Trump frestar brottvísunum og gefur tveggja vikna frest til að leysa vandann Andri Eysteinsson skrifar 22. júní 2019 23:50 Trump hefur gefið löggjafanum tveggja vikna frest til að leysa vandann. AP Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur ákveðið að fresta brottvísunararátaki sem hann hugðist koma af stað með það að markmiði að fækka ólöglegum innflytjendum innan landamæra Bandaríkjanna. Forsetinn hefur ákveðið að löggjafinn hafi nú tveggja vikna frest til þess að bjóða upp á lausn við vandanum sem fylgir landamærunum við Mexíkó í suðri. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi hafði á föstudaginn beðið forsetann um að endurskoða ákvörðun sína og hætta við aðgerðir.AP hefur það eftir þremur ónafngreindum embættismönnum að ákvörðun Trump um að hætta við hafi ekki eingöngu verið af greiða við Pelosi og Demókrata heldur hafi ekki verið unnt að tryggja öryggi landamæravarða í aðgerðunum þar sem að mikið af upplýsingum um þær hafði verið gerðar opinberar. Forsetinn skrifaði á Twitter síðu sína í dag að hann hefði frestað átakinu að beiðni Demókrataflokksins. Þá sagði hann einnig að ef ekki fyndist lausn innan tveggja vikna hefðist brottflutningur tafarlaust.At the request of Democrats, I have delayed the Illegal Immigration Removal Process (Deportation) for two weeks to see if the Democrats and Republicans can get together and work out a solution to the Asylum and Loophole problems at the Southern Border. If not, Deportations start! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2019 Aðgerðirnar höfðu vakið mikla reiði innan Bandaríkjanna en áætlað hafði verið að þær myndu hefjast á morgun, sunnudag og með þeim myndi innflytjendum, fjölskyldur meðtaldar, verið gert að yfirgefa landið tafarlaust. Forsetinn greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum með tísti í ikunni, þar sagði hann að aðgerðirnar væru yfirvofandi og að milljónir ólöglegra innflytjenda yrðu sendir burt. Forsetinn og þingforsetinn Pelosi ræddust við símleiðis í gær og varði samtal þeirra að sögn í tólf mínútur, samkvæmt heimildum AP bað Pelosi Trump þar um að hætta við aðgerðirnar og kvaðst hann munu íhuga málið. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur ákveðið að fresta brottvísunararátaki sem hann hugðist koma af stað með það að markmiði að fækka ólöglegum innflytjendum innan landamæra Bandaríkjanna. Forsetinn hefur ákveðið að löggjafinn hafi nú tveggja vikna frest til þess að bjóða upp á lausn við vandanum sem fylgir landamærunum við Mexíkó í suðri. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi hafði á föstudaginn beðið forsetann um að endurskoða ákvörðun sína og hætta við aðgerðir.AP hefur það eftir þremur ónafngreindum embættismönnum að ákvörðun Trump um að hætta við hafi ekki eingöngu verið af greiða við Pelosi og Demókrata heldur hafi ekki verið unnt að tryggja öryggi landamæravarða í aðgerðunum þar sem að mikið af upplýsingum um þær hafði verið gerðar opinberar. Forsetinn skrifaði á Twitter síðu sína í dag að hann hefði frestað átakinu að beiðni Demókrataflokksins. Þá sagði hann einnig að ef ekki fyndist lausn innan tveggja vikna hefðist brottflutningur tafarlaust.At the request of Democrats, I have delayed the Illegal Immigration Removal Process (Deportation) for two weeks to see if the Democrats and Republicans can get together and work out a solution to the Asylum and Loophole problems at the Southern Border. If not, Deportations start! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2019 Aðgerðirnar höfðu vakið mikla reiði innan Bandaríkjanna en áætlað hafði verið að þær myndu hefjast á morgun, sunnudag og með þeim myndi innflytjendum, fjölskyldur meðtaldar, verið gert að yfirgefa landið tafarlaust. Forsetinn greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum með tísti í ikunni, þar sagði hann að aðgerðirnar væru yfirvofandi og að milljónir ólöglegra innflytjenda yrðu sendir burt. Forsetinn og þingforsetinn Pelosi ræddust við símleiðis í gær og varði samtal þeirra að sögn í tólf mínútur, samkvæmt heimildum AP bað Pelosi Trump þar um að hætta við aðgerðirnar og kvaðst hann munu íhuga málið.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira