Síðasta vaxtaákvörðun Más Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2019 14:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða 3,75% eftir ákvörðunina. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í takt við spá Seðlabankans. Áfram sé gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarbúskapnum sem muni birtast frekar á komandi mánuðum. Verðbólgan er nú 3,3 prósent eða 0,8 prósentur yfir verðbólgumarkmiði. Peningastefnunefnd telur þó að verðbólgan hafi náð hámarki og að hún muni hjaðna þegar líður á árið. Má segja við séum stödd á vaxtalækkunarskeiði? „Við höfum auðvitað lækkað vexti núna í tvígang og það er töluvert. Vextirnir eru með því lægsta sem sem þeir hafa verið síðan peningastefnunefnd tók við. Það er hugsanlegt að það verði framhald af þessu ef þarf en hvort það er skeið í merkingu að við munum horfa á þetta mánuð eftir mánuð, langt inn á næsta ár, það er allt annað mál. Það verður bara að ráðast af því hver framvindan verður. Það eru að togast á tveir kraftar í þessu. Annars vegar er þetta spurning um það hversu mikill verður þessi samdráttur og hversu langvarandi, það kallar á lægri vexti en ella,“ segir Már. Már segir að neytendur ættu að finna fyrir áhrifum vaxtalækkunar á óverðtryggðum lánum sínum mjög fljótlega. „Yfirleitt hefur þetta gerst frekar fljótt,“ segir Már. Það gerðist í dag því Íslandsbanki reið á vaðið og lækkaði vexti strax klukkan 13 í dag. Óverðtryggðir vextir húsnæðislána hjá bankanum verða lækkaðir um 0,25 prósentustig og bílalán og bílasamningar einnig. Breytilegir innlánsvextir Íslandsbanka munu í flestum tilfellum lækka um 0,10-0,25 prósentustig og kjörvextir útlána lækka um 0,10 prósentustig. Búast má við að Arion banki og Landsbankinn fylgi strax í kjölfarið.Ánægður að „Verðbólgu-Ísland“ hafi ekki snúið aftur Næsta vaxtákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður 28. ágúst. Ákvörðunin sem kynnt var í dag er því sú síðasta sem Már Guðmundsson hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst eftir tíu ár sem seðlabankastjóri. „Það sem er mér í efst huga varðandi peningastefnuna er það að þetta skyldi ganga að lokum svona vel upp. Ég var alla tíð sannfærður um það að Ísland myndi endurreisast í þeirri merkingu að við fengjum hagvöxtinn í gang og næðum jafnvel fullri atvinnu en það sem ég óttaðist var að á þeim tímapunkti værum við komin með þjóðarbú sem ekki væri lengur í jafnvægi. Það er að segja, við værum komin með viðskiptahalla og verðbólgu. Verðbólgu-Ísland myndi þá birtast aftur. Það sem ég er ánægður með er að það skyldi ekki gerast,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Íslenska krónan Seðlabankinn Tímamót Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða 3,75% eftir ákvörðunina. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í takt við spá Seðlabankans. Áfram sé gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarbúskapnum sem muni birtast frekar á komandi mánuðum. Verðbólgan er nú 3,3 prósent eða 0,8 prósentur yfir verðbólgumarkmiði. Peningastefnunefnd telur þó að verðbólgan hafi náð hámarki og að hún muni hjaðna þegar líður á árið. Má segja við séum stödd á vaxtalækkunarskeiði? „Við höfum auðvitað lækkað vexti núna í tvígang og það er töluvert. Vextirnir eru með því lægsta sem sem þeir hafa verið síðan peningastefnunefnd tók við. Það er hugsanlegt að það verði framhald af þessu ef þarf en hvort það er skeið í merkingu að við munum horfa á þetta mánuð eftir mánuð, langt inn á næsta ár, það er allt annað mál. Það verður bara að ráðast af því hver framvindan verður. Það eru að togast á tveir kraftar í þessu. Annars vegar er þetta spurning um það hversu mikill verður þessi samdráttur og hversu langvarandi, það kallar á lægri vexti en ella,“ segir Már. Már segir að neytendur ættu að finna fyrir áhrifum vaxtalækkunar á óverðtryggðum lánum sínum mjög fljótlega. „Yfirleitt hefur þetta gerst frekar fljótt,“ segir Már. Það gerðist í dag því Íslandsbanki reið á vaðið og lækkaði vexti strax klukkan 13 í dag. Óverðtryggðir vextir húsnæðislána hjá bankanum verða lækkaðir um 0,25 prósentustig og bílalán og bílasamningar einnig. Breytilegir innlánsvextir Íslandsbanka munu í flestum tilfellum lækka um 0,10-0,25 prósentustig og kjörvextir útlána lækka um 0,10 prósentustig. Búast má við að Arion banki og Landsbankinn fylgi strax í kjölfarið.Ánægður að „Verðbólgu-Ísland“ hafi ekki snúið aftur Næsta vaxtákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður 28. ágúst. Ákvörðunin sem kynnt var í dag er því sú síðasta sem Már Guðmundsson hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst eftir tíu ár sem seðlabankastjóri. „Það sem er mér í efst huga varðandi peningastefnuna er það að þetta skyldi ganga að lokum svona vel upp. Ég var alla tíð sannfærður um það að Ísland myndi endurreisast í þeirri merkingu að við fengjum hagvöxtinn í gang og næðum jafnvel fullri atvinnu en það sem ég óttaðist var að á þeim tímapunkti værum við komin með þjóðarbú sem ekki væri lengur í jafnvægi. Það er að segja, við værum komin með viðskiptahalla og verðbólgu. Verðbólgu-Ísland myndi þá birtast aftur. Það sem ég er ánægður með er að það skyldi ekki gerast,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Íslenska krónan Seðlabankinn Tímamót Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53
Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59