Margir teknir í óleyfi í utanlandsferðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. júlí 2019 09:30 Einstaklingur telst hafa fengið ofgreiddar atvinnuleysisbætur sem nemur þeim tíma sem hann var erlendis án þess að hafa fengið til þess leyfi. Viðurlög við fyrsta broti eru svipting bóta í tvo mánuði. Nordicphotos/Getty Það er heilmikið um að fólk fari til útlanda og við komumst að því og þá er fólk að lenda í viðurlögum,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Nú þegar sumarfrí hjá flestum Íslendingum eru að hefjast eða þegar hafin þá hyggja margir á eða hafa fyrir löngu skipulagt utanlandsferðir. Ef fólk þiggur atvinnuleysisbætur á Íslandi er því hins vegar óheimilt að yfirgefa landið til að fara í frí, nema Vinnumálastofnun sé látin vita og þá eru greiðslur til bótaþega felldar niður á meðan. Utanlandsferðir eru aðeins heimilar með sérstöku vottorði og þá til að leita að vinnu í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. „Við erum með eftirlit og höfum ýmis ráð til þess en það er ómögulegt að gefa það upp hver þau eru, því þá myndu allir sjá við okkur,“ segir Unnur. Mjög algengt er, þegar fjölmargir úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála í þessum efnum eru skoðaðir, að fólk beri því við að hafa annaðhvort ekki vitað að ólöglegt væri að fara í frí eða að tilkynna þyrfti utanlandsferðir fyrir fram. Atvinnulausir sem þiggja bætur þurfa að sýna fram á virka atvinnuleit og staðfesta sig rafrænt í hverjum mánuði. Ein leið til að góma fólk er að Vinnumálastofnun sér frá hvaða landi þessi rafræna staðfesting berst. Þá kemur fyrir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að samfélagsmiðlar komi upp um fólk. Fyrstu viðurlög við að vera gripinn á sólarströnd í leyfisleysi eru að missa bótaréttinn til tveggja mánaða. Í annað skiptið eru það þrír mánuði en þriðja brot þýðir að viðkomandi er sviptur bótarétti. Unnur segir djúpt á upplýsingum um hversu margir hafi sætt viðurlögum það sem af er ári og undanfarin ár vegna utanlandsferða í óleyfi. Rót vandans þar liggi í öldruðu tölvukerfi sem vonandi standi til að bæta úr á næstu tveimur árum. Aðspurð hvort dæmi séu um að fólk sé að misnota U2-vottorðin svokölluðu, sem veita atvinnuleitendum heimild til að leita sér að vinnu á EES-svæðinu og fá atvinnuleysisbætur frá íslenska ríkinu í allt að þrjá mánuði, segir Unnur að hún muni ekki til þess. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Það er heilmikið um að fólk fari til útlanda og við komumst að því og þá er fólk að lenda í viðurlögum,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Nú þegar sumarfrí hjá flestum Íslendingum eru að hefjast eða þegar hafin þá hyggja margir á eða hafa fyrir löngu skipulagt utanlandsferðir. Ef fólk þiggur atvinnuleysisbætur á Íslandi er því hins vegar óheimilt að yfirgefa landið til að fara í frí, nema Vinnumálastofnun sé látin vita og þá eru greiðslur til bótaþega felldar niður á meðan. Utanlandsferðir eru aðeins heimilar með sérstöku vottorði og þá til að leita að vinnu í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. „Við erum með eftirlit og höfum ýmis ráð til þess en það er ómögulegt að gefa það upp hver þau eru, því þá myndu allir sjá við okkur,“ segir Unnur. Mjög algengt er, þegar fjölmargir úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála í þessum efnum eru skoðaðir, að fólk beri því við að hafa annaðhvort ekki vitað að ólöglegt væri að fara í frí eða að tilkynna þyrfti utanlandsferðir fyrir fram. Atvinnulausir sem þiggja bætur þurfa að sýna fram á virka atvinnuleit og staðfesta sig rafrænt í hverjum mánuði. Ein leið til að góma fólk er að Vinnumálastofnun sér frá hvaða landi þessi rafræna staðfesting berst. Þá kemur fyrir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að samfélagsmiðlar komi upp um fólk. Fyrstu viðurlög við að vera gripinn á sólarströnd í leyfisleysi eru að missa bótaréttinn til tveggja mánaða. Í annað skiptið eru það þrír mánuði en þriðja brot þýðir að viðkomandi er sviptur bótarétti. Unnur segir djúpt á upplýsingum um hversu margir hafi sætt viðurlögum það sem af er ári og undanfarin ár vegna utanlandsferða í óleyfi. Rót vandans þar liggi í öldruðu tölvukerfi sem vonandi standi til að bæta úr á næstu tveimur árum. Aðspurð hvort dæmi séu um að fólk sé að misnota U2-vottorðin svokölluðu, sem veita atvinnuleitendum heimild til að leita sér að vinnu á EES-svæðinu og fá atvinnuleysisbætur frá íslenska ríkinu í allt að þrjá mánuði, segir Unnur að hún muni ekki til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira