Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Ari Brynjólfsson skrifar 29. júní 2019 08:30 Aðgerðaáætlun Landlæknis gerir ráð fyrir 20 prósenta hækkun á sætum gosdrykkjum. Fréttablaðið/Heiða „Sykur veldur ekki krabbameini beint, en það eru mjög margar rannsóknir sem sýna að ef þú drekkur mjög mikið af sykruðum gosdrykkjum ýti það undir þyngdaraukningu. Og of mikil þyngd, of mikil söfnun líkamsfitu, eykur áhættuna á krabbameini. Þetta er ákveðin keðjuverkun,“ segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Segir hún fjölda rannsókna sýna fram á tengsl milli offitu og krabbameina, og að aukin líkamsþyngd sé staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, þar á meðal í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti aðgerðaáætlun Landlæknis til að draga úr sykurneyslu fyrir ríkisstjórninni fyrir skömmu. Í áætluninni, sem unnin var að beiðni ráðherra, er lagt til að skattar á gosdrykki og sælgæti hækki um allt að 20 prósent. Á sama tíma á að lækka álögur á ávexti og grænmeti. Sitt sýnist hverjum um málið, en Krabbameinsfélagið styður sykurskattinn heilshugar.Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins „Krabbameinsfélagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neysluskattum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka.“FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Félagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neyslusköttum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Segir hún að þær forvarnaraðgerðir sem Íslendingar hafi ráðist í með góðum árangri, þá sérstaklega í reykingum, hafi falið í sér hækkanir og að draga úr sýnileika. Jóhanna segir brýnt að draga úr sykurneyslu Íslendinga, sérstaklega í gegnum gosdrykkju. „Að drekka sykur er allt annað en að borða sykur. Það er eins og líkaminn verði ekki saddur við að drekka hitaeiningar. Sama hvernig á þetta er horft þá eru sykruðu gosdrykkirnir efstir á blaði þegar kemur að því að ýta undir þyngdaraukningu.“ Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga og má þriðji hver Íslendingur vænta þess að fá krabbamein á ævinni. „Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það mætti koma í veg fyrir að rúmlega þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir,“ segir Jóhanna. „Það getur tekið tugi ára fyrir þetta að hafa áhrif á fækkun krabbameina.“ Nefnir Jóhanna sem dæmi að það á enn eftir að koma niðursveifla í lungnakrabbameinum, sérstaklega hjá konum, í kjölfar fækkunar einstaklinga sem reykja. „Þeir sem reyktu mikið á síðustu öld eru núna að fá lungnakrabbamein. Varðandi aðgerðaáætlunina segir Jóhanna það gleymast í umræðunni að það eigi að lækka verð á ávöxtum og grænmeti. „Það að borða ávexti og grænmeti minnkar líkur á krabbameinum, það er eitthvað sem er mjög jákvætt við sykurskattinn. Bæði er það gott fyrir jörðina og það er sérstök vernd gegn krabbameinum,“ segir Jóhanna. „Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla. 27. júní 2019 13:05 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
„Sykur veldur ekki krabbameini beint, en það eru mjög margar rannsóknir sem sýna að ef þú drekkur mjög mikið af sykruðum gosdrykkjum ýti það undir þyngdaraukningu. Og of mikil þyngd, of mikil söfnun líkamsfitu, eykur áhættuna á krabbameini. Þetta er ákveðin keðjuverkun,“ segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Segir hún fjölda rannsókna sýna fram á tengsl milli offitu og krabbameina, og að aukin líkamsþyngd sé staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, þar á meðal í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti aðgerðaáætlun Landlæknis til að draga úr sykurneyslu fyrir ríkisstjórninni fyrir skömmu. Í áætluninni, sem unnin var að beiðni ráðherra, er lagt til að skattar á gosdrykki og sælgæti hækki um allt að 20 prósent. Á sama tíma á að lækka álögur á ávexti og grænmeti. Sitt sýnist hverjum um málið, en Krabbameinsfélagið styður sykurskattinn heilshugar.Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins „Krabbameinsfélagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neysluskattum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka.“FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Félagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neyslusköttum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Segir hún að þær forvarnaraðgerðir sem Íslendingar hafi ráðist í með góðum árangri, þá sérstaklega í reykingum, hafi falið í sér hækkanir og að draga úr sýnileika. Jóhanna segir brýnt að draga úr sykurneyslu Íslendinga, sérstaklega í gegnum gosdrykkju. „Að drekka sykur er allt annað en að borða sykur. Það er eins og líkaminn verði ekki saddur við að drekka hitaeiningar. Sama hvernig á þetta er horft þá eru sykruðu gosdrykkirnir efstir á blaði þegar kemur að því að ýta undir þyngdaraukningu.“ Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga og má þriðji hver Íslendingur vænta þess að fá krabbamein á ævinni. „Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það mætti koma í veg fyrir að rúmlega þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir,“ segir Jóhanna. „Það getur tekið tugi ára fyrir þetta að hafa áhrif á fækkun krabbameina.“ Nefnir Jóhanna sem dæmi að það á enn eftir að koma niðursveifla í lungnakrabbameinum, sérstaklega hjá konum, í kjölfar fækkunar einstaklinga sem reykja. „Þeir sem reyktu mikið á síðustu öld eru núna að fá lungnakrabbamein. Varðandi aðgerðaáætlunina segir Jóhanna það gleymast í umræðunni að það eigi að lækka verð á ávöxtum og grænmeti. „Það að borða ávexti og grænmeti minnkar líkur á krabbameinum, það er eitthvað sem er mjög jákvætt við sykurskattinn. Bæði er það gott fyrir jörðina og það er sérstök vernd gegn krabbameinum,“ segir Jóhanna. „Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla. 27. júní 2019 13:05 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla. 27. júní 2019 13:05
Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01
Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00
Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15
Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“