Stúlkan sem hvatti kærasta sinn til sjálfsvígs vill fara með málið fyrir hæstarétt Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 11:08 Michelle Carter er 22 ára gömul í dag. Vísir/GEtty Árið 2017 var hin tvítuga Michelle Carter dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hvetja kærasta sinn til að svipta sig lífi. Á mánudag sendu lögmenn hennar inn beiðni þess efnis að málið yrði tekið fyrir hjá hæstarétti Bandaríkjanna. Carter var sautján ára gömul þegar kærasti hennar, Conrad Roy, fannst látinn í bíl sínum. Skilaboð þeirra á milli sýndu að Carter hefði sent honum skilaboð dagana áður þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur og sagði honum að fresta því ekki um of.Sjá einnig: Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Lögmenn Carter segja brotið á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður á um málfrelsi sem og fimmta viðaukanum um réttláta málsmeðferð. Málið sé fordæmalaust og því sé mikilvægt að málið sé flutt fyrir hæstarétti. „Michelle Carter olli ekki hörmulegum dauða Conrad Roy og hún ætti ekki að vera talin ábyrg fyrir sjálfsvígi hans,“ sagði Daniel Marx, lögmaður hennar, í yfirlýsingu sem send var út í gær. Hann segir dóminn vera skýrt brot á málfrelsi hennar og hafi skapað ágreining milli dómstóla um landið. Carter var dæmd í Massachusetts í Bandaríkjunum og segir í beiðni lögmanna hennar að ríkið sé það eina sem hafi dæmt manneskju til fangelsisvistar sem var ekki viðstödd andlátið og hafi einungis „hvatt aðra manneskju til þess að fremja sjálfsvíg með orðum sínum“. Afplánun Carter hófst í febrúar á þessu ári eftir að búið var að láta reyna á málið fyrir öllum dómstigum í ríkinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44 Fundin sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs Michelle Carter var í dag dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum. 16. júní 2017 15:35 Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Árið 2017 var hin tvítuga Michelle Carter dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hvetja kærasta sinn til að svipta sig lífi. Á mánudag sendu lögmenn hennar inn beiðni þess efnis að málið yrði tekið fyrir hjá hæstarétti Bandaríkjanna. Carter var sautján ára gömul þegar kærasti hennar, Conrad Roy, fannst látinn í bíl sínum. Skilaboð þeirra á milli sýndu að Carter hefði sent honum skilaboð dagana áður þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur og sagði honum að fresta því ekki um of.Sjá einnig: Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Lögmenn Carter segja brotið á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður á um málfrelsi sem og fimmta viðaukanum um réttláta málsmeðferð. Málið sé fordæmalaust og því sé mikilvægt að málið sé flutt fyrir hæstarétti. „Michelle Carter olli ekki hörmulegum dauða Conrad Roy og hún ætti ekki að vera talin ábyrg fyrir sjálfsvígi hans,“ sagði Daniel Marx, lögmaður hennar, í yfirlýsingu sem send var út í gær. Hann segir dóminn vera skýrt brot á málfrelsi hennar og hafi skapað ágreining milli dómstóla um landið. Carter var dæmd í Massachusetts í Bandaríkjunum og segir í beiðni lögmanna hennar að ríkið sé það eina sem hafi dæmt manneskju til fangelsisvistar sem var ekki viðstödd andlátið og hafi einungis „hvatt aðra manneskju til þess að fremja sjálfsvíg með orðum sínum“. Afplánun Carter hófst í febrúar á þessu ári eftir að búið var að láta reyna á málið fyrir öllum dómstigum í ríkinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44 Fundin sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs Michelle Carter var í dag dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum. 16. júní 2017 15:35 Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44
Fundin sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs Michelle Carter var í dag dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum. 16. júní 2017 15:35
Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12