Fótbolti

Sky: De Ligt valdi Juventus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
De Ligt í baráttu við verðandi samherja sinn hjá Juventus, Cristiano Ronaldo.
De Ligt í baráttu við verðandi samherja sinn hjá Juventus, Cristiano Ronaldo. vísir/getty
Matthjis de Ligt hefur ákveðið að ganga í raðir Juventus samkvæmt heimildum Sky Italia.

Hollendingurinn er einn eftirsóttasti leikmaður heims eftir frábæra frammistöðu með Ajax á síðasta tímabili. Liðið vann tvöfalt heima fyrir og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Talið er að Juventus þurfi að borga 62 milljónir punda fyrir De Ligt. Hann á þó enn eftir að komast að samkomulagi um kaup og kjör við Juventus.

De Ligt, sem var fyrirliði Ajax í vetur, verður væntanlega fyrsti leikmaðurinn sem Maurizio Sarri, nýráðinn knattspyrnustjóri Juventus, kaupir.

Juventus hefur orðið ítalskur meistari átta ár í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×