Vínveitingaleyfið í hús sólarhring áður en hátíðin hefst Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. júní 2019 20:00 Tónlistarhátíðin Secret Solstice fékk vínveitingaleyfi í dag, sólarhring fyrir opnun hátíðarinnar. Tveir af helstu tónlistarmönnum helgarinnar forfölluðust en upplýsingafulltrúi hátíðarinnar segir að þrátt fyrir það gangi undirbúningur vel. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst á morgun og stendur yfir alla helgina. Hundrað og tuttugu listamenn hafa boðað komu sína í Laugardalinn og reiknað er með að um tíu til tólf þúsund manns sæki hátíðina. Að sögn upplýsingafulltrúa hátíðarinnar hefur undirbúningur gengið vel, þó setti það strik í reikninginn þegar tveir af stærstu tónlistarmönnum hátíðarinnar forfölluðust. „Það er það svo sannarlega. Venjulega tekur töluvert langan tíma að semja við listamenn, það þarf að undirbúa komu þeirra og undirbúa sviðið fyrir þá. Martin Garrix datt út fyrst. Hann ökklabraut sig og þurfti að fara í aðgerð og við leystum það með Jonas Blue. Það var aðeins erfiðara þegar Rita Ora datt út í fyrradag en við redduðum því og Pusha T rappari kemur hingað á morgun. Hann er tilnefndur til Grammy-verðlauna þannig við erum bara spennt að fá hann. Þetta er ekki auðveldasta vikan á skrifstofunni, síðustu dagar,“ segir Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi Secret Solstice.Rita Ora mun ekki skemmta gestum á Secret Solstice. Rapparinn Pusha T helypur í skarðið.Vísir/GettyHátíðin fékk vínveitingaleyfi í dag, sólarhring fyrir hátíðina. Aðspurður hvers vegna leyfið væri svo seint að berast segir hann einfalda skýringu á því. „Það er vegna þess að lögreglan og slökkviliðið þurfti að taka allt út hérna dagana fyrir áður en hægt var að veita leyfi. Þetta hefur gengið smurt, leyfið er komið og allir sáttir,“ sagði Jón Bjarni. Borgarráð veitti jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi Secret Solstice til 23:30 öll kvöld hátíðarinnar á fundi sínum í dag en hátíðin hafði sótt um vínveitingaleyfi til klukkan eitt eftir miðnætti umrædda daga. Þá veitti borgarráð einnig jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi vegna hins svokallaða Secret Solstice Party sem fer fram á Hard Rock Café í Lækjargötu. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til styttingu á vínveitingaleyfi hátíðarinnar til klukkan 23 í stað 23:30 en tillagan var felld af meirihlutanum. Í bókun vísaði Kolbrún til þess að foreldrar í hverfinu séu kvíðnir fyrir hátíðinni í ljósi neikvæðra reynslu af hátíðinni frá því í fyrra. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna ítrekuðu í bókun sinni að hátíðin yrði haldin með breyttu sniði í ár þar sem tekið hefði verið tillit til umsagna frá m.a. foreldrafélögum í hverfinu. Frítt er inn á hátíðina fyrir tólf ára og yngri í fylgd með foreldrum. Spáð er sól í Laugardalnum á morgun og opnar svæðið klukkan 16. Áfengi og tóbak Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Tónlistarhátíðin Secret Solstice fékk vínveitingaleyfi í dag, sólarhring fyrir opnun hátíðarinnar. Tveir af helstu tónlistarmönnum helgarinnar forfölluðust en upplýsingafulltrúi hátíðarinnar segir að þrátt fyrir það gangi undirbúningur vel. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst á morgun og stendur yfir alla helgina. Hundrað og tuttugu listamenn hafa boðað komu sína í Laugardalinn og reiknað er með að um tíu til tólf þúsund manns sæki hátíðina. Að sögn upplýsingafulltrúa hátíðarinnar hefur undirbúningur gengið vel, þó setti það strik í reikninginn þegar tveir af stærstu tónlistarmönnum hátíðarinnar forfölluðust. „Það er það svo sannarlega. Venjulega tekur töluvert langan tíma að semja við listamenn, það þarf að undirbúa komu þeirra og undirbúa sviðið fyrir þá. Martin Garrix datt út fyrst. Hann ökklabraut sig og þurfti að fara í aðgerð og við leystum það með Jonas Blue. Það var aðeins erfiðara þegar Rita Ora datt út í fyrradag en við redduðum því og Pusha T rappari kemur hingað á morgun. Hann er tilnefndur til Grammy-verðlauna þannig við erum bara spennt að fá hann. Þetta er ekki auðveldasta vikan á skrifstofunni, síðustu dagar,“ segir Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi Secret Solstice.Rita Ora mun ekki skemmta gestum á Secret Solstice. Rapparinn Pusha T helypur í skarðið.Vísir/GettyHátíðin fékk vínveitingaleyfi í dag, sólarhring fyrir hátíðina. Aðspurður hvers vegna leyfið væri svo seint að berast segir hann einfalda skýringu á því. „Það er vegna þess að lögreglan og slökkviliðið þurfti að taka allt út hérna dagana fyrir áður en hægt var að veita leyfi. Þetta hefur gengið smurt, leyfið er komið og allir sáttir,“ sagði Jón Bjarni. Borgarráð veitti jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi Secret Solstice til 23:30 öll kvöld hátíðarinnar á fundi sínum í dag en hátíðin hafði sótt um vínveitingaleyfi til klukkan eitt eftir miðnætti umrædda daga. Þá veitti borgarráð einnig jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi vegna hins svokallaða Secret Solstice Party sem fer fram á Hard Rock Café í Lækjargötu. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til styttingu á vínveitingaleyfi hátíðarinnar til klukkan 23 í stað 23:30 en tillagan var felld af meirihlutanum. Í bókun vísaði Kolbrún til þess að foreldrar í hverfinu séu kvíðnir fyrir hátíðinni í ljósi neikvæðra reynslu af hátíðinni frá því í fyrra. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna ítrekuðu í bókun sinni að hátíðin yrði haldin með breyttu sniði í ár þar sem tekið hefði verið tillit til umsagna frá m.a. foreldrafélögum í hverfinu. Frítt er inn á hátíðina fyrir tólf ára og yngri í fylgd með foreldrum. Spáð er sól í Laugardalnum á morgun og opnar svæðið klukkan 16.
Áfengi og tóbak Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56
Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03
Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06
Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent