Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2019 13:00 Frá Laugaveginum. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Vísir/vilhelm Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Formaður skipulagsráðs segir breytingarnar gerðar til frambúðar, meðal annars til að koma í veg fyrir að ökumenn aki inn á göngugötusvæði. Tillaga um þessa breyttu tilhögun var samþykkt af skipulags- og samgönguráði í byrjun apríl og tekur gildi klukkan átta í fyrramálið. Þá verður, eins og áður, ekið niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg og þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg.Keyrt verður úr mismunandi áttum að Frakkastíg þar sem einstefna niður á Hverfisgötu tekur við.ReykjavíkSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að ýmsar ástæður liggi að baki breytingunum. Hún segir tilhögunina þó ekki tengjast beint framkvæmdum sem nú standa yfir á Hverfisgötu en þær muni samt sem áður koma til með að bæta flæði umferðar á framkvæmdasvæðinu.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór„Aðalatriðið er það að við erum að breyta aksturstefnunni til að bæta flæðið þarna í miðbænum en líka til þess að koma í veg fyrir að ökumenn aki óafvitandi inn á göngugötusvæðið en það hefur borið mjög mikið á því síðustu ár.“ Þá verður gripið til ýmissa ráða til að vekja athygli ökumanna á breyttri akstursstefnu. Þannig hefur til að mynda verið málaður stór og litríkur hringur á gatnamót Laugavegar og Frakkastígs.Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs.Reykjavík„Það er verið að vinna í mjög áberandi yfirborðsmerkingum á svæðinu og á Laugaveginum og svo verður allt svæðið skiltað líka vel þannig að þetta fari nú ekkert á milli mála.“ Sigurborg segir breytinguna gerða til frambúðar og á ekki von á því að akstursstefnunni verði komið aftur í fyrra horf. Næsta breyting verði svo þegar umræddur vegkafli heyri loksins undir göngugötusvæðið á Laugaveginum. Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00 Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13 Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Formaður skipulagsráðs segir breytingarnar gerðar til frambúðar, meðal annars til að koma í veg fyrir að ökumenn aki inn á göngugötusvæði. Tillaga um þessa breyttu tilhögun var samþykkt af skipulags- og samgönguráði í byrjun apríl og tekur gildi klukkan átta í fyrramálið. Þá verður, eins og áður, ekið niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg og þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg.Keyrt verður úr mismunandi áttum að Frakkastíg þar sem einstefna niður á Hverfisgötu tekur við.ReykjavíkSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að ýmsar ástæður liggi að baki breytingunum. Hún segir tilhögunina þó ekki tengjast beint framkvæmdum sem nú standa yfir á Hverfisgötu en þær muni samt sem áður koma til með að bæta flæði umferðar á framkvæmdasvæðinu.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór„Aðalatriðið er það að við erum að breyta aksturstefnunni til að bæta flæðið þarna í miðbænum en líka til þess að koma í veg fyrir að ökumenn aki óafvitandi inn á göngugötusvæðið en það hefur borið mjög mikið á því síðustu ár.“ Þá verður gripið til ýmissa ráða til að vekja athygli ökumanna á breyttri akstursstefnu. Þannig hefur til að mynda verið málaður stór og litríkur hringur á gatnamót Laugavegar og Frakkastígs.Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs.Reykjavík„Það er verið að vinna í mjög áberandi yfirborðsmerkingum á svæðinu og á Laugaveginum og svo verður allt svæðið skiltað líka vel þannig að þetta fari nú ekkert á milli mála.“ Sigurborg segir breytinguna gerða til frambúðar og á ekki von á því að akstursstefnunni verði komið aftur í fyrra horf. Næsta breyting verði svo þegar umræddur vegkafli heyri loksins undir göngugötusvæðið á Laugaveginum.
Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00 Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13 Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00
Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13
Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15