Biden biðst afsökunar á að hafa hreykt sér af því að starfa með aðskilnaðarsinnum Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2019 23:45 Sem stendur hefur Biden mikið forskot í forvalinu. Vísir/Getty Joe Biden, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 og fyrrverandi varaforseti, tjáði sig í síðasta mánuði um samstarf sitt við tvo þingmenn Demókrata á áttunda áratugnum. Þingmennirnir, James Eastland og Herman Talmadge, voru báðir aðskilnaðarsinnar. Reuters greinir frá. Biden lét ummælin falla þegar hann sagði stjórnmálamenn nútímans ekki geta starfað saman. Í samfélagi þar sem mikil togstreita væri á milli vinstri og hægri væng stjórnmálanna væri slíkt ólíðandi og tók hann sem dæmi að hann hafði starfað með þingmönnunum tveimur þrátt fyrir að vera ósammála þeim. Ummælin voru harðlega gagnrýnd af andstæðingum Biden í forvalinu og sagði Kamala Harris, mótframbjóðandi hans, að ummæli hans höfðu verið „særandi“ en trúði því að hann væri þrátt fyrir það ekki rasisti. Þá undraði Cory Booker, annar frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, sig á því að Biden hefði ekki beðist afsökunar. Aðspurður hvort hann ætlaði sér að biðjast afsökunar á ummælunum spurði Biden blaðamenn hvers vegna hann ætti að biðjast afsökunar, hann væri ekki með „rasískt bein í líkama sínum“. Biden var líkt og áður sagði varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama sem var fyrsti þeldökki forseti landsins.Biðst afsökunar á því að hafa gefið það í skyn að hann væri að hrósa þeim Í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í Sumter í Suður-Karólínu baðst Biden loks afsökunar. Honum þætti leitt að hafa valdið misskilningi og sært fólk með ummælum sínum. „Var það rangt hjá mér fyrir nokkrum vikum að hafa gefið það í skyn að ég væri að hrósa þessum mönnum sem ég talaði oft gegn með góðum árangri? Já, það var rangt og ég sé eftir því. Og mér þykir það leitt að hafa valdið misskilningi og öðru fólki sársauka,“ sagði Biden í ræðu sinni. Staða Biden í forvalinu þykir nokkuð sterk sem stendur og nýtur hann mest fylgis frambjóðenda. Enn er langt í að flokkurinn velji sinn frambjóðanda en líklegt þykir að það verði þó ljóst í mars hver hlýtur útnefningu flokksins. Bandaríkin Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Joe Biden, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 og fyrrverandi varaforseti, tjáði sig í síðasta mánuði um samstarf sitt við tvo þingmenn Demókrata á áttunda áratugnum. Þingmennirnir, James Eastland og Herman Talmadge, voru báðir aðskilnaðarsinnar. Reuters greinir frá. Biden lét ummælin falla þegar hann sagði stjórnmálamenn nútímans ekki geta starfað saman. Í samfélagi þar sem mikil togstreita væri á milli vinstri og hægri væng stjórnmálanna væri slíkt ólíðandi og tók hann sem dæmi að hann hafði starfað með þingmönnunum tveimur þrátt fyrir að vera ósammála þeim. Ummælin voru harðlega gagnrýnd af andstæðingum Biden í forvalinu og sagði Kamala Harris, mótframbjóðandi hans, að ummæli hans höfðu verið „særandi“ en trúði því að hann væri þrátt fyrir það ekki rasisti. Þá undraði Cory Booker, annar frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, sig á því að Biden hefði ekki beðist afsökunar. Aðspurður hvort hann ætlaði sér að biðjast afsökunar á ummælunum spurði Biden blaðamenn hvers vegna hann ætti að biðjast afsökunar, hann væri ekki með „rasískt bein í líkama sínum“. Biden var líkt og áður sagði varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama sem var fyrsti þeldökki forseti landsins.Biðst afsökunar á því að hafa gefið það í skyn að hann væri að hrósa þeim Í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í Sumter í Suður-Karólínu baðst Biden loks afsökunar. Honum þætti leitt að hafa valdið misskilningi og sært fólk með ummælum sínum. „Var það rangt hjá mér fyrir nokkrum vikum að hafa gefið það í skyn að ég væri að hrósa þessum mönnum sem ég talaði oft gegn með góðum árangri? Já, það var rangt og ég sé eftir því. Og mér þykir það leitt að hafa valdið misskilningi og öðru fólki sársauka,“ sagði Biden í ræðu sinni. Staða Biden í forvalinu þykir nokkuð sterk sem stendur og nýtur hann mest fylgis frambjóðenda. Enn er langt í að flokkurinn velji sinn frambjóðanda en líklegt þykir að það verði þó ljóst í mars hver hlýtur útnefningu flokksins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24
Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45
Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55