Miðflokksmenn sátu hjá við afgreiðslu frumvarps um loftslagsmál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 11:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni og sagði aðgerðirnar vera of hefðbundnar. FBL/Anton Brink Þingflokkur Miðflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvarp um loftslagsmál. Frumvarpið var samþykkt á þingfundi í dag með 45 atkvæðum og gengur það nú til þriðju umræðu á Alþingi. Markmiðið með frumvarpinu er að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna. Lagt er til að ákvæði laganna um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum verði uppfært með það að markmiði að styrkja áætlunina sem stjórntæki til að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 og til að standa við skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Að auki er lagt til ákvæði sem kveður á um aðlögun að loftslagsbreytingum. Gert er ráð fyrir að loftslagsráð verði lögfest og að kveðið verði á um hlutverk og verkefni þess í lögum og sérstaklega tekið fram að ráðið verði sjálfstætt og óhlutdrægt í störfum sínum. Kveðið er á um reglulega skýrslugerð um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag á Íslandi. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna ráðgjafar- og eftirlitshlutverks Umhverfisstofnunar í tengslum við gerð loftslagsstefnu stofnana ríkisins nemi 14. milljónum kr. árlega. Þingmenn Miðflokksins Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson sátu sem fyrr segir öll hjá við afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að nálgun, á borð við þá sem boðuð er í stjórnarfrumvarpinu, skili oft engum árangri. Nálgunin geti jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga.Fbl/EyþórOf hefðbundnar aðgerðir að mati Sigmundar Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni en hann sagði að með stjórnarfrumvarpinu sé verið að fást við mikilvægt viðfangsefni með allt of hefðbundnum aðferðum. „Það er tímabært að fara að nálgast þetta mikilvæga viðfangsefni af meiri skynsemishyggju með lausnum sem raunverulega virka. Það er ekkert sem bendir til þess að sú nálgun sem ríkisstjórnin kynnir hér muni skila umtalsverðum árangri,“ segir Sigmundur. Hann er þeirrar skoðunar að með frumvarpinu sé verið að búa til „meiri umgjörð, meiri stjórnsýslu, meira regluverk í kringum hlutina,“ án þess að búið sé að sýna fram á að það muni skila árangri að mati Sigmundar. „Því miður hefur nálgun sem þessi allt of oft skilað engum árangri og jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga hvað varðar loftslagsmála.“Stjórnarfrumvarp um loftslagsmál var samþykkt með 45 atkvæðum en þingflokkur Miðflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.Alþingi Alþingi Loftslagsmál Miðflokkurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvarp um loftslagsmál. Frumvarpið var samþykkt á þingfundi í dag með 45 atkvæðum og gengur það nú til þriðju umræðu á Alþingi. Markmiðið með frumvarpinu er að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna. Lagt er til að ákvæði laganna um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum verði uppfært með það að markmiði að styrkja áætlunina sem stjórntæki til að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 og til að standa við skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Að auki er lagt til ákvæði sem kveður á um aðlögun að loftslagsbreytingum. Gert er ráð fyrir að loftslagsráð verði lögfest og að kveðið verði á um hlutverk og verkefni þess í lögum og sérstaklega tekið fram að ráðið verði sjálfstætt og óhlutdrægt í störfum sínum. Kveðið er á um reglulega skýrslugerð um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag á Íslandi. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna ráðgjafar- og eftirlitshlutverks Umhverfisstofnunar í tengslum við gerð loftslagsstefnu stofnana ríkisins nemi 14. milljónum kr. árlega. Þingmenn Miðflokksins Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson sátu sem fyrr segir öll hjá við afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að nálgun, á borð við þá sem boðuð er í stjórnarfrumvarpinu, skili oft engum árangri. Nálgunin geti jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga.Fbl/EyþórOf hefðbundnar aðgerðir að mati Sigmundar Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni en hann sagði að með stjórnarfrumvarpinu sé verið að fást við mikilvægt viðfangsefni með allt of hefðbundnum aðferðum. „Það er tímabært að fara að nálgast þetta mikilvæga viðfangsefni af meiri skynsemishyggju með lausnum sem raunverulega virka. Það er ekkert sem bendir til þess að sú nálgun sem ríkisstjórnin kynnir hér muni skila umtalsverðum árangri,“ segir Sigmundur. Hann er þeirrar skoðunar að með frumvarpinu sé verið að búa til „meiri umgjörð, meiri stjórnsýslu, meira regluverk í kringum hlutina,“ án þess að búið sé að sýna fram á að það muni skila árangri að mati Sigmundar. „Því miður hefur nálgun sem þessi allt of oft skilað engum árangri og jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga hvað varðar loftslagsmála.“Stjórnarfrumvarp um loftslagsmál var samþykkt með 45 atkvæðum en þingflokkur Miðflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.Alþingi
Alþingi Loftslagsmál Miðflokkurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira