Trúrækni í sumum arabalöndum fer minnkandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 12:19 Trúleysi er algengast á meðal yngra fólks í arabaheiminum. Vísir/Getty Íbúum í ellefu arabalöndum sem segjast ekki vera trúaðir hefur fjölgað um fimm prósentustig undanfarin fimm til sex ár. Að meðaltali lýsa 13% íbúa þar sér sem ótrúuðum og er fjölgunin mest á meðal fólks sem er yngra en þrítugt. Þetta er á meðal niðurstaðan umfangsmikillar könnunar sem gerð var fyrir breska ríkisútvarpið BBC síðla árs í fyrra og fram á vor á þessu ári. Hún var gerð í Alsír, Egyptalandi, Írak, Jórdaníu, Líbanon, Líbíu, Marokkó, Palestínu, Súdan, Túnis og Jemen. Hæsta hlutfall þeirra sem segjast ekki vera trúaðir er í Túnis þar sem um það bil þriðjungur lýsti sér þannig. Í Líbíu sagðist meira en einn af hverjum fimm ótrúaður. Af fólki undir þrítugu sögðust 18% ekki trúrækin. Jemen var eina landið þar sem þeim fækkaði sem sagðist ekki aðhyllast trúarbrögð frá því að síðasta könnun var gerð árið 2013. Þá urðu litlar breytingar á fjölda trúlausra í Líbanon, Palestínu og Írak.Fleiri telja heiðursmorð ásættanleg en samkynhneigð Þegar spurt var um réttindi kvenna sagðist meirihluti svarenda í löndunum hlynntur því að kona yrði forsætisráðherra eða forseti. Aðeins í Alsír var meirihluti mótfallinn því að kona gæti verið æðsti stjórnmálaleiðtogi landsins. Afstaða íbúa landanna til kvenna á heimilinu var íhaldssamari. Þannig taldi meirihluti að karlmaðurinn ætti alltaf að hafa lokaorðið um ákvarðanir sem vörðuðu fjölskylduna, einnig á meðal kvenna. Marokkó var eina landið þar sem meirihluti var ekki fyrir þeirri skoðun. Fordómar gegn samkynhneigðum er útbreidd í löndunum. Þannig töldu víða fleiri að svonefnd „heiðursmorð“ væru ásættanleg en samkynhneigð. Morð á ættingja, yfirleitt konu, fyrir að sverta heiður fjölskyldunnar hafa verið nefnd heiðursmorð. Mest umburðarlyndi fyrir samkynhneigð reyndist í Alsír þar sem rétt rúmur fjórðungur taldi hana ásættanlega. Það var þó prósentustigi færri en töldu heiðursmorð ásættanleg. Í Líbanon og í Palestínu töldu aðeins 5-6% svarenda að samkynhneigð væri ásættanleg. Trúmál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Íbúum í ellefu arabalöndum sem segjast ekki vera trúaðir hefur fjölgað um fimm prósentustig undanfarin fimm til sex ár. Að meðaltali lýsa 13% íbúa þar sér sem ótrúuðum og er fjölgunin mest á meðal fólks sem er yngra en þrítugt. Þetta er á meðal niðurstaðan umfangsmikillar könnunar sem gerð var fyrir breska ríkisútvarpið BBC síðla árs í fyrra og fram á vor á þessu ári. Hún var gerð í Alsír, Egyptalandi, Írak, Jórdaníu, Líbanon, Líbíu, Marokkó, Palestínu, Súdan, Túnis og Jemen. Hæsta hlutfall þeirra sem segjast ekki vera trúaðir er í Túnis þar sem um það bil þriðjungur lýsti sér þannig. Í Líbíu sagðist meira en einn af hverjum fimm ótrúaður. Af fólki undir þrítugu sögðust 18% ekki trúrækin. Jemen var eina landið þar sem þeim fækkaði sem sagðist ekki aðhyllast trúarbrögð frá því að síðasta könnun var gerð árið 2013. Þá urðu litlar breytingar á fjölda trúlausra í Líbanon, Palestínu og Írak.Fleiri telja heiðursmorð ásættanleg en samkynhneigð Þegar spurt var um réttindi kvenna sagðist meirihluti svarenda í löndunum hlynntur því að kona yrði forsætisráðherra eða forseti. Aðeins í Alsír var meirihluti mótfallinn því að kona gæti verið æðsti stjórnmálaleiðtogi landsins. Afstaða íbúa landanna til kvenna á heimilinu var íhaldssamari. Þannig taldi meirihluti að karlmaðurinn ætti alltaf að hafa lokaorðið um ákvarðanir sem vörðuðu fjölskylduna, einnig á meðal kvenna. Marokkó var eina landið þar sem meirihluti var ekki fyrir þeirri skoðun. Fordómar gegn samkynhneigðum er útbreidd í löndunum. Þannig töldu víða fleiri að svonefnd „heiðursmorð“ væru ásættanleg en samkynhneigð. Morð á ættingja, yfirleitt konu, fyrir að sverta heiður fjölskyldunnar hafa verið nefnd heiðursmorð. Mest umburðarlyndi fyrir samkynhneigð reyndist í Alsír þar sem rétt rúmur fjórðungur taldi hana ásættanlega. Það var þó prósentustigi færri en töldu heiðursmorð ásættanleg. Í Líbanon og í Palestínu töldu aðeins 5-6% svarenda að samkynhneigð væri ásættanleg.
Trúmál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira