„Eru þær svona meiddar eða er verið að gera eitthvað vitlaust?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júní 2019 06:00 Gunnar í þættinum í gær. Vísir Þór/KA hefur ekki farið vel af stað í Pepsi Max-deild kvenna og er átta stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks er sjö umferðir eru búnar af mótinu. Athygli vakti að Þór/KA var einungis með sextán leikmenn í leikmannahópnum í jafnteflinu gegn KR á sunnudaginn og það var rætt í Pepsi Max-mörkum kvenna í gær. „Þær eru náttúrlega í samstarfi við Hamrana og væntanlega eru þær í verkefni þar og geta ekki spilað fyrir bæði liðin,“ sagði Gunnar Borgþórsson, annar spekingur þáttarins, en Hamrarnir á Akureyri eru með lið í 2. deild kvenna. Gunnar sagði einnig: „Stelpurnar úr 2. flokki sem væru gjaldgengar þarna eru að spila fyrir Hamrana. Ég ætla að gefa mér það. Hins vegar hefur Donni (Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA) talað mikið um meiðsli og mér finnst þetta vera orðið skrýtið.“ Gunnar, sem hefur töluverða reynslu af þjálfun í kvennaboltanum, velti þessu frekar fyrir sér. „Eru þær svona mikið meiddar eða er verið að gera eitthvað vitlaust? Er hann að reyna að láta alla halda að þær séu svona meiddar og veikburða og vona að liðin undirbúi sig þannig?“ Mist Rúnarsdóttir, sem einnig var í umræddum þætti, segir að það sé ekki gott yfir Þórsliðinu. Þá er Margrét Árnadóttir, sóknarmaður liðsins, farin utan vegna náms og spilar ekki meira með liðinu. Mist segir að það sé óvenjulega snemmt að missa leikmann í nám í útlöndum strax í júní. „Það er mjög snemmt. Það er enn júní. Það er mjög sérstakt. Það er hræðilegt að missa hana út því hún er flottur sóknarmaður en gerir því miður lítið fyrir þær í sumar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, hinn spekingur þáttarins.Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Þór/KA Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ræddu um launamuninn á milli kynja í fótboltanum: „Þetta eru sturlaðar tölur“ Pepsi Max-mörk kvenna ræddu um tíðindi dagsins. 25. júní 2019 20:00 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Þór/KA hefur ekki farið vel af stað í Pepsi Max-deild kvenna og er átta stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks er sjö umferðir eru búnar af mótinu. Athygli vakti að Þór/KA var einungis með sextán leikmenn í leikmannahópnum í jafnteflinu gegn KR á sunnudaginn og það var rætt í Pepsi Max-mörkum kvenna í gær. „Þær eru náttúrlega í samstarfi við Hamrana og væntanlega eru þær í verkefni þar og geta ekki spilað fyrir bæði liðin,“ sagði Gunnar Borgþórsson, annar spekingur þáttarins, en Hamrarnir á Akureyri eru með lið í 2. deild kvenna. Gunnar sagði einnig: „Stelpurnar úr 2. flokki sem væru gjaldgengar þarna eru að spila fyrir Hamrana. Ég ætla að gefa mér það. Hins vegar hefur Donni (Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA) talað mikið um meiðsli og mér finnst þetta vera orðið skrýtið.“ Gunnar, sem hefur töluverða reynslu af þjálfun í kvennaboltanum, velti þessu frekar fyrir sér. „Eru þær svona mikið meiddar eða er verið að gera eitthvað vitlaust? Er hann að reyna að láta alla halda að þær séu svona meiddar og veikburða og vona að liðin undirbúi sig þannig?“ Mist Rúnarsdóttir, sem einnig var í umræddum þætti, segir að það sé ekki gott yfir Þórsliðinu. Þá er Margrét Árnadóttir, sóknarmaður liðsins, farin utan vegna náms og spilar ekki meira með liðinu. Mist segir að það sé óvenjulega snemmt að missa leikmann í nám í útlöndum strax í júní. „Það er mjög snemmt. Það er enn júní. Það er mjög sérstakt. Það er hræðilegt að missa hana út því hún er flottur sóknarmaður en gerir því miður lítið fyrir þær í sumar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, hinn spekingur þáttarins.Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Þór/KA
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ræddu um launamuninn á milli kynja í fótboltanum: „Þetta eru sturlaðar tölur“ Pepsi Max-mörk kvenna ræddu um tíðindi dagsins. 25. júní 2019 20:00 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Ræddu um launamuninn á milli kynja í fótboltanum: „Þetta eru sturlaðar tölur“ Pepsi Max-mörk kvenna ræddu um tíðindi dagsins. 25. júní 2019 20:00
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn