Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2019 21:37 "Betsy's Biscuit Bomber“ ekið inn á flugstæðið í kvöld. Fyrir aftan sést í Pál Sveinsson. Vísir/KMU. Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Laust upp úr klukkan átta í kvöld lenti C-47 þristurinn „Betsy's Biscuit Bomber“ og var honum lagt norðan við Loftleiðahótelið, skammt frá íslenska þristinum Páli Sveinssyni. Þetta er fimmti þristurinn sem millilendir í Reykjavík á bakaleiðinni frá Evrópu til Ameríku en sá fyrsti kom á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í morgun mátti sjá tvo þrista ásamt Páli Sveinssyni á flugvellinum en þeir bandarísku héldu áfram för vestur um haf í hádeginu.Þessi flugvél er 75 ára gömul, var smíðuð árið 1944.Vísir/KMU.Alls er von á fimmtán þristum í gegnum Reykjavík þannig að enn eru tíu ókomnir. Engar staðfestar tímasetningar eru um komu þeirra. Norðlendingar fá líka sína flugveislu um helgina því áformað er að Páli Sveinssyni verði flogið norður til Akureyrar á morgun, föstudag, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Þar mun hann taka þátt í hinum árlega flugdegi Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli á laugardag.Frá Akureyrarflugvelli. Árlegur flugdagur verður þar á laugardag.vísir/pjeturÁ sýningunni verður boðið upp á hópflug, listflug, flugbardaga, þyrluflug og flug Boeingþotu frá Icelandair. Landhelgisgæslan verður með öfluga sýningu og ýmsar minni flugvélar og einnig elsta flughæfa flugvél landsins munu fljúga, að því er segir í tilkynningu Flugsafnsins. Dagskráin hefst klukkan 13. Í upphafi munu flugmódelsmiðir fljúga fjarstýrðum flugvélum. Þær verða síðan til sýnis í Flugsafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr fyrri umferð þristaveislunnar í Reykjavík í síðasta mánuði: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Laust upp úr klukkan átta í kvöld lenti C-47 þristurinn „Betsy's Biscuit Bomber“ og var honum lagt norðan við Loftleiðahótelið, skammt frá íslenska þristinum Páli Sveinssyni. Þetta er fimmti þristurinn sem millilendir í Reykjavík á bakaleiðinni frá Evrópu til Ameríku en sá fyrsti kom á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í morgun mátti sjá tvo þrista ásamt Páli Sveinssyni á flugvellinum en þeir bandarísku héldu áfram för vestur um haf í hádeginu.Þessi flugvél er 75 ára gömul, var smíðuð árið 1944.Vísir/KMU.Alls er von á fimmtán þristum í gegnum Reykjavík þannig að enn eru tíu ókomnir. Engar staðfestar tímasetningar eru um komu þeirra. Norðlendingar fá líka sína flugveislu um helgina því áformað er að Páli Sveinssyni verði flogið norður til Akureyrar á morgun, föstudag, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Þar mun hann taka þátt í hinum árlega flugdegi Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli á laugardag.Frá Akureyrarflugvelli. Árlegur flugdagur verður þar á laugardag.vísir/pjeturÁ sýningunni verður boðið upp á hópflug, listflug, flugbardaga, þyrluflug og flug Boeingþotu frá Icelandair. Landhelgisgæslan verður með öfluga sýningu og ýmsar minni flugvélar og einnig elsta flughæfa flugvél landsins munu fljúga, að því er segir í tilkynningu Flugsafnsins. Dagskráin hefst klukkan 13. Í upphafi munu flugmódelsmiðir fljúga fjarstýrðum flugvélum. Þær verða síðan til sýnis í Flugsafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr fyrri umferð þristaveislunnar í Reykjavík í síðasta mánuði:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15
Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45