Íslenska U19 ára landsliðið í handbolta gerði sér lítið fyrir og skellti Þjóðverjum, 25-23, á æfingamóti í Lubeck í Þýskalandi í dag.
Þjóðverjar byrjuðu betur. Þeir komust í 3-1 en íslenska vörnin skellti í lás og fjórtán mínútum síðar var staðan 8-3, Íslandi í vil.
Ísland leiddi svo í hálfleik með tveimur mörkum, 12-10. Síðari hálfleikurinn var áfram jafn og spennandi en Ísland landaði að lokum tveggja marka sigri, 25-23.
Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, var markahæstur en hann skoraði sex mörk. Íslandsmeistarinn Guðjón Baldur Ómarsson kom næstur með fimm mörk.
Liðið leikur því til úrslita á morgun en þar bíða Norðmenn. Flautað verður til leiks klukkan 10.45.
Markaskorarar Íslands: Arnór Snær Óskarsson 6, Guðjón Baldur Ómarsson 5, Dagur Gautason 4, Einar Örn Sindrason 3, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 3, Blær Hinriksson 2, Eiríkur Þórarinsson 1, Goði Ingvar Sveinsson 1.
Sigurður Dan Óskarsson varði níu skot í markinu.
Frábær sigur á Þjóðverjum og úrslitaleikur bíður gegn Noregi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


