Þrjú ár frá kvöldinu ógleymanlega í Nice Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. júní 2019 13:00 Víkingaklappið sem heyrðist út um allan heim. Ótrúleg stund í Nice. vísir/getty 27. júní árið 2016 er stjörnumerktur dagur í íslenskri knattspyrnusögu sem og í hjörtum Íslendinga. Þá vann Ísland frækinn sigur á Englandi í Hreiðrinu í Nice. Kvöld sem aldrei gleymist. Yfir 3.000 Íslendingar voru á leiknum í Frakklandi og hinir Íslendingarnir virtust allir vera á Arnarhóli að horfa á leikinn. Þarna var stemning sem íslenska þjóðin hafði aldrei upplifað áður eins og lesa má um í skemmtilegri grein hér. Okkar menn í Frakklandi tóku leikdaginn snemma og hituðu upp í rjómablíðu í Nice. Þá var strax eitthvað í loftinu. EM í dag var tekið upp rétt hjá þar sem Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hafði verið í göngutúr daginn fyrir leik í stað þess að undirbúa sig. Það var hroki í enskum. Enginn gleymir svo leiknum sjálfum. Ensku hrokagikkirnir komust yfir snemma leiks en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk íslenska liðsins og skutu íslenska liðinu í átta liða úrslit. Vonbrigði Englendinga voru mikil. Enn eina ferðina. Langbesta myndbandið, og þá meina LANGbesta, frá leiknum er af Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfara Englands, að lýsa leiknum. Svipbrigði hans er Kolbeinn kemur Íslandi yfir eru engu lík. Margir Íslendingar horfa á þetta oft á ári og hlæja alltaf jafn mikið. Skiljanlega. Þetta er ekkert eðlilega fyndið.I can’t stop laughing. Thank you Steve McClaren for this beautiful moment on TV. pic.twitter.com/MRIpWakDKa — Liam Canning (@LiamPaulCanning) June 27, 2016 Eins og við mátti búast voru engin vettlingatök hjá breskum blaðamönnum sem hökkuðu enska liðið í sig. Það leiddist Íslendingum ekki að sjá.Tuesday's Telegraph Sport: England's greatest humiliation #Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#ENGpic.twitter.com/OgZPqynFIr — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tuesday's Sun back page: Ice Wallies#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/5qYaITR6Tz — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tuesday's Sun front page: Dumbs gone to Iceland#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/HRtO33RXHU — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tuesday's Daily Mirror back page: Brrrexit Hodgson#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/20QklRr5Wq — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tuesday's Daily Express back page: Clueless#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/LTK6XmDoL3 — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tuesday's Daily Star back page: Cod help us#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/XXLoV4wTnX — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tuesday's Daily Mail back page: Good Riddance#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/Vtyp0KLsRh — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tómas Þór Þórðarson skrifaði um leikinn og eðli málsins samkvæmt fengu strákarnir frábærar einkunnir hjá Vísismönnum í Nice. Raggi Sig var þó bestur og vildu margir að Liverpool keypti hann strax daginn eftir. Liverpool keypti vissulega Ragnar en rangan Ragnar. Sá hét Ragnar Klavan. Afrek íslenska liðsins ómaði út um allan heim og heimsbyggðin stóð á bak við íslenska liðið. Flottasta myndin eftir leik kom þó frá Bleacher Report og lifir enn í minningunni. Þetta er list.On this day three years ago, Iceland shocked the world by knocking England out of Euro 2016 pic.twitter.com/9zPAO41zPw — B/R Football (@brfootball) June 27, 2019 Þeir sem voru í Hreiðrinu í Nice munu aldrei gleyma þessu kvöldi. Þar var gleði langt fram eftir kvöldi og gleði Íslendinga kristallaðist hvað best í þessum ógleymanlega dansi hjá Dorrit forsetafrú og Eggerti Magnússyni, fyrrum formanni KSÍ. Stórbrotið.Eggert Magnússon og Dorrit Moussiaeff voru hress eftir leik #EMÍsland#fotboltinet#islpic.twitter.com/DS2qmcDvVH — Valur Páll Eiríksson (@vpeiriksson) June 27, 2016 Gleðin hélt áfram fyrir utan völlinn og Íslendingarnir vildu helst ekkert fara heim. Þeir vildu bara flytja á völlinn. Kolbeinn Tumi Daðason tók púlsinn á stuðningsmönnum Íslands strax eftir leik. Kolbeinn Tumi gerði svo leikinn upp með Tómasi Þór inn á vellinum en þeim félögum var fljótlega hent út. Það skyggði þó ekkert á gleðina og öll brosin. Eins og áður segir vakti þetta afrek íslenska knattspyrnulandsliðsins heimsathygli. Allir stærstu miðlar heims fjölluðu um leikinn og CNN fékk Hödda Magg í beina útsendingu. Gleðin á Íslandi virðist síðan hafa staðið langt fram undir morgun því nákvæmlega níu mánuðum síðar var sett met í mænudeyfingum á fæðingardeildinni. Tilviljun? Gleðin á vellinum sem og á Íslandi er svo fönguð fullkomlega í þessu gæsahúðarmyndbandi sem Stefán Snær Geirmundsson setti saman. Myndband sem er nauðsynlegt að skoða á hverju ári. Gleðilegan Nice-dag. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Upplifðu stemninguna í stúkunni þegar Kolbeinn skoraði í 360 gráðum | Myndband Nú geturðu upplifað það sem Íslendingarnir á Allianz Riviera-vellinum upplifðu í sigrinum á Englandi. 29. júní 2016 10:45 Íslensk ofurhetja og flúraðir menn með íspinna | Myndir Sjáðu Íslendingana á Rivierunni í Nice er spennan magnast fyrir stórleikinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum EM. 27. júní 2016 13:00 Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15 Íslenskt sigurpartý fyrir utan Stade de Nice í kvöld | Myndband Já, þetta gerðist bara í alvörunni. Við sigruðum England. 27. júní 2016 22:30 Sjáðu stemmninguna í Nice | Myndband Sól og gleði á ströndinni í Nice þar sem leikur Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM 2016 fer fram. 27. júní 2016 11:59 Gary Neville og félagar fögnuðu þegar ljóst var að Ísland yrði næsti mótherji Englands Meðlimir í þjálfarateymi Roy Hodgson, fyrrverandi þjálfara enska landsliðsins, eiga að hafa fagnað þegar í ljós kom að Ísland yrði mótherji Englands í 16-liða úrslitunum á EM 2016 en ekki Portúgal. 28. júní 2016 13:03 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Sjáðu myndirnar frá kvöldinu í Nice sem aldrei gleymist Til hamingju með að vera frá Íslandi. 27. júní 2016 22:14 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Sjá meira
27. júní árið 2016 er stjörnumerktur dagur í íslenskri knattspyrnusögu sem og í hjörtum Íslendinga. Þá vann Ísland frækinn sigur á Englandi í Hreiðrinu í Nice. Kvöld sem aldrei gleymist. Yfir 3.000 Íslendingar voru á leiknum í Frakklandi og hinir Íslendingarnir virtust allir vera á Arnarhóli að horfa á leikinn. Þarna var stemning sem íslenska þjóðin hafði aldrei upplifað áður eins og lesa má um í skemmtilegri grein hér. Okkar menn í Frakklandi tóku leikdaginn snemma og hituðu upp í rjómablíðu í Nice. Þá var strax eitthvað í loftinu. EM í dag var tekið upp rétt hjá þar sem Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hafði verið í göngutúr daginn fyrir leik í stað þess að undirbúa sig. Það var hroki í enskum. Enginn gleymir svo leiknum sjálfum. Ensku hrokagikkirnir komust yfir snemma leiks en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk íslenska liðsins og skutu íslenska liðinu í átta liða úrslit. Vonbrigði Englendinga voru mikil. Enn eina ferðina. Langbesta myndbandið, og þá meina LANGbesta, frá leiknum er af Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfara Englands, að lýsa leiknum. Svipbrigði hans er Kolbeinn kemur Íslandi yfir eru engu lík. Margir Íslendingar horfa á þetta oft á ári og hlæja alltaf jafn mikið. Skiljanlega. Þetta er ekkert eðlilega fyndið.I can’t stop laughing. Thank you Steve McClaren for this beautiful moment on TV. pic.twitter.com/MRIpWakDKa — Liam Canning (@LiamPaulCanning) June 27, 2016 Eins og við mátti búast voru engin vettlingatök hjá breskum blaðamönnum sem hökkuðu enska liðið í sig. Það leiddist Íslendingum ekki að sjá.Tuesday's Telegraph Sport: England's greatest humiliation #Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#ENGpic.twitter.com/OgZPqynFIr — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tuesday's Sun back page: Ice Wallies#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/5qYaITR6Tz — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tuesday's Sun front page: Dumbs gone to Iceland#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/HRtO33RXHU — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tuesday's Daily Mirror back page: Brrrexit Hodgson#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/20QklRr5Wq — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tuesday's Daily Express back page: Clueless#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/LTK6XmDoL3 — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tuesday's Daily Star back page: Cod help us#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/XXLoV4wTnX — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tuesday's Daily Mail back page: Good Riddance#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/Vtyp0KLsRh — Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016Tómas Þór Þórðarson skrifaði um leikinn og eðli málsins samkvæmt fengu strákarnir frábærar einkunnir hjá Vísismönnum í Nice. Raggi Sig var þó bestur og vildu margir að Liverpool keypti hann strax daginn eftir. Liverpool keypti vissulega Ragnar en rangan Ragnar. Sá hét Ragnar Klavan. Afrek íslenska liðsins ómaði út um allan heim og heimsbyggðin stóð á bak við íslenska liðið. Flottasta myndin eftir leik kom þó frá Bleacher Report og lifir enn í minningunni. Þetta er list.On this day three years ago, Iceland shocked the world by knocking England out of Euro 2016 pic.twitter.com/9zPAO41zPw — B/R Football (@brfootball) June 27, 2019 Þeir sem voru í Hreiðrinu í Nice munu aldrei gleyma þessu kvöldi. Þar var gleði langt fram eftir kvöldi og gleði Íslendinga kristallaðist hvað best í þessum ógleymanlega dansi hjá Dorrit forsetafrú og Eggerti Magnússyni, fyrrum formanni KSÍ. Stórbrotið.Eggert Magnússon og Dorrit Moussiaeff voru hress eftir leik #EMÍsland#fotboltinet#islpic.twitter.com/DS2qmcDvVH — Valur Páll Eiríksson (@vpeiriksson) June 27, 2016 Gleðin hélt áfram fyrir utan völlinn og Íslendingarnir vildu helst ekkert fara heim. Þeir vildu bara flytja á völlinn. Kolbeinn Tumi Daðason tók púlsinn á stuðningsmönnum Íslands strax eftir leik. Kolbeinn Tumi gerði svo leikinn upp með Tómasi Þór inn á vellinum en þeim félögum var fljótlega hent út. Það skyggði þó ekkert á gleðina og öll brosin. Eins og áður segir vakti þetta afrek íslenska knattspyrnulandsliðsins heimsathygli. Allir stærstu miðlar heims fjölluðu um leikinn og CNN fékk Hödda Magg í beina útsendingu. Gleðin á Íslandi virðist síðan hafa staðið langt fram undir morgun því nákvæmlega níu mánuðum síðar var sett met í mænudeyfingum á fæðingardeildinni. Tilviljun? Gleðin á vellinum sem og á Íslandi er svo fönguð fullkomlega í þessu gæsahúðarmyndbandi sem Stefán Snær Geirmundsson setti saman. Myndband sem er nauðsynlegt að skoða á hverju ári. Gleðilegan Nice-dag.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Upplifðu stemninguna í stúkunni þegar Kolbeinn skoraði í 360 gráðum | Myndband Nú geturðu upplifað það sem Íslendingarnir á Allianz Riviera-vellinum upplifðu í sigrinum á Englandi. 29. júní 2016 10:45 Íslensk ofurhetja og flúraðir menn með íspinna | Myndir Sjáðu Íslendingana á Rivierunni í Nice er spennan magnast fyrir stórleikinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum EM. 27. júní 2016 13:00 Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15 Íslenskt sigurpartý fyrir utan Stade de Nice í kvöld | Myndband Já, þetta gerðist bara í alvörunni. Við sigruðum England. 27. júní 2016 22:30 Sjáðu stemmninguna í Nice | Myndband Sól og gleði á ströndinni í Nice þar sem leikur Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM 2016 fer fram. 27. júní 2016 11:59 Gary Neville og félagar fögnuðu þegar ljóst var að Ísland yrði næsti mótherji Englands Meðlimir í þjálfarateymi Roy Hodgson, fyrrverandi þjálfara enska landsliðsins, eiga að hafa fagnað þegar í ljós kom að Ísland yrði mótherji Englands í 16-liða úrslitunum á EM 2016 en ekki Portúgal. 28. júní 2016 13:03 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Sjáðu myndirnar frá kvöldinu í Nice sem aldrei gleymist Til hamingju með að vera frá Íslandi. 27. júní 2016 22:14 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Sjá meira
Upplifðu stemninguna í stúkunni þegar Kolbeinn skoraði í 360 gráðum | Myndband Nú geturðu upplifað það sem Íslendingarnir á Allianz Riviera-vellinum upplifðu í sigrinum á Englandi. 29. júní 2016 10:45
Íslensk ofurhetja og flúraðir menn með íspinna | Myndir Sjáðu Íslendingana á Rivierunni í Nice er spennan magnast fyrir stórleikinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum EM. 27. júní 2016 13:00
Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15
Íslenskt sigurpartý fyrir utan Stade de Nice í kvöld | Myndband Já, þetta gerðist bara í alvörunni. Við sigruðum England. 27. júní 2016 22:30
Sjáðu stemmninguna í Nice | Myndband Sól og gleði á ströndinni í Nice þar sem leikur Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM 2016 fer fram. 27. júní 2016 11:59
Gary Neville og félagar fögnuðu þegar ljóst var að Ísland yrði næsti mótherji Englands Meðlimir í þjálfarateymi Roy Hodgson, fyrrverandi þjálfara enska landsliðsins, eiga að hafa fagnað þegar í ljós kom að Ísland yrði mótherji Englands í 16-liða úrslitunum á EM 2016 en ekki Portúgal. 28. júní 2016 13:03
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Sjáðu myndirnar frá kvöldinu í Nice sem aldrei gleymist Til hamingju með að vera frá Íslandi. 27. júní 2016 22:14