Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2019 10:54 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO-ríkja í Brussel árið 2017. Vísir/Getty Tyrknesk stjórnvöld hafa sent íslenskum stjórnvöldum formlega kvörtun vegna framkomu gagnvart tyrkneska karlalandsliðinu í knattspyrnu þegar það kom til landsins í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir við Vísi að kvörtunin hafi borist og segir málið til skoðunar. Leikmenn tyrkneska landsliðsins kvörtuðu yfir öryggisleit og vegabréfaeftirlit þegar þeir komu til Keflavíkurflugvallar í gær en framherji liðsins, Burak Tilmaz, sagði við fjölmiðla að hann og liðsfélagar hans hefðu þurft að bíða í rúma þrjá tíma þar sem leitað var í farangri þeirra oft og ítarlega. Ekki bætti úr skák þegar óþekktur maður blandaði sér í hóp fjölmiðlamanna sem biðu eftir tyrknesku landsliðsmönnunum og rak þvottabursta framan í landsliðsfyrirliðann og þóttist taka viðtal við hann. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, sagði þessa meðferð á tyrkneska liðinu óásættanlega.Hér má sjá þegar þvottabursta er beint framan í landsliðsfyrirliða Tyrkja.Vísir/GettyVíðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að hann hefði fengið þær upplýsingar frá tyrkneska knattspyrnusambandinu að rétt rúmir tveir klukkutímar hefðu liðið frá því tyrkneska liðið lenti í Keflavík og þar til það var komið á hótel í Reykjavík. Öryggisleitin hafi tekið um klukkutíma og þá var eftir tæpur klukkutíma akstur til Reykjavíkur. Tyrkneska landsliðið flaug frá tyrknesku borginni Konya til Íslands en flugvöllurinn þar er óvottaður og því þurfti tyrkenska liðið að fara í gegnum sérstaka öryggisleit á Íslandi. Víðir sagði íslenska liðið hafa þurft að fara í gegnum sömu öryggisleit þegar það kom frá Tyrklandi fyrir tveimur árum. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi í Osló hafa sent utanríkisráðuneytinu formlegt erindi þar sem kvartað er undan þessari framkomu. Sveinn segir erindið til skoðunar hjá ráðuneytinu. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Tyrkneska sjónvarpsstöðin NTV greindi frá því í morgun að tyrknesk stjórnvöld hefðu farið fram á að öryggisgæslan á Laugardalsvelli á morgun yrði efld til að tryggja öryggi tyrkneska landsliðsins og er farið fram á öllu eftirliti á Keflavíkurflugvelli verði hraðað til að forðast að frekari vandamál skapist þegar tyrkneska liðið yfirgefur landið. Víðir Reynisson sagði við Vísi í morgun að hann eigi fund með tyrkneska knattspyrnusambandinu í dag vegna leiksins á morgun en fyrir fundinn hafði tyrkneska sambandið ekki lagt fram óskir um aukna öryggisgæslu á leiknum. 200 tyrkneskir stuðningsmenn eru væntanlegir á leikinn, sem er svipaður fjöldi og síðast þegar Tyrkir léku á Laugardalsvelli, en Víðir sagði að gæslan yrði með sama hætti og þegar Albanir léku við Íslendinga á laugardag. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Tyrknesk stjórnvöld hafa sent íslenskum stjórnvöldum formlega kvörtun vegna framkomu gagnvart tyrkneska karlalandsliðinu í knattspyrnu þegar það kom til landsins í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir við Vísi að kvörtunin hafi borist og segir málið til skoðunar. Leikmenn tyrkneska landsliðsins kvörtuðu yfir öryggisleit og vegabréfaeftirlit þegar þeir komu til Keflavíkurflugvallar í gær en framherji liðsins, Burak Tilmaz, sagði við fjölmiðla að hann og liðsfélagar hans hefðu þurft að bíða í rúma þrjá tíma þar sem leitað var í farangri þeirra oft og ítarlega. Ekki bætti úr skák þegar óþekktur maður blandaði sér í hóp fjölmiðlamanna sem biðu eftir tyrknesku landsliðsmönnunum og rak þvottabursta framan í landsliðsfyrirliðann og þóttist taka viðtal við hann. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, sagði þessa meðferð á tyrkneska liðinu óásættanlega.Hér má sjá þegar þvottabursta er beint framan í landsliðsfyrirliða Tyrkja.Vísir/GettyVíðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að hann hefði fengið þær upplýsingar frá tyrkneska knattspyrnusambandinu að rétt rúmir tveir klukkutímar hefðu liðið frá því tyrkneska liðið lenti í Keflavík og þar til það var komið á hótel í Reykjavík. Öryggisleitin hafi tekið um klukkutíma og þá var eftir tæpur klukkutíma akstur til Reykjavíkur. Tyrkneska landsliðið flaug frá tyrknesku borginni Konya til Íslands en flugvöllurinn þar er óvottaður og því þurfti tyrkenska liðið að fara í gegnum sérstaka öryggisleit á Íslandi. Víðir sagði íslenska liðið hafa þurft að fara í gegnum sömu öryggisleit þegar það kom frá Tyrklandi fyrir tveimur árum. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi í Osló hafa sent utanríkisráðuneytinu formlegt erindi þar sem kvartað er undan þessari framkomu. Sveinn segir erindið til skoðunar hjá ráðuneytinu. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Tyrkneska sjónvarpsstöðin NTV greindi frá því í morgun að tyrknesk stjórnvöld hefðu farið fram á að öryggisgæslan á Laugardalsvelli á morgun yrði efld til að tryggja öryggi tyrkneska landsliðsins og er farið fram á öllu eftirliti á Keflavíkurflugvelli verði hraðað til að forðast að frekari vandamál skapist þegar tyrkneska liðið yfirgefur landið. Víðir Reynisson sagði við Vísi í morgun að hann eigi fund með tyrkneska knattspyrnusambandinu í dag vegna leiksins á morgun en fyrir fundinn hafði tyrkneska sambandið ekki lagt fram óskir um aukna öryggisgæslu á leiknum. 200 tyrkneskir stuðningsmenn eru væntanlegir á leikinn, sem er svipaður fjöldi og síðast þegar Tyrkir léku á Laugardalsvelli, en Víðir sagði að gæslan yrði með sama hætti og þegar Albanir léku við Íslendinga á laugardag.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14
Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent