„Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf“ Gígja Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2019 14:51 Lyfinu fylgja alls kyns aukaverkanir. Karl Tapales/Getty Íslensk kona notaði „barbí lyfið“ í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna áður en hún fór til sólarlanda. Hún segist „skíthrædd“ við að nota lyfið en myndi nota það aftur ef hún væri að fara í sólríkt land. Ólöglegt brúnkulyf, Melanotan, gengur kaupum og sölum á svörtum markaði á Íslandi. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að lyfið örvi húðfrumur til að mynda litarefni og verður þá húðin sólbrún án sólar. Læknar hafa áhyggjur af því að lyfið geti valdið húðkrabbameini en borið hefur á því að ungt fólk noti lyfið í þeim tilgangi að verða sólbrúnt. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir segir í Morgunblaðinu, lyfið, sem er oft kallað „barbí lyfið“ hafa víðtæk áhrif. Því fylgi aukaverkanir sem þykja mjög eftirsóknarverðar. Fullyrt er að matarlyst minnki vegna ógleði sem gerir það að verkum að fólk grennist þá örvast kynhvöt þeirra sem nota lyfið. Fréttastofa Vísis náði tali af 27 ára gamalli íslenskri konu sem kveðst hafa sprautað sig með lyfinu til að koma í veg fyrir sólarexem og bruna. Hún er með mjög ljósa húð og hafði alltaf brennst í sól áður en hún prófaði lyfið. „Ég gerði þetta því ég var að fara til sólarlanda, ég er með sólarofnæmi og fæ sólarexem. Ég nennti ekki að þurfa að liggja inni eða í skugganum alla ferðina.“ „Ég frétti af lyfinu í gegnum vinkonu mína. Mamma hennar hafði keypt lyfið í apóteki í Tælandi fyrir bróður hennar sem er með mjög ljósa húð og fær sólarexem þegar hann liggur í sól, rétt eins og ég,“ segir hún. Hún segist hafa sprautaði lyfinu í magann á sér reglulega í tvær vikur áður en hún fór út en sá engan litamun á húðinni fyrr en í sól var komið. Hún kveðst hafa notað 30 og 50 SPF sólarvörn alla ferðina, sem hafði aldrei áður komið í veg fyrir að hún brenni. Hún hafi orðið sólbrún í fyrsta sinn og ekki fengið exem. Konan tekur undir með Jennu Huld um aukaverkanirnar sem fylgja lyfinu og bætti við að hún hafi verið með stöðugan pirring í líkamanum sem veitti þá tilfinningu að henni fannst hún alltaf þurfa að teygja úr sér. „Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf, manni líður mjög skringilega þegar maður notar það. Ég fékk alls konar nýja fæðingarbletti og fór strax til húðlæknis þegar ég kom heim,“ segir konan. Læknirinn sá ekkert í blettunum en hvatti hana til að koma aftur innan sex mánaða til að rannsaka þá betur.Engin töfralausn við sólarexemi Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir varar við notkun lyfsins. Engar rannsóknir benda til að það geti komið í veg fyrir bruna eða sólarexem. Hún segir efnið ólöglegt enda hefur neysla efnisins sýnt fram á að efnið, sem örvar litafrumur húðarinnar, geti haft þær afleiðingar í för með sér að frumurnar stökkbreytist í illkynja frumur sem geta þróast yfir í sortuæxli. Ragna segir enga töfralausn vera við sólarexemi en segir lækna geta tekist á við það á öruggan máta. „Fólk getur leitað til húðlækna og farið í sérstök ljós sem herða húðina áður en farið er í sól. Einnig er hægt að fá stera í töflu og kremformi til bera á exemið,“ segir Ragna. Lyf Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjá meira
Íslensk kona notaði „barbí lyfið“ í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna áður en hún fór til sólarlanda. Hún segist „skíthrædd“ við að nota lyfið en myndi nota það aftur ef hún væri að fara í sólríkt land. Ólöglegt brúnkulyf, Melanotan, gengur kaupum og sölum á svörtum markaði á Íslandi. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að lyfið örvi húðfrumur til að mynda litarefni og verður þá húðin sólbrún án sólar. Læknar hafa áhyggjur af því að lyfið geti valdið húðkrabbameini en borið hefur á því að ungt fólk noti lyfið í þeim tilgangi að verða sólbrúnt. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir segir í Morgunblaðinu, lyfið, sem er oft kallað „barbí lyfið“ hafa víðtæk áhrif. Því fylgi aukaverkanir sem þykja mjög eftirsóknarverðar. Fullyrt er að matarlyst minnki vegna ógleði sem gerir það að verkum að fólk grennist þá örvast kynhvöt þeirra sem nota lyfið. Fréttastofa Vísis náði tali af 27 ára gamalli íslenskri konu sem kveðst hafa sprautað sig með lyfinu til að koma í veg fyrir sólarexem og bruna. Hún er með mjög ljósa húð og hafði alltaf brennst í sól áður en hún prófaði lyfið. „Ég gerði þetta því ég var að fara til sólarlanda, ég er með sólarofnæmi og fæ sólarexem. Ég nennti ekki að þurfa að liggja inni eða í skugganum alla ferðina.“ „Ég frétti af lyfinu í gegnum vinkonu mína. Mamma hennar hafði keypt lyfið í apóteki í Tælandi fyrir bróður hennar sem er með mjög ljósa húð og fær sólarexem þegar hann liggur í sól, rétt eins og ég,“ segir hún. Hún segist hafa sprautaði lyfinu í magann á sér reglulega í tvær vikur áður en hún fór út en sá engan litamun á húðinni fyrr en í sól var komið. Hún kveðst hafa notað 30 og 50 SPF sólarvörn alla ferðina, sem hafði aldrei áður komið í veg fyrir að hún brenni. Hún hafi orðið sólbrún í fyrsta sinn og ekki fengið exem. Konan tekur undir með Jennu Huld um aukaverkanirnar sem fylgja lyfinu og bætti við að hún hafi verið með stöðugan pirring í líkamanum sem veitti þá tilfinningu að henni fannst hún alltaf þurfa að teygja úr sér. „Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf, manni líður mjög skringilega þegar maður notar það. Ég fékk alls konar nýja fæðingarbletti og fór strax til húðlæknis þegar ég kom heim,“ segir konan. Læknirinn sá ekkert í blettunum en hvatti hana til að koma aftur innan sex mánaða til að rannsaka þá betur.Engin töfralausn við sólarexemi Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir varar við notkun lyfsins. Engar rannsóknir benda til að það geti komið í veg fyrir bruna eða sólarexem. Hún segir efnið ólöglegt enda hefur neysla efnisins sýnt fram á að efnið, sem örvar litafrumur húðarinnar, geti haft þær afleiðingar í för með sér að frumurnar stökkbreytist í illkynja frumur sem geta þróast yfir í sortuæxli. Ragna segir enga töfralausn vera við sólarexemi en segir lækna geta tekist á við það á öruggan máta. „Fólk getur leitað til húðlækna og farið í sérstök ljós sem herða húðina áður en farið er í sól. Einnig er hægt að fá stera í töflu og kremformi til bera á exemið,“ segir Ragna.
Lyf Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjá meira