Orkuverð og fiskverð Þorvaldur Gylfason skrifar 13. júní 2019 08:00 Dýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Hong Kong. Borgríkið er lítið að flatarmáli og eftir því þéttbýlt með afbrigðum. Það á engar náttúruauðlindir og þá ekki heldur olíu. Dýrt bensín er eðlilegt. Rífleg opinber gjöld eru því lögð ofan á heimsmarkaðsverðið á bensíni til að halda aftur af ökumönnum og draga úr umferð og mengun andrúmsloftsins. Mengun er hagkvæmur gjaldstofn, hagkvæmari en t.d. vinna þar eð vinna er æskileg, mengun ekki. Næstdýrasta bensín í heimi er í Noregi, litlu ódýrara en í Hong Kong. Noregur er að sönnu strjálbýlt land en Norðmönnum þykir samt rétt að halda aftur af umferðartöfum og mengun. Annar hver nýr bíll í landinu er rafknúinn. En bíðum við, kann nú einhver að spyrja: Hvers vegna býður Noregur sínu fólki ekki upp á ódýrt bensín? – olíuútflytjandinn sjálfur. Það stafar af því að ódýrt bensín handa norskum ökumönnum myndi jafngilda niðurgreiðslu bensíns, umferðartafa og loftmengunar. Það er Norðmönnum í hag, finnst þeim sjálfum, að halda bensínverði háu líkt og í Hong Kong.Ísland, bensínlega séð Þriðja dýrasta bensín heims er á Íslandi. Hugsunin að baki þeirri skipan er hin sama og í Hong Kong og Noregi. Ísland er strjálbýlt þótt umferðin sé þung í Reykjavík og nærsveitum en það stafar að nokkru leyti af ójöfnu vægi atkvæða sem hefur dregið úr fjárveitingum til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur höfnuðu misvægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012. Það skiptir m.ö.o. engu máli fyrir hagfellda verðlagningu á bensíni hvort land flytur olíu út eða inn. Hér heima er því allt eins og það á að vera bensínlega séð nema nýja stjórnarskráin og meðfylgjandi samgöngubætur hér fyrir sunnan myndu að sínu leyti draga lítils háttar úr þörfinni fyrir dýrt bensín. Fimmti hver nýr bíll á Íslandi er nú rafknúinn. Hvað kostar bensínið? Þessa lexíu hefur mörgum olíuframleiðslulöndum láðst að tileinka sér. Ódýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Venesúelu þar sem allt er nú í kaldakoli, Súdan, Íran, Kúveit, Alsír, Nígeríu, Tyrkmenistan, Kasakstan, Egyptalandi, Aserbaídsjan og Angólu. Öll þessi lönd eru einræðislönd og harðræðis þar sem næstum ekkert er eins og það á að vera og rangar ákvarðanir stjórnvalda reka hver aðra. Bandaríkin eru eina vestræna iðnríkið þar sem bensínverði er haldið langt undir eðlilegu marki líkt og í Rússlandi. Bensín kostar nú (maí 2019) eina krónu lítrinn í Venesúelu, 17 kr. í Súdan, 37 kr. í Íran, 50 kr. í Nígeríu, 69 kr. í Sádi-Arabíu, 87 kr. í Rússlandi, 103 kr. í Bandaríkjunum, 136 kr. í Kína, 201 kr. í Albaníu, 242 kr. á Íslandi og í Noregi og 273 kr. í Hong Kong. Rússar, Kaninn og Kínverjar þurfa að taka sig á. Hátt fiskverð, hækkandi orkuverð Hliðstæða skýringu er að finna á háu fiskverði hér heima. Þeir sem draga fiskinn að landi geta flutt hann út og selt hann þar á heimsmarkaðsverði sem leggur því gólf undir fiskverðið í búðum hér heima. Fiskur á kostnaðarverði handa Íslendingum myndi jafngilda niðurgreiðslu líkt og lága bensínverðið í Aserbaídsjan og Angólu og þar. Hér skiptir það máli að Íslendingar flytja út fisk. Þjóðin á fiskinn í sjónum þótt margir þingmenn og útvegsmenn streitist enn gegn þeirri staðreynd. Það er því þjóðinni í hag sem eiganda auðlindarinnar að fiskverð sé hátt. Við flytjum einnig út orku og viljum því að hún sé dýr alveg eins og fiskurinn. Hvort tveggja er okkur í hag sem eigendum auðlindanna. Útlendingum var lengi seld íslenzk orka á svo lágu verði að stjórnvöldum fannst þau þurfa að halda verðinu leyndu fyrir fólkinu í landinu. Þingmenn fóru um landið fyrir kosningar og lofuðu álverum út og suður. Þegar setzt var niður með erlendum orkukaupendum eftir kosningar til að semja um verð gátu þeir þrýst verðinu langt niður þar eð heimamenn voru búnir að lofa álverum. Þetta er loksins að breytast eins og ráða má af því að nú vilja sumir stofna þjóðarsjóð utan um auknar tekjur af orkunni sem selst á hækkandi verði. Þar væri nú gildur sjóður hefði arðinum af sjávarauðlindinni verið veitt þangað frekar en að setja hann í hendur útvegsmanna og Morgunblaðsins o.þ.h. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Hong Kong. Borgríkið er lítið að flatarmáli og eftir því þéttbýlt með afbrigðum. Það á engar náttúruauðlindir og þá ekki heldur olíu. Dýrt bensín er eðlilegt. Rífleg opinber gjöld eru því lögð ofan á heimsmarkaðsverðið á bensíni til að halda aftur af ökumönnum og draga úr umferð og mengun andrúmsloftsins. Mengun er hagkvæmur gjaldstofn, hagkvæmari en t.d. vinna þar eð vinna er æskileg, mengun ekki. Næstdýrasta bensín í heimi er í Noregi, litlu ódýrara en í Hong Kong. Noregur er að sönnu strjálbýlt land en Norðmönnum þykir samt rétt að halda aftur af umferðartöfum og mengun. Annar hver nýr bíll í landinu er rafknúinn. En bíðum við, kann nú einhver að spyrja: Hvers vegna býður Noregur sínu fólki ekki upp á ódýrt bensín? – olíuútflytjandinn sjálfur. Það stafar af því að ódýrt bensín handa norskum ökumönnum myndi jafngilda niðurgreiðslu bensíns, umferðartafa og loftmengunar. Það er Norðmönnum í hag, finnst þeim sjálfum, að halda bensínverði háu líkt og í Hong Kong.Ísland, bensínlega séð Þriðja dýrasta bensín heims er á Íslandi. Hugsunin að baki þeirri skipan er hin sama og í Hong Kong og Noregi. Ísland er strjálbýlt þótt umferðin sé þung í Reykjavík og nærsveitum en það stafar að nokkru leyti af ójöfnu vægi atkvæða sem hefur dregið úr fjárveitingum til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur höfnuðu misvægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012. Það skiptir m.ö.o. engu máli fyrir hagfellda verðlagningu á bensíni hvort land flytur olíu út eða inn. Hér heima er því allt eins og það á að vera bensínlega séð nema nýja stjórnarskráin og meðfylgjandi samgöngubætur hér fyrir sunnan myndu að sínu leyti draga lítils háttar úr þörfinni fyrir dýrt bensín. Fimmti hver nýr bíll á Íslandi er nú rafknúinn. Hvað kostar bensínið? Þessa lexíu hefur mörgum olíuframleiðslulöndum láðst að tileinka sér. Ódýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Venesúelu þar sem allt er nú í kaldakoli, Súdan, Íran, Kúveit, Alsír, Nígeríu, Tyrkmenistan, Kasakstan, Egyptalandi, Aserbaídsjan og Angólu. Öll þessi lönd eru einræðislönd og harðræðis þar sem næstum ekkert er eins og það á að vera og rangar ákvarðanir stjórnvalda reka hver aðra. Bandaríkin eru eina vestræna iðnríkið þar sem bensínverði er haldið langt undir eðlilegu marki líkt og í Rússlandi. Bensín kostar nú (maí 2019) eina krónu lítrinn í Venesúelu, 17 kr. í Súdan, 37 kr. í Íran, 50 kr. í Nígeríu, 69 kr. í Sádi-Arabíu, 87 kr. í Rússlandi, 103 kr. í Bandaríkjunum, 136 kr. í Kína, 201 kr. í Albaníu, 242 kr. á Íslandi og í Noregi og 273 kr. í Hong Kong. Rússar, Kaninn og Kínverjar þurfa að taka sig á. Hátt fiskverð, hækkandi orkuverð Hliðstæða skýringu er að finna á háu fiskverði hér heima. Þeir sem draga fiskinn að landi geta flutt hann út og selt hann þar á heimsmarkaðsverði sem leggur því gólf undir fiskverðið í búðum hér heima. Fiskur á kostnaðarverði handa Íslendingum myndi jafngilda niðurgreiðslu líkt og lága bensínverðið í Aserbaídsjan og Angólu og þar. Hér skiptir það máli að Íslendingar flytja út fisk. Þjóðin á fiskinn í sjónum þótt margir þingmenn og útvegsmenn streitist enn gegn þeirri staðreynd. Það er því þjóðinni í hag sem eiganda auðlindarinnar að fiskverð sé hátt. Við flytjum einnig út orku og viljum því að hún sé dýr alveg eins og fiskurinn. Hvort tveggja er okkur í hag sem eigendum auðlindanna. Útlendingum var lengi seld íslenzk orka á svo lágu verði að stjórnvöldum fannst þau þurfa að halda verðinu leyndu fyrir fólkinu í landinu. Þingmenn fóru um landið fyrir kosningar og lofuðu álverum út og suður. Þegar setzt var niður með erlendum orkukaupendum eftir kosningar til að semja um verð gátu þeir þrýst verðinu langt niður þar eð heimamenn voru búnir að lofa álverum. Þetta er loksins að breytast eins og ráða má af því að nú vilja sumir stofna þjóðarsjóð utan um auknar tekjur af orkunni sem selst á hækkandi verði. Þar væri nú gildur sjóður hefði arðinum af sjávarauðlindinni verið veitt þangað frekar en að setja hann í hendur útvegsmanna og Morgunblaðsins o.þ.h.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar