Sendu beiðni um flýtimeðferð þremur dögum fyrir komuna til Íslands Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2019 22:17 Frá æfingu tyrkneska liðsins í Laugardal Getty/ Anadolu Ræðismaður Tyrklands á Ísland, Gunnar Tryggvason, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað varðandi komu tyrkneska landsliðsins til Íslands og móttökurnar sem þeir hér fengu.Tyrkir hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og sögðust hafa þurft að bíða í þrjá klukkutíma áður en að þeir gátu yfirgefið flugstöðina í Keflavík. Bent hefur verið á að vegna þess að flugvöllurinn sem tyrkneska landsliðið flaug frá er ekki vottaður var þörf á sérstakri öryggisleit við komuna. Skemmst er frá því að segja að íslenska landsliðið gekkst undir slíka leit við komuna frá tyrknesku borginni Konya árið 2015. Greint hafði verið frá því að tyrknesk stjórnvöld hafi sent íslenskum landamæralögregluyfirvöldum beiðni um að tyrkneska landsliðið í knattspyrnu fengi flýtimeðferð við komuna á Keflavíkurflugvöll. Var beiðnin sögð hafa borist of seint til þess að hægt væri að verða við henni. Ræðismaður Tyrklands segir beiðnina hafa komið þremur dögum fyrir komu landsliðsins þ.e. 6. júní síðastliðinn. Sendiráð Tyrklands í Osló hafi, auk ræðismannsins, sent beiðnina. Sama dag hafi borist staðfesting á að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld hafi síðan miðlað nánari upplýsingum, til dæmis um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglu að morgni komudags, 10 klukkustundum fyrir lendingu á Íslandi.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan Þess hefur verið getið í fréttum í dag að beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um flýtimeðferð fyrir landslið Tyrkja á Keflavikurflugvelli hafi borist utanríkisráðuneytinu aðeins fáeinum klukkustundum fyrir komu tyrkneska landsliðsins til Íslands í gærkveldi. Það rétta er að sendiráð Tyrklands í Osló sem og ræðismaður Tyrklands á Íslandi sendu slíka beiðni til landamæralögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þann 6. júní, þ.e. þremur dögum fyrir komu landsliðsins. Seinna þann sama dag barst Tyrkjum staðfesting á því að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld miðluðu svo nánari upplýsingum um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglunnar að morgni gærdags þ.e. 10 klst. fyrir komu landsliðsins. Gunnar Tryggvason Ræðismaður Tyrklands á Íslandi. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ræðismaður Tyrklands á Ísland, Gunnar Tryggvason, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað varðandi komu tyrkneska landsliðsins til Íslands og móttökurnar sem þeir hér fengu.Tyrkir hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og sögðust hafa þurft að bíða í þrjá klukkutíma áður en að þeir gátu yfirgefið flugstöðina í Keflavík. Bent hefur verið á að vegna þess að flugvöllurinn sem tyrkneska landsliðið flaug frá er ekki vottaður var þörf á sérstakri öryggisleit við komuna. Skemmst er frá því að segja að íslenska landsliðið gekkst undir slíka leit við komuna frá tyrknesku borginni Konya árið 2015. Greint hafði verið frá því að tyrknesk stjórnvöld hafi sent íslenskum landamæralögregluyfirvöldum beiðni um að tyrkneska landsliðið í knattspyrnu fengi flýtimeðferð við komuna á Keflavíkurflugvöll. Var beiðnin sögð hafa borist of seint til þess að hægt væri að verða við henni. Ræðismaður Tyrklands segir beiðnina hafa komið þremur dögum fyrir komu landsliðsins þ.e. 6. júní síðastliðinn. Sendiráð Tyrklands í Osló hafi, auk ræðismannsins, sent beiðnina. Sama dag hafi borist staðfesting á að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld hafi síðan miðlað nánari upplýsingum, til dæmis um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglu að morgni komudags, 10 klukkustundum fyrir lendingu á Íslandi.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan Þess hefur verið getið í fréttum í dag að beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um flýtimeðferð fyrir landslið Tyrkja á Keflavikurflugvelli hafi borist utanríkisráðuneytinu aðeins fáeinum klukkustundum fyrir komu tyrkneska landsliðsins til Íslands í gærkveldi. Það rétta er að sendiráð Tyrklands í Osló sem og ræðismaður Tyrklands á Íslandi sendu slíka beiðni til landamæralögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þann 6. júní, þ.e. þremur dögum fyrir komu landsliðsins. Seinna þann sama dag barst Tyrkjum staðfesting á því að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld miðluðu svo nánari upplýsingum um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglunnar að morgni gærdags þ.e. 10 klst. fyrir komu landsliðsins. Gunnar Tryggvason Ræðismaður Tyrklands á Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent