Incrementum með um eitt prósent í Símanum Hörður Ægisson skrifar 26. júní 2019 07:30 Markaðsvirði Símans er 42 milljarðar króna. Vísir/hanna Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa fjarskiptafyrirtækisins í gær, sem Markaðurinn hefur séð, átti fjárfestingafélagið rúmlega 75,6 milljónir hluta í Símanum að nafnvirði, eða sem nemur 0,82 prósenta hlut. Sá hlutur skilar Incrementum hins vegar ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Símans – félagið er 24. stærsti hluthafi félagsins – en fjárfestingafélagið Stoðir, sem er með rúmlega átta prósenta hlut, er eini einkafjárfestirinn í þeim hópi. Incrementum, sem var stofnað fyrr á árinu og er með vel á annan milljarð króna í hlutafé, hefur einnig verið að fjárfesta í Kviku en í lok síðasta mánaðar var félagið skráð fyrir tæplega 1,1 prósents hlut í bankanum. Þá er fjárfestingafélagið í hópi stærstu hluthafa Reita með 1,4 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Hluthafahópur Reita samanstendur af fjársterkum einkafjárfestum og Kviku en eignarhlutur bankans í félaginu nemur um sjö prósentum. Samkvæmt nýjasta lista yfir alla hluthafa Símans hefur Kvika banki næstum tvöfaldað hlut sinn í fjarskiptafélaginu frá mánaðamótum og er núna skráður fyrir 3,8 prósenta hlut. Til samanburðar var eignarhlutur Kviku, en bankinn heldur á þeim bréfum að stórum hluta fyrir viðskiptavini sína, um 2,1 prósent í byrjun júní. Talsverð viðskipti voru með bréf Símans síðasta fimmtudag þegar heildarveltan nam um 770 milljónum. - hae. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira
Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa fjarskiptafyrirtækisins í gær, sem Markaðurinn hefur séð, átti fjárfestingafélagið rúmlega 75,6 milljónir hluta í Símanum að nafnvirði, eða sem nemur 0,82 prósenta hlut. Sá hlutur skilar Incrementum hins vegar ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Símans – félagið er 24. stærsti hluthafi félagsins – en fjárfestingafélagið Stoðir, sem er með rúmlega átta prósenta hlut, er eini einkafjárfestirinn í þeim hópi. Incrementum, sem var stofnað fyrr á árinu og er með vel á annan milljarð króna í hlutafé, hefur einnig verið að fjárfesta í Kviku en í lok síðasta mánaðar var félagið skráð fyrir tæplega 1,1 prósents hlut í bankanum. Þá er fjárfestingafélagið í hópi stærstu hluthafa Reita með 1,4 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Hluthafahópur Reita samanstendur af fjársterkum einkafjárfestum og Kviku en eignarhlutur bankans í félaginu nemur um sjö prósentum. Samkvæmt nýjasta lista yfir alla hluthafa Símans hefur Kvika banki næstum tvöfaldað hlut sinn í fjarskiptafélaginu frá mánaðamótum og er núna skráður fyrir 3,8 prósenta hlut. Til samanburðar var eignarhlutur Kviku, en bankinn heldur á þeim bréfum að stórum hluta fyrir viðskiptavini sína, um 2,1 prósent í byrjun júní. Talsverð viðskipti voru með bréf Símans síðasta fimmtudag þegar heildarveltan nam um 770 milljónum. - hae.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira