Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2019 10:10 Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, segir íslenska landsliðið hafa farið í gegnum sömu öryggisleit þegar það kom frá Tyrklandi. Vísir/Getty/Vilhelm Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi Knattspyrnusambands Íslands, segir ummæli tyrknesku landsliðsmannanna um lengd á öryggisleit og vegabréfaeftirliti á Keflavíkurflugvelli stórlega ýkt. Tyrknesku landsliðsmennirnir sögðu í viðtali við fjölmiðla á Keflavíkurflugvelli að þeir hefðu þurft að undirgangast þriggja tíma ferli við komuna til landsins þar sem leitað var ítarlega og endurtekið í farangri þeirra.Sögðu landsliðsmennirnir að þetta væri óásættanlegt og var utanríkisráðherra Tyrkja þeim sammála. Hefur Víðir rætt við fulltrúa tyrkneska knattspyrnusambandsins sem tjáðu honum að rétt rúmar tvær klukkustundir hefðu liðið frá því vél tyrkneska landsliðsins lenti á Keflavíkurflugvelli og þar til liðið var komið á hótel í Reykjavík. Segir Víðir að rétt rúmur klukkutími hafi liðið frá því liðið fór úr flugvélinni og þar til það var komið upp í rútuna sem flutti það til Reykjavíkur.Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GettyÞegar íslenska liðið lék gegn því tyrkneska í Tyrklandi fyrir um tveimur árum biðu sömu móttökur þegar íslenska liðið sneri aftur heim til Íslands. Er það vegna þess að flugvöllurinn í tyrknesku borginni er ekki vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum og þurfa því farþegar sem koma þaðan, að sögn Víðis, að fara í gegnum ítarlegri öryggisleit og vegabréfaeftirlit. „Þegar við komum heim frá Tyrklandi þá fórum við í gegnum öryggisleit og vegabréfaeftirlit. Sennilega nákvæmlega eins og þeir. Eftir því sem ég best veit virðist þetta ekki hafa verið óeðlilegt,“ segir Víði. Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins hafa brugðist ókvæða við vegna þessarar framkomu í garð leikmanna, sér í lag vegna þess að óþekktur maður ákvað að blanda sér í hóp fjölmiðlamanna og rétt þvottabursta í andlit fyrirliða liðsins, Emre Belözoğlu. Hafa tyrknesku stuðningsmennirnir herjað á íslenska íþróttafréttamenn því stuðningsmennirnir héldu að þeir bæru ábyrgð á þvottaburstaatvikinu. Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE— FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019 Víðir segir þessi viðbrögð stuðningsmanna tyrkneska landsliðsins afar skrýtin en kalli þó ekki á aukna gæslu á Laugardalsvelli þegar leikur liðanna fer fram á morgun. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um neitt svoleiðis. Við erum bara með venjulegum undirbúning eins og er allavega og erum að fara að hitta fulltrúa tyrkneska sambandsins til að fara yfir málin á eftir sem er hefðbundið daginn fyrir leik og höfum ekki fengið sérstakar óskir frá þeim.“ Víðir segir 200 tyrkneska stuðningsmenn væntanlega á leikinn, sem sé svipaður fjöldi og þegar tyrkneska liðið lék síðast á Laugardalsvelli. Víðir segir 140 gæslumenn, úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, standa vaktina á Laugardalsvelli sem sé sami fjöldi og þegar íslenska liðið lék gegn því albanska á laugardag. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Svona var blaðamannafundur KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum. 10. júní 2019 10:45 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi Knattspyrnusambands Íslands, segir ummæli tyrknesku landsliðsmannanna um lengd á öryggisleit og vegabréfaeftirliti á Keflavíkurflugvelli stórlega ýkt. Tyrknesku landsliðsmennirnir sögðu í viðtali við fjölmiðla á Keflavíkurflugvelli að þeir hefðu þurft að undirgangast þriggja tíma ferli við komuna til landsins þar sem leitað var ítarlega og endurtekið í farangri þeirra.Sögðu landsliðsmennirnir að þetta væri óásættanlegt og var utanríkisráðherra Tyrkja þeim sammála. Hefur Víðir rætt við fulltrúa tyrkneska knattspyrnusambandsins sem tjáðu honum að rétt rúmar tvær klukkustundir hefðu liðið frá því vél tyrkneska landsliðsins lenti á Keflavíkurflugvelli og þar til liðið var komið á hótel í Reykjavík. Segir Víðir að rétt rúmur klukkutími hafi liðið frá því liðið fór úr flugvélinni og þar til það var komið upp í rútuna sem flutti það til Reykjavíkur.Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GettyÞegar íslenska liðið lék gegn því tyrkneska í Tyrklandi fyrir um tveimur árum biðu sömu móttökur þegar íslenska liðið sneri aftur heim til Íslands. Er það vegna þess að flugvöllurinn í tyrknesku borginni er ekki vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum og þurfa því farþegar sem koma þaðan, að sögn Víðis, að fara í gegnum ítarlegri öryggisleit og vegabréfaeftirlit. „Þegar við komum heim frá Tyrklandi þá fórum við í gegnum öryggisleit og vegabréfaeftirlit. Sennilega nákvæmlega eins og þeir. Eftir því sem ég best veit virðist þetta ekki hafa verið óeðlilegt,“ segir Víði. Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins hafa brugðist ókvæða við vegna þessarar framkomu í garð leikmanna, sér í lag vegna þess að óþekktur maður ákvað að blanda sér í hóp fjölmiðlamanna og rétt þvottabursta í andlit fyrirliða liðsins, Emre Belözoğlu. Hafa tyrknesku stuðningsmennirnir herjað á íslenska íþróttafréttamenn því stuðningsmennirnir héldu að þeir bæru ábyrgð á þvottaburstaatvikinu. Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE— FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019 Víðir segir þessi viðbrögð stuðningsmanna tyrkneska landsliðsins afar skrýtin en kalli þó ekki á aukna gæslu á Laugardalsvelli þegar leikur liðanna fer fram á morgun. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um neitt svoleiðis. Við erum bara með venjulegum undirbúning eins og er allavega og erum að fara að hitta fulltrúa tyrkneska sambandsins til að fara yfir málin á eftir sem er hefðbundið daginn fyrir leik og höfum ekki fengið sérstakar óskir frá þeim.“ Víðir segir 200 tyrkneska stuðningsmenn væntanlega á leikinn, sem sé svipaður fjöldi og þegar tyrkneska liðið lék síðast á Laugardalsvelli. Víðir segir 140 gæslumenn, úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, standa vaktina á Laugardalsvelli sem sé sami fjöldi og þegar íslenska liðið lék gegn því albanska á laugardag.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Svona var blaðamannafundur KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum. 10. júní 2019 10:45 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14
Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57
Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54
Svona var blaðamannafundur KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum. 10. júní 2019 10:45
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30
Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18