Horfa ekki út fyrir landsteinana þrátt fyrir lítinn árangur í þjálfaraleit Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júní 2019 13:20 Patrekur Jóhannesson kvaddi Selfyssinga með Íslandsmeistaratitli vísir/getty Íslandsmeisturum Selfoss gengur illa að finna arftaka Patreks Jóhannessonar, en enn er ekkert að frétta í þjálfaraleit félagsins. Patrekur Jóhannesson yfirgaf Selfoss í lok tímabilsins til þess að taka við danska liðinu Skjern. Selfoss var búið að semja við Hannes Jón Jónsson en hann fékk tilboð frá þýska félaginu Bietigheim sem hann samþykkti með leyfi Selfyssinga. Í samtali við Vísi í dag sagði Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar, að ekkert væri að frétta í þessum málum. Áður hafði Þórir sagt að „stundum virkar Hellisheiðin löng í aðra áttina,“ og mátti lesa úr þeim orðum að erfiðlega gengi að sannfæra menn á höfuðborgarsvæðinu að taka við starfinu. Þrátt fyrir að lítið hafi gengið eru Selfyssingar ekki farnir að horfa erlendis. „Á þessum tíma höfum við skoðað ýmislegt og velt mörgu fyrir okkur, en það væri nú svolítið skrítið þegar Íslendingar eru þjálfarar bestu liða í nágrenni við okkur og topp landsliða ef við þurfum svo að fara að sækja erlendis eftir þjálfara,“ sagði Þórir í dag. „Við erum ekkert farnir að örvænta.“ Þrátt fyrir að enn séu mánuðir til stefnu fer þó að styttast í annan endann á tímanum sem Selfyssingar hafa því þeir munu hefja leik í Meistaradeild Evrópu í kringum mánaðarmótin ágúst-september. Olís-deild karla Tengdar fréttir Formaður Selfoss: Stundum virkar Hellisheiðin löng í aðra áttina Íslandsmeistarar Selfoss eru enn þjálfaralausir. 12. júní 2019 14:30 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Íslandsmeisturum Selfoss gengur illa að finna arftaka Patreks Jóhannessonar, en enn er ekkert að frétta í þjálfaraleit félagsins. Patrekur Jóhannesson yfirgaf Selfoss í lok tímabilsins til þess að taka við danska liðinu Skjern. Selfoss var búið að semja við Hannes Jón Jónsson en hann fékk tilboð frá þýska félaginu Bietigheim sem hann samþykkti með leyfi Selfyssinga. Í samtali við Vísi í dag sagði Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar, að ekkert væri að frétta í þessum málum. Áður hafði Þórir sagt að „stundum virkar Hellisheiðin löng í aðra áttina,“ og mátti lesa úr þeim orðum að erfiðlega gengi að sannfæra menn á höfuðborgarsvæðinu að taka við starfinu. Þrátt fyrir að lítið hafi gengið eru Selfyssingar ekki farnir að horfa erlendis. „Á þessum tíma höfum við skoðað ýmislegt og velt mörgu fyrir okkur, en það væri nú svolítið skrítið þegar Íslendingar eru þjálfarar bestu liða í nágrenni við okkur og topp landsliða ef við þurfum svo að fara að sækja erlendis eftir þjálfara,“ sagði Þórir í dag. „Við erum ekkert farnir að örvænta.“ Þrátt fyrir að enn séu mánuðir til stefnu fer þó að styttast í annan endann á tímanum sem Selfyssingar hafa því þeir munu hefja leik í Meistaradeild Evrópu í kringum mánaðarmótin ágúst-september.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Formaður Selfoss: Stundum virkar Hellisheiðin löng í aðra áttina Íslandsmeistarar Selfoss eru enn þjálfaralausir. 12. júní 2019 14:30 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Formaður Selfoss: Stundum virkar Hellisheiðin löng í aðra áttina Íslandsmeistarar Selfoss eru enn þjálfaralausir. 12. júní 2019 14:30