Grænt ljós gefið á framkvæmdir Fram í Úlfarsárdal Andri Eysteinsson skrifar 27. júní 2019 21:52 Teikningar að framtíðarheimili Fram í Úlfarsárdal Mynd/Reykjavíkurborg Borgarráð hefur gefið umhverfis- og skipulagssviði grænt ljós á að hefja útboð framkvæmda við íþróttamannvirki í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok sumars og að þeim ljúkí maí ársins 2022. Íþróttafélagið Fram hefur aðsetur í Úlfarsárdal og stendur þar nú gervigrasvöllur í eigu félagsins, framkvæmdirnar eru samkvæmt samningi Reykjavíkur sem gerður var við Fram í júlí 2017. Íþróttamiðstöðin mun samanstanda af fjölnota íþróttahúsi, áhorfendastúku fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasölum, félags- og þjónustuaðstöðu fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrýmum ásamt samkomusal og fundaraðstöðu, eftir því sem segir á vef Reykjavíkurborgar. Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram, segir gott að loksins sé hægt að halda áfram með framkvæmdir í Úlfarsárdal. „Fyrstu hugmyndir um að færa starfsemina upp eftir komu fram árið 2005 og 2008 er skrifað undir fyrsta samning við Reykjavíkurborg, á hundrað ára afmæli Fram. Síðan þá hefur þetta tekið nokkra kollhnísa en nú loksins er farið að sjá fyrir endann á þessu öllu saman, segir Kristinn.Auðveldar rekstur og þjappar félagsmönnum saman Starfsemi Fram hefur til þessa verið þvískipt en hluti starfsins hefur farið fram í Úlfarsárdal og hluti í Safamýri. Kristinn segir það munu hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins að hafa allt á sama stað. „Það auðveldar allan rekstur hjá félaginu og ætti að þjappa saman fólkinu að baki félaginu,“ segir Kristinn og bætir því við að starfsemi Fram í Safamýri muni hætta en aðrir muni taka við. Kristinn segir að fyrirhuguð sé bygging sem svipi til íþróttahúss Vals, tveir handboltavellir, með stúku sitthvoru megin og einn keppnisvöllur fyrir miðju. Þá verður bætt við öðrum gervigrasvelli til knattspyrnuiðkunar og mun þar vera byggð stúka, áföst húsinu. Gervigrasvöllurinn sem nú stendur verður nýttur til æfinga. Íþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut 122-126 í Úlfarsárdal. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggð eða í uppbyggingu. Nýlega samþykkti borgarráð að bæta við vatnsrennibraut við nýja útisundlaug sem nú er verið að byggja til að gera laugina fjölskylduvænni. „Þetta er jákvætt og það er ljómandi fínt að vera Framari í dag, framtíðin er björt,“ segir Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram.Loftmynd af svæðinu í núverandi myndMynd/Reykjavíkurborg Reykjavík Skipulag Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Borgarráð hefur gefið umhverfis- og skipulagssviði grænt ljós á að hefja útboð framkvæmda við íþróttamannvirki í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok sumars og að þeim ljúkí maí ársins 2022. Íþróttafélagið Fram hefur aðsetur í Úlfarsárdal og stendur þar nú gervigrasvöllur í eigu félagsins, framkvæmdirnar eru samkvæmt samningi Reykjavíkur sem gerður var við Fram í júlí 2017. Íþróttamiðstöðin mun samanstanda af fjölnota íþróttahúsi, áhorfendastúku fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasölum, félags- og þjónustuaðstöðu fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrýmum ásamt samkomusal og fundaraðstöðu, eftir því sem segir á vef Reykjavíkurborgar. Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram, segir gott að loksins sé hægt að halda áfram með framkvæmdir í Úlfarsárdal. „Fyrstu hugmyndir um að færa starfsemina upp eftir komu fram árið 2005 og 2008 er skrifað undir fyrsta samning við Reykjavíkurborg, á hundrað ára afmæli Fram. Síðan þá hefur þetta tekið nokkra kollhnísa en nú loksins er farið að sjá fyrir endann á þessu öllu saman, segir Kristinn.Auðveldar rekstur og þjappar félagsmönnum saman Starfsemi Fram hefur til þessa verið þvískipt en hluti starfsins hefur farið fram í Úlfarsárdal og hluti í Safamýri. Kristinn segir það munu hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins að hafa allt á sama stað. „Það auðveldar allan rekstur hjá félaginu og ætti að þjappa saman fólkinu að baki félaginu,“ segir Kristinn og bætir því við að starfsemi Fram í Safamýri muni hætta en aðrir muni taka við. Kristinn segir að fyrirhuguð sé bygging sem svipi til íþróttahúss Vals, tveir handboltavellir, með stúku sitthvoru megin og einn keppnisvöllur fyrir miðju. Þá verður bætt við öðrum gervigrasvelli til knattspyrnuiðkunar og mun þar vera byggð stúka, áföst húsinu. Gervigrasvöllurinn sem nú stendur verður nýttur til æfinga. Íþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut 122-126 í Úlfarsárdal. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggð eða í uppbyggingu. Nýlega samþykkti borgarráð að bæta við vatnsrennibraut við nýja útisundlaug sem nú er verið að byggja til að gera laugina fjölskylduvænni. „Þetta er jákvætt og það er ljómandi fínt að vera Framari í dag, framtíðin er björt,“ segir Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram.Loftmynd af svæðinu í núverandi myndMynd/Reykjavíkurborg
Reykjavík Skipulag Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira