WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 22:27 Upphaf áheitasöfnunarinnar var markað með samhjóli inn Mosfellsdal og í Reykjadal. Wow Cyclothon Opnað var fyrir áheit í Wow Cyclothon-hjólreiðakeppninni í dag en um tvö hundruð hjólreiðamenn tóku þátt í samhjóli af því tilefni í kvöld. Keppnin sjálf hefst eftir tæpar tvær vikur en að þessu sinni rennur aðalstyrkur hennar til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Hjólakvöldið sem markaði upphaf söfnunarinnar hófst við Egilshöll klukkan 18:00 í kvöld. Hjólaðir voru fyrstu kílómetrar keppnisleiðarinnar inn í Mosfellsdal, að því er segir í tilkynningu frá keppninni. Í lokin var komið við í sumarbúðunum í Reykjadal þar sem slegið var upp sameiginlegri grillveislu. Hjólreiðakeppnin stendur yfir dagana 25. til 29. júní. Mörg lið eru sögð skráð til leiks. Um níutíu milljónir króna hafa safnast frá því að Wow Cyclothon hóf göngu sína, að því er segir í tilkynningunni. Styrkurinn sem safnast með áheitum í ár á að renna til viðbyggingar við sumarbúðirnar í Reykjadal sem eiga að bæta aðstöðu og aðgengi þar. Þannig á að stækka matsal svo rýmra verði um fólk í hjólastól. „Um 250 börn og ungmenni koma árlega í sumarbúðirnar en þau eiga það öll sameiginlegt að eiga ekki kost á annarri sumardvöl vegna fötlunar. Sumarbúðirnar hafa það að leiðarljósi að skapa ævintýri og nýjar upplifanir fyrir alla þá sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni.Frá vinstri: Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður Reykjadals, Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Hörður Sigurðsson, formaður stjórnar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.Wow Cyclothon Wow Cyclothon Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Opnað var fyrir áheit í Wow Cyclothon-hjólreiðakeppninni í dag en um tvö hundruð hjólreiðamenn tóku þátt í samhjóli af því tilefni í kvöld. Keppnin sjálf hefst eftir tæpar tvær vikur en að þessu sinni rennur aðalstyrkur hennar til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Hjólakvöldið sem markaði upphaf söfnunarinnar hófst við Egilshöll klukkan 18:00 í kvöld. Hjólaðir voru fyrstu kílómetrar keppnisleiðarinnar inn í Mosfellsdal, að því er segir í tilkynningu frá keppninni. Í lokin var komið við í sumarbúðunum í Reykjadal þar sem slegið var upp sameiginlegri grillveislu. Hjólreiðakeppnin stendur yfir dagana 25. til 29. júní. Mörg lið eru sögð skráð til leiks. Um níutíu milljónir króna hafa safnast frá því að Wow Cyclothon hóf göngu sína, að því er segir í tilkynningunni. Styrkurinn sem safnast með áheitum í ár á að renna til viðbyggingar við sumarbúðirnar í Reykjadal sem eiga að bæta aðstöðu og aðgengi þar. Þannig á að stækka matsal svo rýmra verði um fólk í hjólastól. „Um 250 börn og ungmenni koma árlega í sumarbúðirnar en þau eiga það öll sameiginlegt að eiga ekki kost á annarri sumardvöl vegna fötlunar. Sumarbúðirnar hafa það að leiðarljósi að skapa ævintýri og nýjar upplifanir fyrir alla þá sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni.Frá vinstri: Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður Reykjadals, Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Hörður Sigurðsson, formaður stjórnar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.Wow Cyclothon
Wow Cyclothon Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira