Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 23:21 E Jean Carroll á viðburði árið 2006. Vísir/Getty Bandarískur pistlahöfundur sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á tíunda áratugnum. Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. E Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í dag. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Eftir um þrjár mínútur hafi Carroll tekist að hrinda honum af sér og náð að koma sér út úr versluninni. Í greininni er haft eftir tveimur vinkonum Carroll, ónefndum en virtum blaðamönnum, að hún hafi sagt þeim frá árásinni. Þær muni vel eftir frásögninni og hafi jafnframt hvatt hana til að tilkynna málið til lögreglu á sínum tíma.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi.WH/GettyTrump, sem hefur verið um fimmtugt og giftur Mörlu Marples, annarri eiginkonu sinni, þegar atvikið átti sér stað sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun?? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ Í grein Carroll er þó að finna mynd sem tekin er árið 1987 en á myndinni má sjá Carroll og Trump, ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Ivönku. Því virðist sem Trump hafi vissulega hitt Carroll, þvert á yfirlýsingu hans frá því í dag.Skjáskot af grein Carroll þar sem sjá má umrædda mynd.Trump hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu ár. Í því samhengi má rifja upp myndband sem Washington Post birti af Trump í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna haustið 2016, þar sem hann heyrðist stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær. Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður framboðsins segir Trump hafa kysst sig Kona á fimmtugsaldri hefur höfðað mál gegn forsetaframboði Donalds Trump, meðal annars vegna atviks sem hún segir að hafi átt sér stað utan við kosningafund á Flórída árið 2016. 25. febrúar 2019 16:08 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Bandarískur pistlahöfundur sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á tíunda áratugnum. Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. E Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í dag. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Eftir um þrjár mínútur hafi Carroll tekist að hrinda honum af sér og náð að koma sér út úr versluninni. Í greininni er haft eftir tveimur vinkonum Carroll, ónefndum en virtum blaðamönnum, að hún hafi sagt þeim frá árásinni. Þær muni vel eftir frásögninni og hafi jafnframt hvatt hana til að tilkynna málið til lögreglu á sínum tíma.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi.WH/GettyTrump, sem hefur verið um fimmtugt og giftur Mörlu Marples, annarri eiginkonu sinni, þegar atvikið átti sér stað sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun?? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ Í grein Carroll er þó að finna mynd sem tekin er árið 1987 en á myndinni má sjá Carroll og Trump, ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Ivönku. Því virðist sem Trump hafi vissulega hitt Carroll, þvert á yfirlýsingu hans frá því í dag.Skjáskot af grein Carroll þar sem sjá má umrædda mynd.Trump hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu ár. Í því samhengi má rifja upp myndband sem Washington Post birti af Trump í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna haustið 2016, þar sem hann heyrðist stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær.
Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður framboðsins segir Trump hafa kysst sig Kona á fimmtugsaldri hefur höfðað mál gegn forsetaframboði Donalds Trump, meðal annars vegna atviks sem hún segir að hafi átt sér stað utan við kosningafund á Flórída árið 2016. 25. febrúar 2019 16:08 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður framboðsins segir Trump hafa kysst sig Kona á fimmtugsaldri hefur höfðað mál gegn forsetaframboði Donalds Trump, meðal annars vegna atviks sem hún segir að hafi átt sér stað utan við kosningafund á Flórída árið 2016. 25. febrúar 2019 16:08
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00