Hafró leggur til þriggja prósenta aukningu á aflamarki þorsks Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2019 10:43 Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn verði svipaður að stærð eða minnki á næstu árum. Fréttablaðið/GVA Hafrannsóknastofnun ráðleggur þriggja prósenta aukningu á aflamarki þorsks, en fari ráðherra eftir ráðleggingum stofnunarinnar mun þorskveiðikvótinn fara úr 264.437 tonnum í 272.411 tonn fyrir fiskveiðiárið 2019/2020. Þetta kemur fram í úttekt Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár sem kynnt var í dag. Samkvæmt stofnmatinu í ár er stærð viðmiðunarstofns svipuð og árið 2018. Árgangar frá 2013 og 2014 eru við langtímameðaltal en árgangarnir frá 2016 og 2017 eru undir meðaltali. Fyrsta mat á 2018 árganginum bendir til að hann sé fyrir neðan langtímameðaltal. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn verði svipaður að stærð eða minnki á næstu árum.Aflamark ýsu lækkar um 28 prósent Samkvæmt endurskoðaðri aflareglu verður aflamark ýsu 41.823 tonn fiskveiðárið 2019/2020 sem er 28% lækkun frá fiskveiðiárinu 2018/2019 en svipað ráðgjöfinni fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Ástæða lækkunarinnar er lækkun á veiðihlutfalli í aflareglu ýsu úr 0.40 í 0.35 auk þess sem að spá um vöxt 2014 árgangsins gekk ekki eftir. Aflaregla ýsu var rýnd af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og var niðurstaðan að veiðihlutfall upp á 0.4 samræmdist ekki varúðarsjónarmiðum vegna breytinga sem orðið hafa í kynþroska ýsu sem verður nú kynþroska stærri og eldri en áður. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn ýsu stækki á næstu tveimur árum en dali svo. Aflaregla ufsa var einnig tekin fyrir af ICES og er hún talin samræmast varúðarsjónarmiðum. Samkvæmt aflareglunni verður aflamark ufsa 80.588 tonn fiskveiðiárið 2019/2020 sem er aukning um 2% frá síðasta ári.Grálúða lækkar um 12 prósent Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2006 og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2019/2020 því 43.568 tonn sem er svipuð ráðgjöf og fyrir síðasta fiskveiðár. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 12% frá fyrra ári og er 21.360 tonn fyrir fiskveiðárið 2019/2020.Síldin lækkar um 2 prósent Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hefur stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki er að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem eru að koma inn í veiðistofninn eru metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verður aflamark næsta fiskveiðiárs um 34.572 tonn, sem er 2% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Nýliðunarvísitölur margra stofna eins og hlýra, gullkarfa og blálöngu hafa verið lágar undanfarin ár. Ef svo fer sem horfir mun veiði úr þessum stofnum dragast verulega saman á næstu árum. Sjávarútvegur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Hafrannsóknastofnun ráðleggur þriggja prósenta aukningu á aflamarki þorsks, en fari ráðherra eftir ráðleggingum stofnunarinnar mun þorskveiðikvótinn fara úr 264.437 tonnum í 272.411 tonn fyrir fiskveiðiárið 2019/2020. Þetta kemur fram í úttekt Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár sem kynnt var í dag. Samkvæmt stofnmatinu í ár er stærð viðmiðunarstofns svipuð og árið 2018. Árgangar frá 2013 og 2014 eru við langtímameðaltal en árgangarnir frá 2016 og 2017 eru undir meðaltali. Fyrsta mat á 2018 árganginum bendir til að hann sé fyrir neðan langtímameðaltal. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn verði svipaður að stærð eða minnki á næstu árum.Aflamark ýsu lækkar um 28 prósent Samkvæmt endurskoðaðri aflareglu verður aflamark ýsu 41.823 tonn fiskveiðárið 2019/2020 sem er 28% lækkun frá fiskveiðiárinu 2018/2019 en svipað ráðgjöfinni fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Ástæða lækkunarinnar er lækkun á veiðihlutfalli í aflareglu ýsu úr 0.40 í 0.35 auk þess sem að spá um vöxt 2014 árgangsins gekk ekki eftir. Aflaregla ýsu var rýnd af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og var niðurstaðan að veiðihlutfall upp á 0.4 samræmdist ekki varúðarsjónarmiðum vegna breytinga sem orðið hafa í kynþroska ýsu sem verður nú kynþroska stærri og eldri en áður. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn ýsu stækki á næstu tveimur árum en dali svo. Aflaregla ufsa var einnig tekin fyrir af ICES og er hún talin samræmast varúðarsjónarmiðum. Samkvæmt aflareglunni verður aflamark ufsa 80.588 tonn fiskveiðiárið 2019/2020 sem er aukning um 2% frá síðasta ári.Grálúða lækkar um 12 prósent Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2006 og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2019/2020 því 43.568 tonn sem er svipuð ráðgjöf og fyrir síðasta fiskveiðár. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 12% frá fyrra ári og er 21.360 tonn fyrir fiskveiðárið 2019/2020.Síldin lækkar um 2 prósent Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hefur stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki er að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem eru að koma inn í veiðistofninn eru metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verður aflamark næsta fiskveiðiárs um 34.572 tonn, sem er 2% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Nýliðunarvísitölur margra stofna eins og hlýra, gullkarfa og blálöngu hafa verið lágar undanfarin ár. Ef svo fer sem horfir mun veiði úr þessum stofnum dragast verulega saman á næstu árum.
Sjávarútvegur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira