Enski boltinn

Lukaku ætlar ekki að þvinga fram skipti til Inter

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lukaku í landsleik á dögunum.
Lukaku í landsleik á dögunum. vísir/getty
Romelu Lukaku ætlar ekki að reyna að ýta í gegn félagsskiptum frá Manchester United til Inter Milan samkvæmt frétt ESPN.

Lukaku hefur mikið verið orðaður við Inter síðustu vikur og er sagður hafa komist að samkomulagi við ítalska félagið.

Manchester United vill fá 80 milljónir punda fyrir félagið en samningaviðræður við Inter standa yfir.

Belgíski framherjinn ætlar ekki að reyna að ýta ferlinu áfram með því að leggja inn formlega beiðni um félagsskipti.

United er ekki að reyna að losa Lukaku og þarf Inter því að bjóða vel til þess að Ed Woodward og félagar samþykki að selja framherjann.

Manchester United og Inter mætast 20. júlí í Singapúr í vináttuleik á undirbúningstímabilinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×