Ósannfærandi sigur Jon Jones og fljótasta rothögg í sögu UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. júlí 2019 06:14 Jorge Masvidal með fljúgandi hné. Vísir/Getty UFC 239 fór fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið var stórskemmtilegt þar sem sögulegur sigur leit dagsins ljós. Jon Jones mætti Thiago Santos í aðalbardaga kvöldsins um léttþungavigtarbelti UFC. Santos er með marga sigra að baki eftir rothögg en þrátt fyrir það voru ekki margir sem töldu að Santos ætti möguleika gegn Jon Jones. Santos byrjaði vel og vann 1. lotu. Í 2. lotu virtist eitthvað gefa sig í hné Santos og átti hann í erfiðleikum með hnéð út bardagann. Þrátt fyrir það átti Jones fullt í fangi með Santos og átti Santos sín augnablik í bardaganum. Á endanum sigraði Jon Jones eftir klofna dómaraákvörðun og var sigurinn hjá Jones afar tæpur. Jones oft átt betri frammistöðu en hann sýndi í nótt. Amanda Nunes sigraði Holly Holm með rothöggi í 1. lotu. Nunes kláraði Holm með hásparki og hefur hún nú unnið alla fyrrum bantamvigtarmeistara kvenna hjá UFC. Nunes hefur þar að auki klárað alla fyrrum meistarana í 1. lotu. Nunes með enn einn sannfærandi sigurinn og sennilega besta bardagakona allra tíma. Augnablik kvöldsins átti þó Jorge Masvidal þegar hann mætti Ben Askren. Masvidal byrjaði bardagann á að hlaupa að Askren og stökkva með fljúgandi hné. Askren beygði sig til að reyna fellu og mætti því fljúgandi hnésparkinu sem smellhitti. Askren rotaðist í kjölfarið og sigraði Masvidal því eftir aðeins fimm sekúndur. Sigurinn er sá fljótasti í sögu UFC. Bardagakvöldið var frábær skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Er hægt að vinna Jon Jones? Besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í kvöld þegar UFC 239 fer fram. Jones hefur notið gífurlegra yfirburða á MMA ferli sínum og virðist hann vera hreinlega ósigrandi. 6. júlí 2019 10:30 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
UFC 239 fór fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið var stórskemmtilegt þar sem sögulegur sigur leit dagsins ljós. Jon Jones mætti Thiago Santos í aðalbardaga kvöldsins um léttþungavigtarbelti UFC. Santos er með marga sigra að baki eftir rothögg en þrátt fyrir það voru ekki margir sem töldu að Santos ætti möguleika gegn Jon Jones. Santos byrjaði vel og vann 1. lotu. Í 2. lotu virtist eitthvað gefa sig í hné Santos og átti hann í erfiðleikum með hnéð út bardagann. Þrátt fyrir það átti Jones fullt í fangi með Santos og átti Santos sín augnablik í bardaganum. Á endanum sigraði Jon Jones eftir klofna dómaraákvörðun og var sigurinn hjá Jones afar tæpur. Jones oft átt betri frammistöðu en hann sýndi í nótt. Amanda Nunes sigraði Holly Holm með rothöggi í 1. lotu. Nunes kláraði Holm með hásparki og hefur hún nú unnið alla fyrrum bantamvigtarmeistara kvenna hjá UFC. Nunes hefur þar að auki klárað alla fyrrum meistarana í 1. lotu. Nunes með enn einn sannfærandi sigurinn og sennilega besta bardagakona allra tíma. Augnablik kvöldsins átti þó Jorge Masvidal þegar hann mætti Ben Askren. Masvidal byrjaði bardagann á að hlaupa að Askren og stökkva með fljúgandi hné. Askren beygði sig til að reyna fellu og mætti því fljúgandi hnésparkinu sem smellhitti. Askren rotaðist í kjölfarið og sigraði Masvidal því eftir aðeins fimm sekúndur. Sigurinn er sá fljótasti í sögu UFC. Bardagakvöldið var frábær skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Er hægt að vinna Jon Jones? Besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í kvöld þegar UFC 239 fer fram. Jones hefur notið gífurlegra yfirburða á MMA ferli sínum og virðist hann vera hreinlega ósigrandi. 6. júlí 2019 10:30 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Er hægt að vinna Jon Jones? Besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í kvöld þegar UFC 239 fer fram. Jones hefur notið gífurlegra yfirburða á MMA ferli sínum og virðist hann vera hreinlega ósigrandi. 6. júlí 2019 10:30