Harma misskilning við landamæraeftirlit Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2019 13:45 Frá Keflavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Ólafur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir það misskilning hjá starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli að börn á aldrinum 5 til 18 ára sem hafa réttindi ríkisborgara innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) skuli fara í gegnum landamæraeftirlitið sem er ætlað farþegum frá öðrum löndum en innan EES. Hann segir leitt að svona misskilningur skuli koma upp og að farið verði yfir verkferla bæði hjá lögreglunni sem sinnir landamæraeftirlitinu og hjá farþegaþjónustunni sem er í höndum Isavia. Ari Edwald, forstjóri Mjókursamsölunnar.Ari Edwald, forstjóri MS, vakti athygli á því í færslu á Facebook-síðu sinni í gær að tveimur börnum hans sem eru 7 ára og 13 ára hafi verið meinað að fara í gegnum landamærahlið fyrir borgara EES, ESB og Sviss. Var honum sagt að börn yngri en fimm ára (EES-borgarar) gætu aðeins farið í gegnum landamærahlið EES þar sem landamæraverðir eru í fylgd með foreldrum en eldri börn þyrftu að fara með foreldrum í gegnum hliðin sem væru fyrir fólk frá löndum utan EES. Börn yngri en 18 ára geta nefnilega ekki notað rafræn landamærahlið sjálf samkvæmt reglum. „Ég fullyrði að enginn lagagrundvöllur er fyrir þessari mismunun íslenskra borgara eftir aldri,“ sagði Ari í færslu sinni á Facebook sem sjá má í heild hér fyrir neðan. Þó nokkur umræða skapaðist við færslu Ara og sagði meðal annars Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi leikjafyrirtækisins Plain Vanilla, frá því að hann hefði lent í því sama með sín börn. Í samtali við Vísi segir Ólafur að í tilfelli Ara og barna hans hafi orðið misskilningur. Þau hefðu átt að fara í landamærahliðin til landamæravarða sem eru fyrir EES-borgara og eru til hliðar við rafrænu landamærahliðin þegar komið er inn í landið. „Alltaf þegar það kemur upp eitthvað svona þá talar fólk saman og skoðar hvað við getum lært af þessu. Það er fullur vilji alltaf að reyna að hafa hlutina 100 prósent. En svo koma svona leiðindatilvik og okkur þykir þetta leitt. Upplifunin á náttúrulega að vera eðlileg og fagleg þegar farið er í gegn um þessa einingu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurVerklaginu ekki fylgt Þá ritar Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, athugasemd við færslu Ara í dag en hann tók einnig þátt í umræðum á þræðinum í gær. Í athugasemd sinni í dag segir Guðjón að Isavia hafi í framhaldi af athugasemdum Ara kannað framkvæmd landamæraeftirlits í gær og hvort verklagið hefði verið í samræmi við reglur og vinnulag lögreglustjóra. Í ljós hafi komið að í tilviki Ara og barna hans var verklaginu ekki fylgt og biðst Guðjón velvirðingar á því fyrir hönd Isavia. Farið verður yfir allt verklag í þessu sambandi til að tryggja að allir fái rétta þjónustu: „Nú liggur fyrir að vissulega gilda þær reglur að börn yngri en 18 ára geti ekki notað sjálfvirku hliðin sjálf. Fyrir þennan hóp er hins vegar hliðarleið við sjálfvirku hliðin þannig að börn yngri en 18 ára og fólk í fylg með þeim, sem falla undir reglur og lög um EES borgara, geti farið beint til landamæravarða handan þeirra til vegabréfaskoðunar. Athugun okkar hefur leitt í ljós að verklaginu hafi ekki verið fylgt í þessu tilviki og er það miður. Nú verður farið yfir allt okkar verklag í þessu sambandi þannig að tryggt sé að allir fái rétta þjónustu á sínu ferðalagi og hún sé í samræmi við lög og reglur. Við hjá Isavia viljum biðjast velvirðingar á þessu og þökkum fyrir þessa ábendingu,“ segir Guðjón við færslu Ara. Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Ólafur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir það misskilning hjá starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli að börn á aldrinum 5 til 18 ára sem hafa réttindi ríkisborgara innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) skuli fara í gegnum landamæraeftirlitið sem er ætlað farþegum frá öðrum löndum en innan EES. Hann segir leitt að svona misskilningur skuli koma upp og að farið verði yfir verkferla bæði hjá lögreglunni sem sinnir landamæraeftirlitinu og hjá farþegaþjónustunni sem er í höndum Isavia. Ari Edwald, forstjóri Mjókursamsölunnar.Ari Edwald, forstjóri MS, vakti athygli á því í færslu á Facebook-síðu sinni í gær að tveimur börnum hans sem eru 7 ára og 13 ára hafi verið meinað að fara í gegnum landamærahlið fyrir borgara EES, ESB og Sviss. Var honum sagt að börn yngri en fimm ára (EES-borgarar) gætu aðeins farið í gegnum landamærahlið EES þar sem landamæraverðir eru í fylgd með foreldrum en eldri börn þyrftu að fara með foreldrum í gegnum hliðin sem væru fyrir fólk frá löndum utan EES. Börn yngri en 18 ára geta nefnilega ekki notað rafræn landamærahlið sjálf samkvæmt reglum. „Ég fullyrði að enginn lagagrundvöllur er fyrir þessari mismunun íslenskra borgara eftir aldri,“ sagði Ari í færslu sinni á Facebook sem sjá má í heild hér fyrir neðan. Þó nokkur umræða skapaðist við færslu Ara og sagði meðal annars Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi leikjafyrirtækisins Plain Vanilla, frá því að hann hefði lent í því sama með sín börn. Í samtali við Vísi segir Ólafur að í tilfelli Ara og barna hans hafi orðið misskilningur. Þau hefðu átt að fara í landamærahliðin til landamæravarða sem eru fyrir EES-borgara og eru til hliðar við rafrænu landamærahliðin þegar komið er inn í landið. „Alltaf þegar það kemur upp eitthvað svona þá talar fólk saman og skoðar hvað við getum lært af þessu. Það er fullur vilji alltaf að reyna að hafa hlutina 100 prósent. En svo koma svona leiðindatilvik og okkur þykir þetta leitt. Upplifunin á náttúrulega að vera eðlileg og fagleg þegar farið er í gegn um þessa einingu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurVerklaginu ekki fylgt Þá ritar Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, athugasemd við færslu Ara í dag en hann tók einnig þátt í umræðum á þræðinum í gær. Í athugasemd sinni í dag segir Guðjón að Isavia hafi í framhaldi af athugasemdum Ara kannað framkvæmd landamæraeftirlits í gær og hvort verklagið hefði verið í samræmi við reglur og vinnulag lögreglustjóra. Í ljós hafi komið að í tilviki Ara og barna hans var verklaginu ekki fylgt og biðst Guðjón velvirðingar á því fyrir hönd Isavia. Farið verður yfir allt verklag í þessu sambandi til að tryggja að allir fái rétta þjónustu: „Nú liggur fyrir að vissulega gilda þær reglur að börn yngri en 18 ára geti ekki notað sjálfvirku hliðin sjálf. Fyrir þennan hóp er hins vegar hliðarleið við sjálfvirku hliðin þannig að börn yngri en 18 ára og fólk í fylg með þeim, sem falla undir reglur og lög um EES borgara, geti farið beint til landamæravarða handan þeirra til vegabréfaskoðunar. Athugun okkar hefur leitt í ljós að verklaginu hafi ekki verið fylgt í þessu tilviki og er það miður. Nú verður farið yfir allt okkar verklag í þessu sambandi þannig að tryggt sé að allir fái rétta þjónustu á sínu ferðalagi og hún sé í samræmi við lög og reglur. Við hjá Isavia viljum biðjast velvirðingar á þessu og þökkum fyrir þessa ábendingu,“ segir Guðjón við færslu Ara.
Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira