Aukið fé til Útlendingastofnunar eftir breytingar á reglugerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 15:00 Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. vísir/Vilhelm Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. Aðgerðir til að stytta málsmeðferð í hælismálum sem varða börn voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er ríkisstjórnin sammál um mikilvæg þess að hraða málsmeðferð. Það getur kostað tímabundið allt að 100 milljónum þessi ár en mun spara fjármuni til lengri tíma því framfærsla þeirra sem bíða úrlausnar sinna mála er einn fjárfrekasti þáttur þessa málaflokks. Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. Breytingarnar fela það í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Tíminn sem þurfti að hafa liðið var áður tólf mánuðir. Sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylla þessi tímaskilyrði, annað hvort nú þegar eða munu gera það á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Á meðal þessara barna eru bræðurnir Ali og Mahdi Sarwary og Zainab og Amir Safari en mál þeirra hafa vakið mikla athygli undanfarin misseri. Vísa átti þeim öllum aftur til Grikklands þar sem þau höfðu fengið vernd þar í landi. Dómsmálaráðherra átti í dag fundi með umboðsmanni barna og Rauða krossi Íslands vegna barna á flótta sem hér sækja um alþjóðlega vernd, meðal annars í ljósi þeirrar ákvörðunar yfirvalda að senda börn aftur til Grikklands en RKÍ hefur bent á að aðstæður þar í landi séu ekki viðunandi, hvorki fyrir þá sem þar hafa sótt um hæli né fyrir þá sem þar hafa fengið vernd.Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. Aðgerðir til að stytta málsmeðferð í hælismálum sem varða börn voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er ríkisstjórnin sammál um mikilvæg þess að hraða málsmeðferð. Það getur kostað tímabundið allt að 100 milljónum þessi ár en mun spara fjármuni til lengri tíma því framfærsla þeirra sem bíða úrlausnar sinna mála er einn fjárfrekasti þáttur þessa málaflokks. Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. Breytingarnar fela það í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Tíminn sem þurfti að hafa liðið var áður tólf mánuðir. Sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylla þessi tímaskilyrði, annað hvort nú þegar eða munu gera það á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Á meðal þessara barna eru bræðurnir Ali og Mahdi Sarwary og Zainab og Amir Safari en mál þeirra hafa vakið mikla athygli undanfarin misseri. Vísa átti þeim öllum aftur til Grikklands þar sem þau höfðu fengið vernd þar í landi. Dómsmálaráðherra átti í dag fundi með umboðsmanni barna og Rauða krossi Íslands vegna barna á flótta sem hér sækja um alþjóðlega vernd, meðal annars í ljósi þeirrar ákvörðunar yfirvalda að senda börn aftur til Grikklands en RKÍ hefur bent á að aðstæður þar í landi séu ekki viðunandi, hvorki fyrir þá sem þar hafa sótt um hæli né fyrir þá sem þar hafa fengið vernd.Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45
Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15