Ljóst að sjúkdómsvaldandi bakteríur finnist ekki bara í útlenda kjötinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2019 13:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Eiturmyndandi E. Coli-baktería fannst í fjölmörgum sýnum af íslensku kjöti í fyrra. Sóttvarnalæknir segir nú ljóst að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Greint var frá niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar í gær en um er að ræða STEC-afbrigði af bakteríunni, sem fannst í þriðjungi sýna af íslensku lambakjöti. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þá fannst bakterían í um ellefu prósent sýna sem tekin voru af íslensku nautakjöti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi Alls voru tekin 600 sýni af kjöti á tímabilinu mars til desember í fyrra. Markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði en STEC-bakterían getur valdið alvarlegum veikindum í fólki.Tekin voru 600 sýni af kjöti hér á landi, bæði innlendu og erlendu, í fyrra.Vísir/GettyÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort niðurstöður Matvælastofnunar teljist áhyggjuefni, sem betur fer hafi fáar sýkingar af völdum bakteríunnar greinst hér á landi. Þá sé enn ekki ljóst hvað niðurstöðurnar nákvæmlega þýði en áhugavert sé að líta á þær í ljósi neikvæðrar umræðu um erlent kjöt og sýkingarhættu af því. „Þetta sýnir fram á það að íslensk framleiðsla er nú ekki alveg hrein af, hvorki ónæmum bakteríum né svona sjúkdómsvaldandi bakteríum, en hvort að það þýðir að einhver vandamál séu í aðsigi, það er erfiðara að segja til um það.“Sjá einnig: Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðannaÞá segir Þórólfur að fara eigi varlega í að túlka það sem svo að meiri hætta stafi af innfluttu, erlendu kjöti en íslenskri framleiðslu, sérstaklega vegna þess að rannsóknir þess efnis hafi ekki legið fyrir. „En það kemur þó í ljós að ónæmar bakteríur eru líka í íslenskri framleiðslu þó að það sé í minni mæli en í erlendri framleiðslu.“ Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15 Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Eiturmyndandi E. Coli-baktería fannst í fjölmörgum sýnum af íslensku kjöti í fyrra. Sóttvarnalæknir segir nú ljóst að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Greint var frá niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar í gær en um er að ræða STEC-afbrigði af bakteríunni, sem fannst í þriðjungi sýna af íslensku lambakjöti. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þá fannst bakterían í um ellefu prósent sýna sem tekin voru af íslensku nautakjöti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi Alls voru tekin 600 sýni af kjöti á tímabilinu mars til desember í fyrra. Markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði en STEC-bakterían getur valdið alvarlegum veikindum í fólki.Tekin voru 600 sýni af kjöti hér á landi, bæði innlendu og erlendu, í fyrra.Vísir/GettyÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort niðurstöður Matvælastofnunar teljist áhyggjuefni, sem betur fer hafi fáar sýkingar af völdum bakteríunnar greinst hér á landi. Þá sé enn ekki ljóst hvað niðurstöðurnar nákvæmlega þýði en áhugavert sé að líta á þær í ljósi neikvæðrar umræðu um erlent kjöt og sýkingarhættu af því. „Þetta sýnir fram á það að íslensk framleiðsla er nú ekki alveg hrein af, hvorki ónæmum bakteríum né svona sjúkdómsvaldandi bakteríum, en hvort að það þýðir að einhver vandamál séu í aðsigi, það er erfiðara að segja til um það.“Sjá einnig: Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðannaÞá segir Þórólfur að fara eigi varlega í að túlka það sem svo að meiri hætta stafi af innfluttu, erlendu kjöti en íslenskri framleiðslu, sérstaklega vegna þess að rannsóknir þess efnis hafi ekki legið fyrir. „En það kemur þó í ljós að ónæmar bakteríur eru líka í íslenskri framleiðslu þó að það sé í minni mæli en í erlendri framleiðslu.“
Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15 Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15
Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11
Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30