Evrópskir nashyrningar snúa aftur til heimahaganna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2019 16:05 Nashyrningarnir koma í þjóðgarðinn á miðnætti í kvöld. getty/Frédéric Soltan Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. Tegund svartra nashyrninga er í útrýmingarhættu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Verið er að flytja dýrin um 6.000 km. Leið í dag, sem er lengsta leið sem farin hefur verið með nashyrninga frá Evrópu til Afríku en þessi flutningur hefur verið í undirbúningi í nokkur ár. Minna en 5.000 villtir svartir nashyrningar og aðeins 1.000 austur-svartir nashyrningar eru eftir í Afríku og stendur að þeim ógn af veiðiþjófum. Þrjú kvendýr og tvö karldýr nashyrningsins, sem eru á aldrinum tveggja til níu ára, voru valin til að flytja til þjóðgarðsins Akagera. Öll fimm dýrin voru fædd og ræktuð í Evrópu og hafa verið í haldi allt þeirra líf. Jasiri, Jasmina og Manny fæddust í safarí garðinum Safari Park Dvur Kralove í Tékklandi, Mandela er frá Ree Park safarí garðinum í Danmörku og Olmoti er frá Flamingo landi á Bretlandi. Þau hafa verið gefin þróunarstjórn Rúanda í von um að fjölga svörtum nashyrningum í austur Afríku. Fimmmenningarnir voru fyrst fluttir í Dvur Kralove safarí garðinn í Tékklandi til að þjálfa þau í því að lifa úti í náttúrunni. Þau hafa einnig gengist undir margra mánaða þjálfun til að undirbúa þau fyrir 30 klst. ferðalagið frá Evrópu til Afríku og mun þeim vera fylgt og fylgst með þeim af reyndum dýragarðsvörðum og dýralæknum. Jes Gruner, yfirþjóðgarðsvörður í Akagera þjóðgarðinum, sagði í samtali við fréttastofu Sky að það hafi tekið nokkur ár að finna réttu dýrin en þau hafa verið í haldi í Tékklandi síðan í nóvember í fyrra. „Þau hafa verið í búrum í Evrópu,“ sagði hann. „Nú eru þau orðin vön búrunum sem þau verða flutt í og hafa vanist umferðarhljóðunum og þegar þau koma hingað á miðnætti ætlum við að sleppa þeim hægt og rólega.“ „Það mun taka þau nokkra mánuði áður en þau verða orðin vön nýju umhverfi.“ Premysl Rabar, safarígarðsstjóri í Dvur Kralove, sagði: „Lokaskrefið verður að sleppa þeim á norðurhluta þjóðgarðsins þar sem þau munu vera frjáls.“ Akagera þjóðgarðurinn hefur nánast útrýmt veiðiþjófnaði á svæðinu undanfarin ár og hefur hjálpað nokkrum tegundum að endurtengjast afrískri náttúru, þar á meðal ljónum árið 2015 en þau eru orðin þrefalt fleiri síðan. Árið 2017 voru 18 nashyrningar fluttir í garðinn. Fylgst verður með nashyrningunum fimm á meðan þau venjast nýjum heimkynnum sínum og búist er við að þau verði jákvæð viðbót við vistkerfið á svæðinu. Dýr Rúanda Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. Tegund svartra nashyrninga er í útrýmingarhættu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Verið er að flytja dýrin um 6.000 km. Leið í dag, sem er lengsta leið sem farin hefur verið með nashyrninga frá Evrópu til Afríku en þessi flutningur hefur verið í undirbúningi í nokkur ár. Minna en 5.000 villtir svartir nashyrningar og aðeins 1.000 austur-svartir nashyrningar eru eftir í Afríku og stendur að þeim ógn af veiðiþjófum. Þrjú kvendýr og tvö karldýr nashyrningsins, sem eru á aldrinum tveggja til níu ára, voru valin til að flytja til þjóðgarðsins Akagera. Öll fimm dýrin voru fædd og ræktuð í Evrópu og hafa verið í haldi allt þeirra líf. Jasiri, Jasmina og Manny fæddust í safarí garðinum Safari Park Dvur Kralove í Tékklandi, Mandela er frá Ree Park safarí garðinum í Danmörku og Olmoti er frá Flamingo landi á Bretlandi. Þau hafa verið gefin þróunarstjórn Rúanda í von um að fjölga svörtum nashyrningum í austur Afríku. Fimmmenningarnir voru fyrst fluttir í Dvur Kralove safarí garðinn í Tékklandi til að þjálfa þau í því að lifa úti í náttúrunni. Þau hafa einnig gengist undir margra mánaða þjálfun til að undirbúa þau fyrir 30 klst. ferðalagið frá Evrópu til Afríku og mun þeim vera fylgt og fylgst með þeim af reyndum dýragarðsvörðum og dýralæknum. Jes Gruner, yfirþjóðgarðsvörður í Akagera þjóðgarðinum, sagði í samtali við fréttastofu Sky að það hafi tekið nokkur ár að finna réttu dýrin en þau hafa verið í haldi í Tékklandi síðan í nóvember í fyrra. „Þau hafa verið í búrum í Evrópu,“ sagði hann. „Nú eru þau orðin vön búrunum sem þau verða flutt í og hafa vanist umferðarhljóðunum og þegar þau koma hingað á miðnætti ætlum við að sleppa þeim hægt og rólega.“ „Það mun taka þau nokkra mánuði áður en þau verða orðin vön nýju umhverfi.“ Premysl Rabar, safarígarðsstjóri í Dvur Kralove, sagði: „Lokaskrefið verður að sleppa þeim á norðurhluta þjóðgarðsins þar sem þau munu vera frjáls.“ Akagera þjóðgarðurinn hefur nánast útrýmt veiðiþjófnaði á svæðinu undanfarin ár og hefur hjálpað nokkrum tegundum að endurtengjast afrískri náttúru, þar á meðal ljónum árið 2015 en þau eru orðin þrefalt fleiri síðan. Árið 2017 voru 18 nashyrningar fluttir í garðinn. Fylgst verður með nashyrningunum fimm á meðan þau venjast nýjum heimkynnum sínum og búist er við að þau verði jákvæð viðbót við vistkerfið á svæðinu.
Dýr Rúanda Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“