Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. júní 2019 19:00 Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest. „Við sjáum fram á það að í miðjum júlí verðum við með skort á heilum lambahryggjum," segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Það verður bara búið? „Já." Lambahryggurinn er vinsælasta varan í kjötborðinu og úr honum eru gerðar kótiletturnar sem hafa selst óvenju vel í sumar vegna góðviðris. Hryggurinn er nú að klárast hjá afurðastöðvum og hafa matreiðslumenn og verslanaeigendur slegist um síðustu bitana. Enda er ekki von á meiru fyrr en eftir sláturtíð í haust. „Við erum að skoða möguleika varðandi hvað við getum gert, til að hafa þessa vöru í boði fyrir okkar viðskipavini, og erum að skoða að flytja inn frá Nýja-Sjálandi," segir Gréta.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu bendir á að inn- og útflutninginum fylgi óþarfa kolefnisfótspor. Þá eigi innlenda framleiðslan að duga fyrir íslenska markaðinn. „Á milli fimmtán og tuttugu prósent af framleiðslu síðasta árs var seldur úr landi á síðasta ári, á verði sem er langt undir kostnaðarverði, langt undir því verði sem innlendum verslunum býðst. Í því skyni, vill ég fullyrða, til að geta hækkað verð á innlendum neytendum á því tímabili sem nú fer í hönd, þar sem mesta salan er á þessari vöru," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verslunareigendur sóttu um tollundanþágu vegna yfirvofandi skorts fyrir nokkrum vikum til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum. Andrés segir því hafa verið hafnað, einungis á grundvelli þess að afurðarastöðvarnar sögðust eiga nóg til. Eftir helgi verður sent annað erindi á sömu nefnd í ljósi þess að reyndin sé önnur. Hann segir þetta skipta miklu máli fyrir neytendur. „Það hvort við séum að ræða um vöru sem er flutt inn á fullum tollum eða vöru sem er flutt inn á engum tollum skiptir gríðarlegu máli," segir Andrés.Er þetta mikill verðmunur? „Gifurlegur, það skiptir tugum prósenta." Landbúnaður Neytendur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögurra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest. „Við sjáum fram á það að í miðjum júlí verðum við með skort á heilum lambahryggjum," segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Það verður bara búið? „Já." Lambahryggurinn er vinsælasta varan í kjötborðinu og úr honum eru gerðar kótiletturnar sem hafa selst óvenju vel í sumar vegna góðviðris. Hryggurinn er nú að klárast hjá afurðastöðvum og hafa matreiðslumenn og verslanaeigendur slegist um síðustu bitana. Enda er ekki von á meiru fyrr en eftir sláturtíð í haust. „Við erum að skoða möguleika varðandi hvað við getum gert, til að hafa þessa vöru í boði fyrir okkar viðskipavini, og erum að skoða að flytja inn frá Nýja-Sjálandi," segir Gréta.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu bendir á að inn- og útflutninginum fylgi óþarfa kolefnisfótspor. Þá eigi innlenda framleiðslan að duga fyrir íslenska markaðinn. „Á milli fimmtán og tuttugu prósent af framleiðslu síðasta árs var seldur úr landi á síðasta ári, á verði sem er langt undir kostnaðarverði, langt undir því verði sem innlendum verslunum býðst. Í því skyni, vill ég fullyrða, til að geta hækkað verð á innlendum neytendum á því tímabili sem nú fer í hönd, þar sem mesta salan er á þessari vöru," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verslunareigendur sóttu um tollundanþágu vegna yfirvofandi skorts fyrir nokkrum vikum til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum. Andrés segir því hafa verið hafnað, einungis á grundvelli þess að afurðarastöðvarnar sögðust eiga nóg til. Eftir helgi verður sent annað erindi á sömu nefnd í ljósi þess að reyndin sé önnur. Hann segir þetta skipta miklu máli fyrir neytendur. „Það hvort við séum að ræða um vöru sem er flutt inn á fullum tollum eða vöru sem er flutt inn á engum tollum skiptir gríðarlegu máli," segir Andrés.Er þetta mikill verðmunur? „Gifurlegur, það skiptir tugum prósenta."
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögurra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira