Síðasta vaxtaákvörðun Más Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2019 14:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða 3,75% eftir ákvörðunina. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í takt við spá Seðlabankans. Áfram sé gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarbúskapnum sem muni birtast frekar á komandi mánuðum. Verðbólgan er nú 3,3 prósent eða 0,8 prósentur yfir verðbólgumarkmiði. Peningastefnunefnd telur þó að verðbólgan hafi náð hámarki og að hún muni hjaðna þegar líður á árið. Má segja við séum stödd á vaxtalækkunarskeiði? „Við höfum auðvitað lækkað vexti núna í tvígang og það er töluvert. Vextirnir eru með því lægsta sem sem þeir hafa verið síðan peningastefnunefnd tók við. Það er hugsanlegt að það verði framhald af þessu ef þarf en hvort það er skeið í merkingu að við munum horfa á þetta mánuð eftir mánuð, langt inn á næsta ár, það er allt annað mál. Það verður bara að ráðast af því hver framvindan verður. Það eru að togast á tveir kraftar í þessu. Annars vegar er þetta spurning um það hversu mikill verður þessi samdráttur og hversu langvarandi, það kallar á lægri vexti en ella,“ segir Már. Már segir að neytendur ættu að finna fyrir áhrifum vaxtalækkunar á óverðtryggðum lánum sínum mjög fljótlega. „Yfirleitt hefur þetta gerst frekar fljótt,“ segir Már. Það gerðist í dag því Íslandsbanki reið á vaðið og lækkaði vexti strax klukkan 13 í dag. Óverðtryggðir vextir húsnæðislána hjá bankanum verða lækkaðir um 0,25 prósentustig og bílalán og bílasamningar einnig. Breytilegir innlánsvextir Íslandsbanka munu í flestum tilfellum lækka um 0,10-0,25 prósentustig og kjörvextir útlána lækka um 0,10 prósentustig. Búast má við að Arion banki og Landsbankinn fylgi strax í kjölfarið.Ánægður að „Verðbólgu-Ísland“ hafi ekki snúið aftur Næsta vaxtákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður 28. ágúst. Ákvörðunin sem kynnt var í dag er því sú síðasta sem Már Guðmundsson hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst eftir tíu ár sem seðlabankastjóri. „Það sem er mér í efst huga varðandi peningastefnuna er það að þetta skyldi ganga að lokum svona vel upp. Ég var alla tíð sannfærður um það að Ísland myndi endurreisast í þeirri merkingu að við fengjum hagvöxtinn í gang og næðum jafnvel fullri atvinnu en það sem ég óttaðist var að á þeim tímapunkti værum við komin með þjóðarbú sem ekki væri lengur í jafnvægi. Það er að segja, við værum komin með viðskiptahalla og verðbólgu. Verðbólgu-Ísland myndi þá birtast aftur. Það sem ég er ánægður með er að það skyldi ekki gerast,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Íslenska krónan Seðlabankinn Tímamót Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða 3,75% eftir ákvörðunina. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í takt við spá Seðlabankans. Áfram sé gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarbúskapnum sem muni birtast frekar á komandi mánuðum. Verðbólgan er nú 3,3 prósent eða 0,8 prósentur yfir verðbólgumarkmiði. Peningastefnunefnd telur þó að verðbólgan hafi náð hámarki og að hún muni hjaðna þegar líður á árið. Má segja við séum stödd á vaxtalækkunarskeiði? „Við höfum auðvitað lækkað vexti núna í tvígang og það er töluvert. Vextirnir eru með því lægsta sem sem þeir hafa verið síðan peningastefnunefnd tók við. Það er hugsanlegt að það verði framhald af þessu ef þarf en hvort það er skeið í merkingu að við munum horfa á þetta mánuð eftir mánuð, langt inn á næsta ár, það er allt annað mál. Það verður bara að ráðast af því hver framvindan verður. Það eru að togast á tveir kraftar í þessu. Annars vegar er þetta spurning um það hversu mikill verður þessi samdráttur og hversu langvarandi, það kallar á lægri vexti en ella,“ segir Már. Már segir að neytendur ættu að finna fyrir áhrifum vaxtalækkunar á óverðtryggðum lánum sínum mjög fljótlega. „Yfirleitt hefur þetta gerst frekar fljótt,“ segir Már. Það gerðist í dag því Íslandsbanki reið á vaðið og lækkaði vexti strax klukkan 13 í dag. Óverðtryggðir vextir húsnæðislána hjá bankanum verða lækkaðir um 0,25 prósentustig og bílalán og bílasamningar einnig. Breytilegir innlánsvextir Íslandsbanka munu í flestum tilfellum lækka um 0,10-0,25 prósentustig og kjörvextir útlána lækka um 0,10 prósentustig. Búast má við að Arion banki og Landsbankinn fylgi strax í kjölfarið.Ánægður að „Verðbólgu-Ísland“ hafi ekki snúið aftur Næsta vaxtákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður 28. ágúst. Ákvörðunin sem kynnt var í dag er því sú síðasta sem Már Guðmundsson hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst eftir tíu ár sem seðlabankastjóri. „Það sem er mér í efst huga varðandi peningastefnuna er það að þetta skyldi ganga að lokum svona vel upp. Ég var alla tíð sannfærður um það að Ísland myndi endurreisast í þeirri merkingu að við fengjum hagvöxtinn í gang og næðum jafnvel fullri atvinnu en það sem ég óttaðist var að á þeim tímapunkti værum við komin með þjóðarbú sem ekki væri lengur í jafnvægi. Það er að segja, við værum komin með viðskiptahalla og verðbólgu. Verðbólgu-Ísland myndi þá birtast aftur. Það sem ég er ánægður með er að það skyldi ekki gerast,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Íslenska krónan Seðlabankinn Tímamót Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53
Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59