé „afar ósennilegt að það standist kröfur stjórnarskrár um jafnræði við úthlutun aflaheimilda í makríl, að tilteknir bátar eða útgerðir fá aflaheimildir sem séu takmarkaðri en aðrar aflaheimildir sem úthlutað er á sama tíma.“ „Það er alveg greinilegt að í þessu frumvarpi er verið að hygla stórútgerðinni og við sjáum okkur ekki fært að reka þessar útgerðir miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir. Við sjáum ekkert annað í stöðunni en að fara í mál við ríkið og útgerðirnar hafa nú þegar lagt félaginu til fjármagn til að undirbúa þessi málaferli,“ segir Ásmundur Skeggjason, talsmaður Félags makrílveiðimanna. Ásmundur segir að rekstrarforsendur þessara smábátaútgerða séu í reynd brostnar. „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar og leyfa honum að ráðstafa því sem eftir er þangað sem hann vill.“ Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Önnur umræða um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn veiða á makríl stendur nú yfir á Alþingi. Sú leið að miða úthlutun kvóta við veiðireynslu bestu tíu ára af síðustu ellefu felur í sér mikla skerðingu á veiðiheimildum lítilla útgerðarfyrirtækja, sem hófu makrílveiðar á síðustu sex til sjö árum. Mun þetta í reynd færa miklar heimildir frá minnstu og viðkvæmustu útgerðum landsins til stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Verði frumvarpið að lögum munu uppsjávarskip í eigu stærri útgerðarfyrirtækja fá 15 prósent meira af úthlutuðum makrílkvóta. Frystiskip missa tíu prósent af sínum kvóta, ísfisktogarar í eigu meðalstórra útgerðarfyrirtækja missa 40 prósent af kvótanum sínum og krókaskip í eigu lítilla útgerða missa 45 prósent. Eitt það umdeildasta í frumvarpinu eru breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar sem fela í sér að makrílkvóti skiptist í tvo flokka, A- og B-flokk. Í B-flokki verða línu- og handfærabátar og verður þeim óheimilt að framselja kvótann en öll önnur skip sem eru með makrílkvóta í A-flokki þurfa ekki að þola slíkar skerðingar á heimildum sínum. Þau fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna hafa ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarpið að lögum en þau telja miklum vafa undirorpið að frumvarpið, eins og það lítur út núna eftir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis, standist jafnræðisreglu stjórnarskrár. Í álitsgerð sem lögmaðurinn Jóhannes Bjarni Björnsson vann fyrir félagið segir að það sé „afar ósennilegt að það standist kröfur stjórnarskrár um jafnræði við úthlutun aflaheimilda í makríl, að tilteknir bátar eða útgerðir fá aflaheimildir sem séu takmarkaðri en aðrar aflaheimildir sem úthlutað er á sama tíma.“ „Það er alveg greinilegt að í þessu frumvarpi er verið að hygla stórútgerðinni og við sjáum okkur ekki fært að reka þessar útgerðir miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir. Við sjáum ekkert annað í stöðunni en að fara í mál við ríkið og útgerðirnar hafa nú þegar lagt félaginu til fjármagn til að undirbúa þessi málaferli,“ segir Ásmundur Skeggjason, talsmaður Félags makrílveiðimanna. Ásmundur segir að rekstrarforsendur þessara smábátaútgerða séu í reynd brostnar. „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar og leyfa honum að ráðstafa því sem eftir er þangað sem hann vill.“
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira