Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2019 13:32 Þorsteinn telur afar misráðið af VR að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn sjóðsins og telur að Ragnar Þór hljóti að ætla að bjóða sig fram í sjóðsstjórnina. Þorsteinn Víglundsson alþingismaður lýsir yfir miklum og þungum áhyggjum vegna ákvörðunar trúnaðarráðs VR að afturkalla umboð sjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Þorsteinn telur þetta grafalvarlegt mál. Hann skrifar um málið í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni og tekur fram í upphafi síns máls að hann sé hvort í senn lántakandi hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna og með megnið af mínum lífeyrissparnaði þar. Þá segist hann jafnframt hafa átt sæti í stjórn lífeyrissjóðs og þekki því ágætlega þá ábyrgð og þær skyldur sem hvíla á stjórnarmönnum lífeyrissjóða.Fjármálaeftirlitið hlýtur að rannsaka málið „Sú ákvörðun Trúnaðarráðs VR að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn sjóðsins vegna breyttra viðmiða við vaxtaákvarðanir veldur mér mun meiri áhyggjum en það að vextir á láninu mínu hafi hækkað um 0,2%. Hér er um að ræða bein afskipti stjórnar VR af ákvörðunum stjórnar lífeyrissjóðsins, án þess að því fylgi nokkur ábyrgð af hálfu hinna fyrrnefndu. Ég trúi ekki öðru en að Fjármálaeftirlitið muni kanna lögmæti þessara inngripa VR.“ Þorsteinn segir hlutverk lífeyrissjóða er skýrt: Að ávaxta þau iðgjöld sem sjóðfélagar greiða til sjóðsins og tryggja þeim hámarkslífeyri á grundvelli þeirra. Þar liggi ábyrgð og skylda stjórnarmanna sjóðanna.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sést hér við undirritun kjarasamninga þann 3. apríl síðastliðinn. Eitt af meginmarkmiðum samninganna var að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkanir.vísir/vilhelm„Lífeyrissjóðum er lögum samkvæmt óheimilt að „hafa með höndum aðra þá starfsemi en nauðsynleg er til að ná þeim tilgangi“ eins og segir í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda.“Grafalvarlegt inngrip Þingmaðurinn, sem eitt sinn gegndi stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtaákvarðanir lífeyrissjóða verði ávallt að taka mið af eðlilegum markaðskjörum og hvaða aðrir fjárfestingarkostir eru í boði fyrir sjóðinn hverju sinni. Hann bendir jafnframt á að ...einungis lítill hluti sjóðfélaga sé lántaki hjá sjóðnum og hagsmunir sjóðfélaga og lántakenda fara ekki endilega saman. Og þá ráði hagsmunir sjóðfélaga. „Inngrip sem þetta af hálfu verkalýðsfélags er grafalvarlegt mál. Stjórn sjóðsins ber ábyrgð á því að hann starfi samkvæmt lögum. Ekki verður séð að VR hafi fært nein rök fyrir því að ákvarðanir stjórnarinnar hafi verið í bága við lög eða hagsmuni sjóðsfélaga. Þvert á móti liggur aðeins fyrir að formaður VR og stjórn og trúnaðarráð hafi haft aðra skoðun á tiltekinni vaxtaákvörðun án þess að rökstyðja þá skoðun sína neitt nánar með hliðsjón af hagsmunum sjóðfélaga.“ Telur Ragnar Þór hljóta að bjóða sig fram í stjórn Í pistli sínum gerir Þorsteinn því skóna að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hljóti í framhaldinu að bjóða sig fram til setu í stjórn lífeyrissjóðsins. „Því það getur ekki talist ásættanlegt að hann stýri hluta stjórnar sem skuggastjórnandi með hótunum um brottrekstur fari þau ekki að hans vilja. Og án allrar ábyrgðar á þeim ákvörðunum sem hann krefst af fulltrúum félagsins í stjórn sjóðsins. Ætli hann hins vegar að standast hæfisskilyrði FME til stjórnarsetu verður hann þó að sýna betri þekkingu á og meiri virðingu fyrir lögum um starfsemi lífeyrissjóða.“ Á Facebooksíðu Þorsteins fara nú fram athyglisverðar rökræður um þennan gerning. Til að mynda segir Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, þetta réttmætar ábendingar Þorsteins. Því er hins vegar Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur ósammála og telur formann VR vera að vinna að því mikilvæga markmiði - sem var sett í lífskjarasamningunum - að að vextir hækki ekki um of á Íslandi því íslenskur almenningur hefur verið vaxtapíndur um of í marga áratugi. Þorsteinn gefur hins vegar ekki þumlung eftir og bendir á að um það bil 3.700 einstaklingar séu séu með umrædd lán en sjóðsfélagar séu alls 170 þúsund. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson alþingismaður lýsir yfir miklum og þungum áhyggjum vegna ákvörðunar trúnaðarráðs VR að afturkalla umboð sjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Þorsteinn telur þetta grafalvarlegt mál. Hann skrifar um málið í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni og tekur fram í upphafi síns máls að hann sé hvort í senn lántakandi hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna og með megnið af mínum lífeyrissparnaði þar. Þá segist hann jafnframt hafa átt sæti í stjórn lífeyrissjóðs og þekki því ágætlega þá ábyrgð og þær skyldur sem hvíla á stjórnarmönnum lífeyrissjóða.Fjármálaeftirlitið hlýtur að rannsaka málið „Sú ákvörðun Trúnaðarráðs VR að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn sjóðsins vegna breyttra viðmiða við vaxtaákvarðanir veldur mér mun meiri áhyggjum en það að vextir á láninu mínu hafi hækkað um 0,2%. Hér er um að ræða bein afskipti stjórnar VR af ákvörðunum stjórnar lífeyrissjóðsins, án þess að því fylgi nokkur ábyrgð af hálfu hinna fyrrnefndu. Ég trúi ekki öðru en að Fjármálaeftirlitið muni kanna lögmæti þessara inngripa VR.“ Þorsteinn segir hlutverk lífeyrissjóða er skýrt: Að ávaxta þau iðgjöld sem sjóðfélagar greiða til sjóðsins og tryggja þeim hámarkslífeyri á grundvelli þeirra. Þar liggi ábyrgð og skylda stjórnarmanna sjóðanna.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sést hér við undirritun kjarasamninga þann 3. apríl síðastliðinn. Eitt af meginmarkmiðum samninganna var að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkanir.vísir/vilhelm„Lífeyrissjóðum er lögum samkvæmt óheimilt að „hafa með höndum aðra þá starfsemi en nauðsynleg er til að ná þeim tilgangi“ eins og segir í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda.“Grafalvarlegt inngrip Þingmaðurinn, sem eitt sinn gegndi stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtaákvarðanir lífeyrissjóða verði ávallt að taka mið af eðlilegum markaðskjörum og hvaða aðrir fjárfestingarkostir eru í boði fyrir sjóðinn hverju sinni. Hann bendir jafnframt á að ...einungis lítill hluti sjóðfélaga sé lántaki hjá sjóðnum og hagsmunir sjóðfélaga og lántakenda fara ekki endilega saman. Og þá ráði hagsmunir sjóðfélaga. „Inngrip sem þetta af hálfu verkalýðsfélags er grafalvarlegt mál. Stjórn sjóðsins ber ábyrgð á því að hann starfi samkvæmt lögum. Ekki verður séð að VR hafi fært nein rök fyrir því að ákvarðanir stjórnarinnar hafi verið í bága við lög eða hagsmuni sjóðsfélaga. Þvert á móti liggur aðeins fyrir að formaður VR og stjórn og trúnaðarráð hafi haft aðra skoðun á tiltekinni vaxtaákvörðun án þess að rökstyðja þá skoðun sína neitt nánar með hliðsjón af hagsmunum sjóðfélaga.“ Telur Ragnar Þór hljóta að bjóða sig fram í stjórn Í pistli sínum gerir Þorsteinn því skóna að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hljóti í framhaldinu að bjóða sig fram til setu í stjórn lífeyrissjóðsins. „Því það getur ekki talist ásættanlegt að hann stýri hluta stjórnar sem skuggastjórnandi með hótunum um brottrekstur fari þau ekki að hans vilja. Og án allrar ábyrgðar á þeim ákvörðunum sem hann krefst af fulltrúum félagsins í stjórn sjóðsins. Ætli hann hins vegar að standast hæfisskilyrði FME til stjórnarsetu verður hann þó að sýna betri þekkingu á og meiri virðingu fyrir lögum um starfsemi lífeyrissjóða.“ Á Facebooksíðu Þorsteins fara nú fram athyglisverðar rökræður um þennan gerning. Til að mynda segir Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, þetta réttmætar ábendingar Þorsteins. Því er hins vegar Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur ósammála og telur formann VR vera að vinna að því mikilvæga markmiði - sem var sett í lífskjarasamningunum - að að vextir hækki ekki um of á Íslandi því íslenskur almenningur hefur verið vaxtapíndur um of í marga áratugi. Þorsteinn gefur hins vegar ekki þumlung eftir og bendir á að um það bil 3.700 einstaklingar séu séu með umrædd lán en sjóðsfélagar séu alls 170 þúsund.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49
Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45
VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15