Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 14:16 Epstein (f.m.) þegar hann var handtekinn á Flórída árið 2008. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir brotin sem hann var sakaður um en saksóknarar felldu niður ítarlega ákæru gegn honum. AP/Uma Sanghvi/Palm Beach Post Ákæra á hendur Jeffrey Epstein, bandarískum milljarðamæringi, var gerð opinber í dag. Epstein er meðal annars ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Í ákærunni er Epstein sakaður um að hafa misnotað tugi stúlkna á heimilum sínum á Manhattan í New York og á Flórída. Epstein var handtekinn í New Jersey í fyrradag. Hann slapp undan sambærilegri ákæru á Flórída fyrir áratug með umdeildri sátt sem hann gerði við saksóknara þar sem er nú ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Brotin eiga að hafa átt sér stað frá 2002 til 2005. Washington Post segir að í ákærunni komi fram að Epstein hafi komið á fót og stýrt „neti sem gerði honum kleift að notfæra sér kynferðislega og misnota tugi stúlkna undir lögaldri“. Hann hafi jafnframt greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur undir lögaldri til að misnota. Epstein, sem er 66 ára gamall og fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, greiddi stúlkunum hundruð dollara fyrir nudd, kynmök og aðrar kynferðislegar athafnir. Samkvæmt ákærunni sáu ónefndir starfsmenn hans um að koma á fundum hans og stúlknanna. Sumar stúlknanna voru allt niður í fjórtán ára gamlar, að sögn CNN. Auðkýfingurinn hefur neitað sök og borið því við að sambönd hans við stúlkurnar hafi verið með vilja beggja. Hann hafi jafnframt haldið að þær væru yfir lögaldri. Í ákærunni er þvert á móti haldið fram að Epstein hafi verið fullkunnugt um að stúlkurnar væru undir lögaldri. Fórnarlömb Epstein á Flórída segja að hann hafi fengið forrétttindameðferð í krafti stöðu sinnar hjá dómstólum.Vísir/Getty Slapp við ákæru fyrir alvarlegustu brotin Mál Epstein hefur vakið athygli á málsmeðferðinni sem hann fékk á Flórída þar sem hann var sakaður um sams konar brot og hann er nú ákærður fyrir í New York og aðkomu núverandi atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna að því að ákærur þar voru felldar niður. Dagblaðið Miami Herald upplýsti í fyrra um óvenjulega mildi og samvinnu sem alríkissaksóknarar á Flórída sýndu Epstein þegar yfir honum vofði ákæra fyrir mansal. Honum var á endanum leyft að játa vægara brot um að hafa falast eftir vændi frá stúlku undir lögaldri og afplánaði þrettán mánaða fangelsisdóm. Saksóknararnir tilkynntu fórnarlömbum Epstein sem kærðu hann ekki um að þeir hefðu gert sátt við hann fyrir fram þrátt fyrir að þeim bæri lagaleg skylda til þess. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherrann var þá alríkissaksóknarinn í málinu sem felldi niður ákæruna á hendur Epstein árið 2008. Þegar Acosta var staðfestur í embætti í fyrra varði hann ákvörðunina um að gera sátt við Epstein þar sem hún hefði tryggt að hann þyrfti að sitja af sér fangelsisdóm. Dómsmálaráðuneytið kannar nú hvort að saksóknararnir hafi gert sekir um embættisglöp. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Ákæra á hendur Jeffrey Epstein, bandarískum milljarðamæringi, var gerð opinber í dag. Epstein er meðal annars ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Í ákærunni er Epstein sakaður um að hafa misnotað tugi stúlkna á heimilum sínum á Manhattan í New York og á Flórída. Epstein var handtekinn í New Jersey í fyrradag. Hann slapp undan sambærilegri ákæru á Flórída fyrir áratug með umdeildri sátt sem hann gerði við saksóknara þar sem er nú ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Brotin eiga að hafa átt sér stað frá 2002 til 2005. Washington Post segir að í ákærunni komi fram að Epstein hafi komið á fót og stýrt „neti sem gerði honum kleift að notfæra sér kynferðislega og misnota tugi stúlkna undir lögaldri“. Hann hafi jafnframt greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur undir lögaldri til að misnota. Epstein, sem er 66 ára gamall og fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, greiddi stúlkunum hundruð dollara fyrir nudd, kynmök og aðrar kynferðislegar athafnir. Samkvæmt ákærunni sáu ónefndir starfsmenn hans um að koma á fundum hans og stúlknanna. Sumar stúlknanna voru allt niður í fjórtán ára gamlar, að sögn CNN. Auðkýfingurinn hefur neitað sök og borið því við að sambönd hans við stúlkurnar hafi verið með vilja beggja. Hann hafi jafnframt haldið að þær væru yfir lögaldri. Í ákærunni er þvert á móti haldið fram að Epstein hafi verið fullkunnugt um að stúlkurnar væru undir lögaldri. Fórnarlömb Epstein á Flórída segja að hann hafi fengið forrétttindameðferð í krafti stöðu sinnar hjá dómstólum.Vísir/Getty Slapp við ákæru fyrir alvarlegustu brotin Mál Epstein hefur vakið athygli á málsmeðferðinni sem hann fékk á Flórída þar sem hann var sakaður um sams konar brot og hann er nú ákærður fyrir í New York og aðkomu núverandi atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna að því að ákærur þar voru felldar niður. Dagblaðið Miami Herald upplýsti í fyrra um óvenjulega mildi og samvinnu sem alríkissaksóknarar á Flórída sýndu Epstein þegar yfir honum vofði ákæra fyrir mansal. Honum var á endanum leyft að játa vægara brot um að hafa falast eftir vændi frá stúlku undir lögaldri og afplánaði þrettán mánaða fangelsisdóm. Saksóknararnir tilkynntu fórnarlömbum Epstein sem kærðu hann ekki um að þeir hefðu gert sátt við hann fyrir fram þrátt fyrir að þeim bæri lagaleg skylda til þess. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherrann var þá alríkissaksóknarinn í málinu sem felldi niður ákæruna á hendur Epstein árið 2008. Þegar Acosta var staðfestur í embætti í fyrra varði hann ákvörðunina um að gera sátt við Epstein þar sem hún hefði tryggt að hann þyrfti að sitja af sér fangelsisdóm. Dómsmálaráðuneytið kannar nú hvort að saksóknararnir hafi gert sekir um embættisglöp. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent