Norðurslóðir fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Ummæli Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra NATO, við nýlega komu til Íslands, voru tímabær hugvekja um varnar- og öryggismál á tímum viðhorfsbreytinga víða um lönd; ólík þróun og mismikil en tilefni umræðu um stöðu eða þátttöku í hefðbundinni alþjóðasamvinnu. Öflug samvinna á óvissutímum var heiti fyrirlesturs Stoltenbergs í Norræna húsinu 11. júní. Þess mátti þá minnast að Ísland var meðal 16 stofnaðila Atlantshafsbandalagsins við undirritun hinnar merku stofnskrár þess í Washington 4. apríl 1949. Það gerði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fyrir Íslands hönd. Um aðildina urðu hörð pólitísk átök og skal Bjarna ávallt minnst sem leiðtogans, sem stóð í stafni og kom málinu í höfn á Alþingi. Aðildin að NATO, sigursæl barátta í landhelgismálinu og þátttaka í efnahagssamvinnu Evrópu voru til gæfuríkar stefnumótunar hins unga íslenska lýðveldis. Hér skal í stuttu máli dregið saman það sem höfundur taldi áhugaverðast í ræðu og svörum aðalframkvæmdastjórans. Í 70 ára sögu NATO hefði varðveisla friðar í Evrópu hvílt á styrk bandalagsins , traustri tengingu Evrópu og Norður-Ameríku og lágspennu samskipta á norðurskautssvæðinu. Í þeim efnum þyrfti ekki að fjölyrða um mikilvægi landlegu Íslands, sérlega á óvissutímum. Eftirlitsflugið frá Íslandi nú væri þýðingarmikið. Þrátt fyrir áróður fjölmiðla um að Bandaríkin hefðu horfið frá varnarskuldbindingum, væri staðreyndin sú að framlag þeirra til varna Evrópu hefði aukist sem og varnarfjárlög Evrópulanda frá fyrri niðurskurði. Samtímis hefði hernaðargeta Rússa á Norðurslóðum stöðugt aukist og framtíð INF- samningsins um upprætingu meðaldrægra kjarnavopn væri í hættu. Í krafti styrkleika NATO þyrfti að hefja viðræður við Rússa í anda þess sem áður var á dögum erfiðrar sambúðar. Ísland kæmi nú mjög inn í þá mynd vegna formennskunnar í Norðurskautsráðinu. Við værum reynslunni ríkari vegna ráðstefnunnar í Höfða sem mjög kemur við sögu í afvopnunarmálum. INF er annars skammstöfun fyrir Intermediate-Range Nuclear Forces Treaty – Aðilar að INF-samningnum voru Bandaríkin og Sovétríkin og var samningurinn staðfestur af Reagan og Gorbachev 1. júní 1987. Samningurinn leggur bann við öllum eldflaugum á landi hjá báðum aðilanna, stýriflaugum og skotpöllum að drægi 500–1.000 km. Höfundur minnist veru sinnar sem fastafulltrúi í NATO á þessum tíma og þeirrar bjartsýni sem ríkti með að afvopnunarstefna bandalagsins bæri árangur. Reglulegir fundir voru með bandaríska samningamanninum George Shultz og utanríkisráðherrum aðildarríkja, þá Matthíasi Á. Mathiesen og síðar Steingrími Hermannssyni fyrir Íslands hönd. Þar sat Ísland, þótt vopnlaust væri, við sama borð og aðrir. Sé horft um öxl, þá varð Ísland í raun hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni við að í júlí 1941 kemur bandarísk hersveit til Reykjavíkur; 65 árum síðar, í október 2006, lýkur hernaðarlegri viðveru þeirra hér við að bandaríski flugherinn fer frá Keflavík. Eftir var sem áður tvíhliða varnarsamningurinn frá 1952 og ýmsar samningsbundnar ráðstafanir vegna brottfararinnar, þar með tímabundið óvopnað eftirlitsflug ýmissa NATO-ríkja og Svíþjóðar og Finnlands. Síðar kom staðsetning nýrra fullkomnari flugvéla til kafbátaleitar. Þegar fækkun í varnarliðinu boðaði brottför þess, gerði Davíð Oddsson sitt ýtrasta gegn því að svo yrði. Enda er skemmst frá því að segja að við brottför Bandaríkjahers myndaðist tómarúm í varnarmálum á lykilsvæði norðurslóða. Þá birtast Kínverjar sem að eigin sögn eiga hlutdeild í norðurskautssvæðinu vegna nálægðar. Og ekki hefur Ísland farið varhluta af þeim áhuga. Svo sem fyrr segir var það gæfuspor, að Ísland skipaði sér frá upphafi í raðir vestrænna lýðræðisríkja sér til varnar. Forsendur til að svo sé og verði hafa ekki breyst. Á hinn bóginn breytast aðstæður í tímans rás og ný vandamál krefjast framtaks af okkur sem öðrum. Í tilefni þjóðhátíðardagsins var minnt á að sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna, sækjum við fram vegna hagsmuna okkar. En því fylgir þá skylda um tillitssemi við aðra þegar enginn er hagsmunaárekstur. Mættu alþingismenn hafa það hugfast og kasta ekki með málþófi rýrð á virðingu þeirrar göfugu, aldagömlu stofnunar sem þeirra er að gæta.Höfundur er fyrrverandi sendiherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson NATO Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ummæli Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra NATO, við nýlega komu til Íslands, voru tímabær hugvekja um varnar- og öryggismál á tímum viðhorfsbreytinga víða um lönd; ólík þróun og mismikil en tilefni umræðu um stöðu eða þátttöku í hefðbundinni alþjóðasamvinnu. Öflug samvinna á óvissutímum var heiti fyrirlesturs Stoltenbergs í Norræna húsinu 11. júní. Þess mátti þá minnast að Ísland var meðal 16 stofnaðila Atlantshafsbandalagsins við undirritun hinnar merku stofnskrár þess í Washington 4. apríl 1949. Það gerði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fyrir Íslands hönd. Um aðildina urðu hörð pólitísk átök og skal Bjarna ávallt minnst sem leiðtogans, sem stóð í stafni og kom málinu í höfn á Alþingi. Aðildin að NATO, sigursæl barátta í landhelgismálinu og þátttaka í efnahagssamvinnu Evrópu voru til gæfuríkar stefnumótunar hins unga íslenska lýðveldis. Hér skal í stuttu máli dregið saman það sem höfundur taldi áhugaverðast í ræðu og svörum aðalframkvæmdastjórans. Í 70 ára sögu NATO hefði varðveisla friðar í Evrópu hvílt á styrk bandalagsins , traustri tengingu Evrópu og Norður-Ameríku og lágspennu samskipta á norðurskautssvæðinu. Í þeim efnum þyrfti ekki að fjölyrða um mikilvægi landlegu Íslands, sérlega á óvissutímum. Eftirlitsflugið frá Íslandi nú væri þýðingarmikið. Þrátt fyrir áróður fjölmiðla um að Bandaríkin hefðu horfið frá varnarskuldbindingum, væri staðreyndin sú að framlag þeirra til varna Evrópu hefði aukist sem og varnarfjárlög Evrópulanda frá fyrri niðurskurði. Samtímis hefði hernaðargeta Rússa á Norðurslóðum stöðugt aukist og framtíð INF- samningsins um upprætingu meðaldrægra kjarnavopn væri í hættu. Í krafti styrkleika NATO þyrfti að hefja viðræður við Rússa í anda þess sem áður var á dögum erfiðrar sambúðar. Ísland kæmi nú mjög inn í þá mynd vegna formennskunnar í Norðurskautsráðinu. Við værum reynslunni ríkari vegna ráðstefnunnar í Höfða sem mjög kemur við sögu í afvopnunarmálum. INF er annars skammstöfun fyrir Intermediate-Range Nuclear Forces Treaty – Aðilar að INF-samningnum voru Bandaríkin og Sovétríkin og var samningurinn staðfestur af Reagan og Gorbachev 1. júní 1987. Samningurinn leggur bann við öllum eldflaugum á landi hjá báðum aðilanna, stýriflaugum og skotpöllum að drægi 500–1.000 km. Höfundur minnist veru sinnar sem fastafulltrúi í NATO á þessum tíma og þeirrar bjartsýni sem ríkti með að afvopnunarstefna bandalagsins bæri árangur. Reglulegir fundir voru með bandaríska samningamanninum George Shultz og utanríkisráðherrum aðildarríkja, þá Matthíasi Á. Mathiesen og síðar Steingrími Hermannssyni fyrir Íslands hönd. Þar sat Ísland, þótt vopnlaust væri, við sama borð og aðrir. Sé horft um öxl, þá varð Ísland í raun hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni við að í júlí 1941 kemur bandarísk hersveit til Reykjavíkur; 65 árum síðar, í október 2006, lýkur hernaðarlegri viðveru þeirra hér við að bandaríski flugherinn fer frá Keflavík. Eftir var sem áður tvíhliða varnarsamningurinn frá 1952 og ýmsar samningsbundnar ráðstafanir vegna brottfararinnar, þar með tímabundið óvopnað eftirlitsflug ýmissa NATO-ríkja og Svíþjóðar og Finnlands. Síðar kom staðsetning nýrra fullkomnari flugvéla til kafbátaleitar. Þegar fækkun í varnarliðinu boðaði brottför þess, gerði Davíð Oddsson sitt ýtrasta gegn því að svo yrði. Enda er skemmst frá því að segja að við brottför Bandaríkjahers myndaðist tómarúm í varnarmálum á lykilsvæði norðurslóða. Þá birtast Kínverjar sem að eigin sögn eiga hlutdeild í norðurskautssvæðinu vegna nálægðar. Og ekki hefur Ísland farið varhluta af þeim áhuga. Svo sem fyrr segir var það gæfuspor, að Ísland skipaði sér frá upphafi í raðir vestrænna lýðræðisríkja sér til varnar. Forsendur til að svo sé og verði hafa ekki breyst. Á hinn bóginn breytast aðstæður í tímans rás og ný vandamál krefjast framtaks af okkur sem öðrum. Í tilefni þjóðhátíðardagsins var minnt á að sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna, sækjum við fram vegna hagsmuna okkar. En því fylgir þá skylda um tillitssemi við aðra þegar enginn er hagsmunaárekstur. Mættu alþingismenn hafa það hugfast og kasta ekki með málþófi rýrð á virðingu þeirrar göfugu, aldagömlu stofnunar sem þeirra er að gæta.Höfundur er fyrrverandi sendiherra
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun