Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júní 2019 18:30 Þeir kalla sig Giljagaura, þeir Þráinn Sigurðsson og Samúel Alexandersson, eigendur Zip-line. stöð 2 Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. Um leið er þetta söguganga um eldstöðina Kötlu. Sýnt var frá línubruni í fréttum Stöðvar 2. Katla gnæfir ægifögur en um leið ógnandi yfir byggðinni, en núna má fræðast um hana í óvenjulegum tveggja stunda leiðangri. Þetta er einskonar ævintýraför um fagra náttúru og hamfarasöguna en milli áningarstaða renna ferðamenn sér í línu yfir Grafargil ofan Víkur á nokkrum stöðum. Lengsta línan er 240 metra löng og sú næstlengsta 120 metra löng.Dæturnar Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Katla Þöll Þráinsdóttir með móður sinni, Æsu Guðrúnardóttur, eiganda Zip-line.stöð 2Þau sem stofnuðu fyrirtækið Zip-line um starfsemina kalla þetta Giljagleði, þau Þráinn Sigurðsson, Æsa Guðrúnardóttir, Áslaug Rán Einarsdóttir og Samúel Alexandersson. Línubrunið kom sem viðbót við svifvængjaflug, sem þau hófu saman fyrir fimm árum í fyrirtækinu True Adventures. „Þetta náttúrlega snerist upphaflega um að skapa sér atvinnu og svo núna að gera eitthvað sem manni finnst gaman,“ segir Þráinn en þau Æsa hófu rekstur farfuglaheimilis í Vík fyrir nítján árum.En hvernig gengur að lifa á línubruni? „Það er allavega allt að verða betra og betra. Við byrjuðum 2017, seint um sumarið, og svo í fyrra gekk nokkuð vel. Og svo stefnir í að þetta sé bara ennþá betra í ár heldur en í fyrra,“ segir Samúel. Viðskiptavinir eru einkum erlendir ferðamenn. Þau hafa einnig verið að fá íslenska skólahópa og fyrirtækjahópa í hvataferðum en starfsemin er einnig yfir vetrartímann.Landslagið er fallegt þar sem línubrunið fer fram.stöð 2„Við förum þá bara á mannbroddum og rennum okkur inn í skaflana hérna. Það er opið allt árið í zip-line,“ segir Þráinn. Æsa Guðrúnardóttir er í hópi eigenda og núna kynnir hún dætrum sínum gilið sem var leikvöllur æskuáranna. „Mér þykir sérstaklega vænt um þetta gil því við erum fjórar æskuvinkonur sem eigum hérna leynihelli. Kíktum í hann núna um daginn. Þannig að það er mjög skemmtilegt að koma og leika sér aftur hér, - eftir nokkurra ára pásu. Þá get ég tek þær með í þennan leik,“ segir Æsa og bendir á dæturnar Kötlu Þöll og Arnfríði Máru Þráinsdætur. Samúel segir ferðamenn ánægða með upplifunina. „Þetta er náttúrlega skemmtilegur göngutúr að fara hérna niður. Það er náttúrlega magnað að vera með Kötlu og Mýrdalsjökul bara rétt fyrir aftan okkur. Og allar sögurnar í kringum það og áhrif eldgosa í gegnum tíðina. Svo er náttúrlega ekki leiðinlegt að bruna yfir líka á vírnum.“Hér að neðan má sjá fréttina eins og hún birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. Um leið er þetta söguganga um eldstöðina Kötlu. Sýnt var frá línubruni í fréttum Stöðvar 2. Katla gnæfir ægifögur en um leið ógnandi yfir byggðinni, en núna má fræðast um hana í óvenjulegum tveggja stunda leiðangri. Þetta er einskonar ævintýraför um fagra náttúru og hamfarasöguna en milli áningarstaða renna ferðamenn sér í línu yfir Grafargil ofan Víkur á nokkrum stöðum. Lengsta línan er 240 metra löng og sú næstlengsta 120 metra löng.Dæturnar Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Katla Þöll Þráinsdóttir með móður sinni, Æsu Guðrúnardóttur, eiganda Zip-line.stöð 2Þau sem stofnuðu fyrirtækið Zip-line um starfsemina kalla þetta Giljagleði, þau Þráinn Sigurðsson, Æsa Guðrúnardóttir, Áslaug Rán Einarsdóttir og Samúel Alexandersson. Línubrunið kom sem viðbót við svifvængjaflug, sem þau hófu saman fyrir fimm árum í fyrirtækinu True Adventures. „Þetta náttúrlega snerist upphaflega um að skapa sér atvinnu og svo núna að gera eitthvað sem manni finnst gaman,“ segir Þráinn en þau Æsa hófu rekstur farfuglaheimilis í Vík fyrir nítján árum.En hvernig gengur að lifa á línubruni? „Það er allavega allt að verða betra og betra. Við byrjuðum 2017, seint um sumarið, og svo í fyrra gekk nokkuð vel. Og svo stefnir í að þetta sé bara ennþá betra í ár heldur en í fyrra,“ segir Samúel. Viðskiptavinir eru einkum erlendir ferðamenn. Þau hafa einnig verið að fá íslenska skólahópa og fyrirtækjahópa í hvataferðum en starfsemin er einnig yfir vetrartímann.Landslagið er fallegt þar sem línubrunið fer fram.stöð 2„Við förum þá bara á mannbroddum og rennum okkur inn í skaflana hérna. Það er opið allt árið í zip-line,“ segir Þráinn. Æsa Guðrúnardóttir er í hópi eigenda og núna kynnir hún dætrum sínum gilið sem var leikvöllur æskuáranna. „Mér þykir sérstaklega vænt um þetta gil því við erum fjórar æskuvinkonur sem eigum hérna leynihelli. Kíktum í hann núna um daginn. Þannig að það er mjög skemmtilegt að koma og leika sér aftur hér, - eftir nokkurra ára pásu. Þá get ég tek þær með í þennan leik,“ segir Æsa og bendir á dæturnar Kötlu Þöll og Arnfríði Máru Þráinsdætur. Samúel segir ferðamenn ánægða með upplifunina. „Þetta er náttúrlega skemmtilegur göngutúr að fara hérna niður. Það er náttúrlega magnað að vera með Kötlu og Mýrdalsjökul bara rétt fyrir aftan okkur. Og allar sögurnar í kringum það og áhrif eldgosa í gegnum tíðina. Svo er náttúrlega ekki leiðinlegt að bruna yfir líka á vírnum.“Hér að neðan má sjá fréttina eins og hún birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira