Innlent

Grunaður um ölvun á hjóli

Andri Eysteinsson skrifar
Lögregla segir að hjólreiðamaður sem lenti í umferðarslysi sé grunaður um ölvun. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögregla segir að hjólreiðamaður sem lenti í umferðarslysi sé grunaður um ölvun. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm
86 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá 17:00- 05:00 í nótt.

Þá var þónokkuð um akstur undir áhrifum áfengis eða eiturlyfja og hafði einn aðili þar aldrei hlotið ökuréttindi en hann var stöðvaður eftir að hafa ekið yfir á rauðu ljósti. Slíkt var uppi á teningnum í Miðborginni, Kópavogi og víðar

Þá var maður handtekinn í Breiðholti skömmu eftir miðnætti eftir að hafa brotið rúðu í strætisvagni, á svipuðum slóðum varð ökumaður fyrir því óláni að skemma tvö dekk og felgur undir bíl sínum með því að aka ofan í holu sem myndast hefur í götunni.

Þá barst tilkynning um líkamsárás af hendi tveggja manna í miðbænum og voru árásarmenn báðir handteknir og vistaðir á lögreglustöð.

Klukkan 20:06 í gærkvöld barst lögreglutilkynning um umferðarslys í miðbænum þar sem lentu saman bifreið og maður á hjóli. Hjólreiðamaðurinn, sem fluttur var á sjúkrahús með minniháttar áverka, er sagður grunaður um ölvun á hjóli.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×