Grænt ljós gefið á framkvæmdir Fram í Úlfarsárdal Andri Eysteinsson skrifar 27. júní 2019 21:52 Teikningar að framtíðarheimili Fram í Úlfarsárdal Mynd/Reykjavíkurborg Borgarráð hefur gefið umhverfis- og skipulagssviði grænt ljós á að hefja útboð framkvæmda við íþróttamannvirki í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok sumars og að þeim ljúkí maí ársins 2022. Íþróttafélagið Fram hefur aðsetur í Úlfarsárdal og stendur þar nú gervigrasvöllur í eigu félagsins, framkvæmdirnar eru samkvæmt samningi Reykjavíkur sem gerður var við Fram í júlí 2017. Íþróttamiðstöðin mun samanstanda af fjölnota íþróttahúsi, áhorfendastúku fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasölum, félags- og þjónustuaðstöðu fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrýmum ásamt samkomusal og fundaraðstöðu, eftir því sem segir á vef Reykjavíkurborgar. Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram, segir gott að loksins sé hægt að halda áfram með framkvæmdir í Úlfarsárdal. „Fyrstu hugmyndir um að færa starfsemina upp eftir komu fram árið 2005 og 2008 er skrifað undir fyrsta samning við Reykjavíkurborg, á hundrað ára afmæli Fram. Síðan þá hefur þetta tekið nokkra kollhnísa en nú loksins er farið að sjá fyrir endann á þessu öllu saman, segir Kristinn.Auðveldar rekstur og þjappar félagsmönnum saman Starfsemi Fram hefur til þessa verið þvískipt en hluti starfsins hefur farið fram í Úlfarsárdal og hluti í Safamýri. Kristinn segir það munu hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins að hafa allt á sama stað. „Það auðveldar allan rekstur hjá félaginu og ætti að þjappa saman fólkinu að baki félaginu,“ segir Kristinn og bætir því við að starfsemi Fram í Safamýri muni hætta en aðrir muni taka við. Kristinn segir að fyrirhuguð sé bygging sem svipi til íþróttahúss Vals, tveir handboltavellir, með stúku sitthvoru megin og einn keppnisvöllur fyrir miðju. Þá verður bætt við öðrum gervigrasvelli til knattspyrnuiðkunar og mun þar vera byggð stúka, áföst húsinu. Gervigrasvöllurinn sem nú stendur verður nýttur til æfinga. Íþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut 122-126 í Úlfarsárdal. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggð eða í uppbyggingu. Nýlega samþykkti borgarráð að bæta við vatnsrennibraut við nýja útisundlaug sem nú er verið að byggja til að gera laugina fjölskylduvænni. „Þetta er jákvætt og það er ljómandi fínt að vera Framari í dag, framtíðin er björt,“ segir Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram.Loftmynd af svæðinu í núverandi myndMynd/Reykjavíkurborg Reykjavík Skipulag Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Borgarráð hefur gefið umhverfis- og skipulagssviði grænt ljós á að hefja útboð framkvæmda við íþróttamannvirki í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok sumars og að þeim ljúkí maí ársins 2022. Íþróttafélagið Fram hefur aðsetur í Úlfarsárdal og stendur þar nú gervigrasvöllur í eigu félagsins, framkvæmdirnar eru samkvæmt samningi Reykjavíkur sem gerður var við Fram í júlí 2017. Íþróttamiðstöðin mun samanstanda af fjölnota íþróttahúsi, áhorfendastúku fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasölum, félags- og þjónustuaðstöðu fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrýmum ásamt samkomusal og fundaraðstöðu, eftir því sem segir á vef Reykjavíkurborgar. Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram, segir gott að loksins sé hægt að halda áfram með framkvæmdir í Úlfarsárdal. „Fyrstu hugmyndir um að færa starfsemina upp eftir komu fram árið 2005 og 2008 er skrifað undir fyrsta samning við Reykjavíkurborg, á hundrað ára afmæli Fram. Síðan þá hefur þetta tekið nokkra kollhnísa en nú loksins er farið að sjá fyrir endann á þessu öllu saman, segir Kristinn.Auðveldar rekstur og þjappar félagsmönnum saman Starfsemi Fram hefur til þessa verið þvískipt en hluti starfsins hefur farið fram í Úlfarsárdal og hluti í Safamýri. Kristinn segir það munu hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins að hafa allt á sama stað. „Það auðveldar allan rekstur hjá félaginu og ætti að þjappa saman fólkinu að baki félaginu,“ segir Kristinn og bætir því við að starfsemi Fram í Safamýri muni hætta en aðrir muni taka við. Kristinn segir að fyrirhuguð sé bygging sem svipi til íþróttahúss Vals, tveir handboltavellir, með stúku sitthvoru megin og einn keppnisvöllur fyrir miðju. Þá verður bætt við öðrum gervigrasvelli til knattspyrnuiðkunar og mun þar vera byggð stúka, áföst húsinu. Gervigrasvöllurinn sem nú stendur verður nýttur til æfinga. Íþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut 122-126 í Úlfarsárdal. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggð eða í uppbyggingu. Nýlega samþykkti borgarráð að bæta við vatnsrennibraut við nýja útisundlaug sem nú er verið að byggja til að gera laugina fjölskylduvænni. „Þetta er jákvætt og það er ljómandi fínt að vera Framari í dag, framtíðin er björt,“ segir Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram.Loftmynd af svæðinu í núverandi myndMynd/Reykjavíkurborg
Reykjavík Skipulag Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira