Íhugar að fara með álit siðanefndar fyrir Evrópuráð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2019 19:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd Alþingis gjörspillta. Nefndin féllst á álit siðanefndar um að Þórhildur hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um þingmanninn Ásmund Friðriksson. Forseti Forsætisnefndar segir að um bindandi niðurstöðu sé að ræða innan þingsins en Þórhildur íhuga að fara með málið fyrir Evrópuráð. Forsætisnefnd féllst á dögunum á álit siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur Alþingismanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Ummælin lét hún falla íþættinum Silfrinu á RÚV íársbyrjun, en hún sagði að rökstuddur grunur væri um aðÁsmundur hefði dregið að sér fé. Hingað til hefur hún ekki tjáð sig um álitið en það gerði hún núíþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði hún forsætisnefnd gjörspillta. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferðí klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjáöllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar. Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema bara mína framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Forsætisnefnd Alþingis.Fréttablaðið/StefánÞá íhugar hún að fara með málið lengra. Fréttastofa náið tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta forsætisnefndar, í dag sem sagði álitið bindandi niðurstöðu og því væri málinu lokið innan þingsins. Þórhildur ætlar þó að kanna aðra möguleika. Nefnir hún Evrópuráðið sem dæmi. „Ég myndi vilja leita mér ráðgjafar þar vegna þess aðþeir eru heldur betur sérfræðingar um tjáningarfrelsi og tjáningarfrelsi þingmanna líka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir tjáningarfrelsi þingmanna rúmt og telur hún álitið ganga gegn rétti hennar til tjáningar sem þingmaður. „Sömuleiðis er ég að skoða vettvang innan Alþjóðaþingmannasambandsins. Þar er nefnd um mannréttindi þingmanna. Sem ég tel vel skoðandi að bera málið undir og athuga hvaðþeir hafa um málið að segja,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd Alþingis gjörspillta. Nefndin féllst á álit siðanefndar um að Þórhildur hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um þingmanninn Ásmund Friðriksson. Forseti Forsætisnefndar segir að um bindandi niðurstöðu sé að ræða innan þingsins en Þórhildur íhuga að fara með málið fyrir Evrópuráð. Forsætisnefnd féllst á dögunum á álit siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur Alþingismanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Ummælin lét hún falla íþættinum Silfrinu á RÚV íársbyrjun, en hún sagði að rökstuddur grunur væri um aðÁsmundur hefði dregið að sér fé. Hingað til hefur hún ekki tjáð sig um álitið en það gerði hún núíþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði hún forsætisnefnd gjörspillta. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferðí klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjáöllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar. Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema bara mína framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Forsætisnefnd Alþingis.Fréttablaðið/StefánÞá íhugar hún að fara með málið lengra. Fréttastofa náið tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta forsætisnefndar, í dag sem sagði álitið bindandi niðurstöðu og því væri málinu lokið innan þingsins. Þórhildur ætlar þó að kanna aðra möguleika. Nefnir hún Evrópuráðið sem dæmi. „Ég myndi vilja leita mér ráðgjafar þar vegna þess aðþeir eru heldur betur sérfræðingar um tjáningarfrelsi og tjáningarfrelsi þingmanna líka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir tjáningarfrelsi þingmanna rúmt og telur hún álitið ganga gegn rétti hennar til tjáningar sem þingmaður. „Sömuleiðis er ég að skoða vettvang innan Alþjóðaþingmannasambandsins. Þar er nefnd um mannréttindi þingmanna. Sem ég tel vel skoðandi að bera málið undir og athuga hvaðþeir hafa um málið að segja,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30