Fá rafmagnið úr bæjarlæknum Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2019 20:06 Hjónin í Fagradal, Ragnhildur Jónsdóttir og Jónas Erlendsson, eru með rafstöð sem fær orku úr bæjarlæknum. stöð 2 Bændurnir í Fagradal í Mýrdal nota bæjarlækinn til að knýja heimilisbílinn. Hann er nefnilega rafmagnsbíll og orkan kemur frá lítilli heimarafstöð. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Hér er hefðbundinn sauðfjárbúskapur en einnig bleikjueldi. Á bæjarhlaðinu hjá þeim Ragnhildi Jónsdóttur og Jónasi Erlendssyni tókum við eftir því að þar var rafmagnsbíll í hleðslu.Rafmagnsbíllinn í hleðslu.Stöð 2„Við erum búin að keyra, ætli það séu ekki að verða fjögur ár síðan við keyptum bílinn, og hann er kominn töluvert á annað hundrað þúsund og það hefur eiginlega ekkert komið upp á. Við höfum bara sett í samband. En af þessu er rafstöð í bílnum, 63 kW rafstöð, ef það klárast af batteríinu þá byrjar rafstöðin að keyra inn á batteríið svo við keyrum alltaf á batteríinu, það er ekkert svona tvöfalt system, vél og rafmagn,“ segir Jónas. Þau fara með okkur að fiskeldiskerjunum en þar nýta þau vatn úr bæjarlæknum í bleikjueldið en einnig til raforkuframleiðslu. Heimilisrafstöðin framleiðir 15 kílóvött af rafmagni og þar fæst orkan sem knýr heimilisbílinn.Rafstöðin við bæjarlækinn í Fagradal.Stöð 2„Við notum okkar eigið rafmagn til að hlaða hann. Þetta er flott,“ sagði Ragnhildur. Þeirra reynsla er að rafmagnsbílar séu ekki bara fyrir borgarbúa, þeir henti líka í sveitinni. „Bara fyrir hvern sem er,“ segir Ragnhildur „Ég allavega get ekki annað en mælt með svona rafmagnsbíl, því að viðhaldið er miklu miklu minna heldur en á venjulegum bílum,“ bætti Jónas viðHeldurðu að það verði langt í það að traktorarnir verði farnir að keyra á rafmagni hérna?„Það styttist, ef batteríin verða nógu öflug þá getur þetta gengið,“ segir Ragnheiður. „Já, ef þau verða nógu létt og öflug, það er eiginlega málið sko að létta þetta líka svolítið,“ segir Jónas. Bílar Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Bændurnir í Fagradal í Mýrdal nota bæjarlækinn til að knýja heimilisbílinn. Hann er nefnilega rafmagnsbíll og orkan kemur frá lítilli heimarafstöð. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Hér er hefðbundinn sauðfjárbúskapur en einnig bleikjueldi. Á bæjarhlaðinu hjá þeim Ragnhildi Jónsdóttur og Jónasi Erlendssyni tókum við eftir því að þar var rafmagnsbíll í hleðslu.Rafmagnsbíllinn í hleðslu.Stöð 2„Við erum búin að keyra, ætli það séu ekki að verða fjögur ár síðan við keyptum bílinn, og hann er kominn töluvert á annað hundrað þúsund og það hefur eiginlega ekkert komið upp á. Við höfum bara sett í samband. En af þessu er rafstöð í bílnum, 63 kW rafstöð, ef það klárast af batteríinu þá byrjar rafstöðin að keyra inn á batteríið svo við keyrum alltaf á batteríinu, það er ekkert svona tvöfalt system, vél og rafmagn,“ segir Jónas. Þau fara með okkur að fiskeldiskerjunum en þar nýta þau vatn úr bæjarlæknum í bleikjueldið en einnig til raforkuframleiðslu. Heimilisrafstöðin framleiðir 15 kílóvött af rafmagni og þar fæst orkan sem knýr heimilisbílinn.Rafstöðin við bæjarlækinn í Fagradal.Stöð 2„Við notum okkar eigið rafmagn til að hlaða hann. Þetta er flott,“ sagði Ragnhildur. Þeirra reynsla er að rafmagnsbílar séu ekki bara fyrir borgarbúa, þeir henti líka í sveitinni. „Bara fyrir hvern sem er,“ segir Ragnhildur „Ég allavega get ekki annað en mælt með svona rafmagnsbíl, því að viðhaldið er miklu miklu minna heldur en á venjulegum bílum,“ bætti Jónas viðHeldurðu að það verði langt í það að traktorarnir verði farnir að keyra á rafmagni hérna?„Það styttist, ef batteríin verða nógu öflug þá getur þetta gengið,“ segir Ragnheiður. „Já, ef þau verða nógu létt og öflug, það er eiginlega málið sko að létta þetta líka svolítið,“ segir Jónas.
Bílar Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira