Síðasta vaxtaákvörðun Más Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2019 14:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða 3,75% eftir ákvörðunina. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í takt við spá Seðlabankans. Áfram sé gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarbúskapnum sem muni birtast frekar á komandi mánuðum. Verðbólgan er nú 3,3 prósent eða 0,8 prósentur yfir verðbólgumarkmiði. Peningastefnunefnd telur þó að verðbólgan hafi náð hámarki og að hún muni hjaðna þegar líður á árið. Má segja við séum stödd á vaxtalækkunarskeiði? „Við höfum auðvitað lækkað vexti núna í tvígang og það er töluvert. Vextirnir eru með því lægsta sem sem þeir hafa verið síðan peningastefnunefnd tók við. Það er hugsanlegt að það verði framhald af þessu ef þarf en hvort það er skeið í merkingu að við munum horfa á þetta mánuð eftir mánuð, langt inn á næsta ár, það er allt annað mál. Það verður bara að ráðast af því hver framvindan verður. Það eru að togast á tveir kraftar í þessu. Annars vegar er þetta spurning um það hversu mikill verður þessi samdráttur og hversu langvarandi, það kallar á lægri vexti en ella,“ segir Már. Már segir að neytendur ættu að finna fyrir áhrifum vaxtalækkunar á óverðtryggðum lánum sínum mjög fljótlega. „Yfirleitt hefur þetta gerst frekar fljótt,“ segir Már. Það gerðist í dag því Íslandsbanki reið á vaðið og lækkaði vexti strax klukkan 13 í dag. Óverðtryggðir vextir húsnæðislána hjá bankanum verða lækkaðir um 0,25 prósentustig og bílalán og bílasamningar einnig. Breytilegir innlánsvextir Íslandsbanka munu í flestum tilfellum lækka um 0,10-0,25 prósentustig og kjörvextir útlána lækka um 0,10 prósentustig. Búast má við að Arion banki og Landsbankinn fylgi strax í kjölfarið.Ánægður að „Verðbólgu-Ísland“ hafi ekki snúið aftur Næsta vaxtákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður 28. ágúst. Ákvörðunin sem kynnt var í dag er því sú síðasta sem Már Guðmundsson hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst eftir tíu ár sem seðlabankastjóri. „Það sem er mér í efst huga varðandi peningastefnuna er það að þetta skyldi ganga að lokum svona vel upp. Ég var alla tíð sannfærður um það að Ísland myndi endurreisast í þeirri merkingu að við fengjum hagvöxtinn í gang og næðum jafnvel fullri atvinnu en það sem ég óttaðist var að á þeim tímapunkti værum við komin með þjóðarbú sem ekki væri lengur í jafnvægi. Það er að segja, við værum komin með viðskiptahalla og verðbólgu. Verðbólgu-Ísland myndi þá birtast aftur. Það sem ég er ánægður með er að það skyldi ekki gerast,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Íslenska krónan Seðlabankinn Tímamót Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða 3,75% eftir ákvörðunina. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í takt við spá Seðlabankans. Áfram sé gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarbúskapnum sem muni birtast frekar á komandi mánuðum. Verðbólgan er nú 3,3 prósent eða 0,8 prósentur yfir verðbólgumarkmiði. Peningastefnunefnd telur þó að verðbólgan hafi náð hámarki og að hún muni hjaðna þegar líður á árið. Má segja við séum stödd á vaxtalækkunarskeiði? „Við höfum auðvitað lækkað vexti núna í tvígang og það er töluvert. Vextirnir eru með því lægsta sem sem þeir hafa verið síðan peningastefnunefnd tók við. Það er hugsanlegt að það verði framhald af þessu ef þarf en hvort það er skeið í merkingu að við munum horfa á þetta mánuð eftir mánuð, langt inn á næsta ár, það er allt annað mál. Það verður bara að ráðast af því hver framvindan verður. Það eru að togast á tveir kraftar í þessu. Annars vegar er þetta spurning um það hversu mikill verður þessi samdráttur og hversu langvarandi, það kallar á lægri vexti en ella,“ segir Már. Már segir að neytendur ættu að finna fyrir áhrifum vaxtalækkunar á óverðtryggðum lánum sínum mjög fljótlega. „Yfirleitt hefur þetta gerst frekar fljótt,“ segir Már. Það gerðist í dag því Íslandsbanki reið á vaðið og lækkaði vexti strax klukkan 13 í dag. Óverðtryggðir vextir húsnæðislána hjá bankanum verða lækkaðir um 0,25 prósentustig og bílalán og bílasamningar einnig. Breytilegir innlánsvextir Íslandsbanka munu í flestum tilfellum lækka um 0,10-0,25 prósentustig og kjörvextir útlána lækka um 0,10 prósentustig. Búast má við að Arion banki og Landsbankinn fylgi strax í kjölfarið.Ánægður að „Verðbólgu-Ísland“ hafi ekki snúið aftur Næsta vaxtákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður 28. ágúst. Ákvörðunin sem kynnt var í dag er því sú síðasta sem Már Guðmundsson hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst eftir tíu ár sem seðlabankastjóri. „Það sem er mér í efst huga varðandi peningastefnuna er það að þetta skyldi ganga að lokum svona vel upp. Ég var alla tíð sannfærður um það að Ísland myndi endurreisast í þeirri merkingu að við fengjum hagvöxtinn í gang og næðum jafnvel fullri atvinnu en það sem ég óttaðist var að á þeim tímapunkti værum við komin með þjóðarbú sem ekki væri lengur í jafnvægi. Það er að segja, við værum komin með viðskiptahalla og verðbólgu. Verðbólgu-Ísland myndi þá birtast aftur. Það sem ég er ánægður með er að það skyldi ekki gerast,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Íslenska krónan Seðlabankinn Tímamót Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53
Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59