Margir teknir í óleyfi í utanlandsferðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. júlí 2019 09:30 Einstaklingur telst hafa fengið ofgreiddar atvinnuleysisbætur sem nemur þeim tíma sem hann var erlendis án þess að hafa fengið til þess leyfi. Viðurlög við fyrsta broti eru svipting bóta í tvo mánuði. Nordicphotos/Getty Það er heilmikið um að fólk fari til útlanda og við komumst að því og þá er fólk að lenda í viðurlögum,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Nú þegar sumarfrí hjá flestum Íslendingum eru að hefjast eða þegar hafin þá hyggja margir á eða hafa fyrir löngu skipulagt utanlandsferðir. Ef fólk þiggur atvinnuleysisbætur á Íslandi er því hins vegar óheimilt að yfirgefa landið til að fara í frí, nema Vinnumálastofnun sé látin vita og þá eru greiðslur til bótaþega felldar niður á meðan. Utanlandsferðir eru aðeins heimilar með sérstöku vottorði og þá til að leita að vinnu í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. „Við erum með eftirlit og höfum ýmis ráð til þess en það er ómögulegt að gefa það upp hver þau eru, því þá myndu allir sjá við okkur,“ segir Unnur. Mjög algengt er, þegar fjölmargir úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála í þessum efnum eru skoðaðir, að fólk beri því við að hafa annaðhvort ekki vitað að ólöglegt væri að fara í frí eða að tilkynna þyrfti utanlandsferðir fyrir fram. Atvinnulausir sem þiggja bætur þurfa að sýna fram á virka atvinnuleit og staðfesta sig rafrænt í hverjum mánuði. Ein leið til að góma fólk er að Vinnumálastofnun sér frá hvaða landi þessi rafræna staðfesting berst. Þá kemur fyrir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að samfélagsmiðlar komi upp um fólk. Fyrstu viðurlög við að vera gripinn á sólarströnd í leyfisleysi eru að missa bótaréttinn til tveggja mánaða. Í annað skiptið eru það þrír mánuði en þriðja brot þýðir að viðkomandi er sviptur bótarétti. Unnur segir djúpt á upplýsingum um hversu margir hafi sætt viðurlögum það sem af er ári og undanfarin ár vegna utanlandsferða í óleyfi. Rót vandans þar liggi í öldruðu tölvukerfi sem vonandi standi til að bæta úr á næstu tveimur árum. Aðspurð hvort dæmi séu um að fólk sé að misnota U2-vottorðin svokölluðu, sem veita atvinnuleitendum heimild til að leita sér að vinnu á EES-svæðinu og fá atvinnuleysisbætur frá íslenska ríkinu í allt að þrjá mánuði, segir Unnur að hún muni ekki til þess. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Það er heilmikið um að fólk fari til útlanda og við komumst að því og þá er fólk að lenda í viðurlögum,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Nú þegar sumarfrí hjá flestum Íslendingum eru að hefjast eða þegar hafin þá hyggja margir á eða hafa fyrir löngu skipulagt utanlandsferðir. Ef fólk þiggur atvinnuleysisbætur á Íslandi er því hins vegar óheimilt að yfirgefa landið til að fara í frí, nema Vinnumálastofnun sé látin vita og þá eru greiðslur til bótaþega felldar niður á meðan. Utanlandsferðir eru aðeins heimilar með sérstöku vottorði og þá til að leita að vinnu í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. „Við erum með eftirlit og höfum ýmis ráð til þess en það er ómögulegt að gefa það upp hver þau eru, því þá myndu allir sjá við okkur,“ segir Unnur. Mjög algengt er, þegar fjölmargir úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála í þessum efnum eru skoðaðir, að fólk beri því við að hafa annaðhvort ekki vitað að ólöglegt væri að fara í frí eða að tilkynna þyrfti utanlandsferðir fyrir fram. Atvinnulausir sem þiggja bætur þurfa að sýna fram á virka atvinnuleit og staðfesta sig rafrænt í hverjum mánuði. Ein leið til að góma fólk er að Vinnumálastofnun sér frá hvaða landi þessi rafræna staðfesting berst. Þá kemur fyrir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að samfélagsmiðlar komi upp um fólk. Fyrstu viðurlög við að vera gripinn á sólarströnd í leyfisleysi eru að missa bótaréttinn til tveggja mánaða. Í annað skiptið eru það þrír mánuði en þriðja brot þýðir að viðkomandi er sviptur bótarétti. Unnur segir djúpt á upplýsingum um hversu margir hafi sætt viðurlögum það sem af er ári og undanfarin ár vegna utanlandsferða í óleyfi. Rót vandans þar liggi í öldruðu tölvukerfi sem vonandi standi til að bæta úr á næstu tveimur árum. Aðspurð hvort dæmi séu um að fólk sé að misnota U2-vottorðin svokölluðu, sem veita atvinnuleitendum heimild til að leita sér að vinnu á EES-svæðinu og fá atvinnuleysisbætur frá íslenska ríkinu í allt að þrjá mánuði, segir Unnur að hún muni ekki til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira