Er hægt að vinna Jon Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 6. júlí 2019 10:30 Besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í kvöld þegar UFC 239 fer fram. Jones hefur notið gífurlegra yfirburða á MMA ferli sínum og virðist hann vera hreinlega ósigrandi. Jon Jones mætir Thiago Santos í nótt í aðalbardaga kvöldsins á UFC 239. Jones er ríkjandi meistari í léttþungavigt og hefur verið duglegur að berjast að undanförnu eftir að hafa verið í brasi utan búrsins. Þar sem Jones var lengi á hliðarlínunni vill hann vinna upp tapaðan tíma og berjast sem oftast. Bardaginn í nótt verður hans þriðji á rúmum sex mánuðum og vill hann nú sigra hvern áskorandann á eftir öðrum. Áskorandinn í kvöld er Brasilíumaðurinn Thiago Santos. Santos er mikill rotari og með gríðarlega þung spörk sem geta valdið skaða. Santos hefur unnið 11 bardaga með rothöggi í UFC en aðeins Vitor Belfort hefur unnið fleiri bardaga í UFC með rothöggi. Þá hefur hann klárað fjóra bardaga með spörkum í UFC en aðeins Donald Cerrone hefur klárað fleiri bardaga með spörkum í UFC. Allt þetta ætti að gefa til kynna að þetta verði spennandi bardagi en yfirburðir Jon Jones eru slíkir að nánast enginn telur að Santos eigi möguleika gegn Jones. Jones hefur sýnt það mikla yfirburði á sínum ferli að það er í raun heimskulegt að veðja gegn honum. Hann hefur enga veikleika sýnt, aldrei verið kýldur niður, aldrei verið vankaður og komist nokkuð létt í gegnum alla sína bardaga fyrir utan fyrri bardagann gegn Alexander Gustafsson. Jones er auk þess bara 31 árs og virðist enn vera að bæta sig. Hann hefur verið það góður í búrinu að sérfræðingar og virtustu þjálfarar heims spyrja sig hvort hægt sé að vinna hann. Það má samt ekki gleyma því að það þarf bara eitt högg (eða spark) í MMA og er Santos með kraftinn til að meiða Jones. Spurningin er bara hvort Jones gefi færi á sér í nótt. UFC 239 fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2:00. MMA Tengdar fréttir Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í kvöld þegar UFC 239 fer fram. Jones hefur notið gífurlegra yfirburða á MMA ferli sínum og virðist hann vera hreinlega ósigrandi. Jon Jones mætir Thiago Santos í nótt í aðalbardaga kvöldsins á UFC 239. Jones er ríkjandi meistari í léttþungavigt og hefur verið duglegur að berjast að undanförnu eftir að hafa verið í brasi utan búrsins. Þar sem Jones var lengi á hliðarlínunni vill hann vinna upp tapaðan tíma og berjast sem oftast. Bardaginn í nótt verður hans þriðji á rúmum sex mánuðum og vill hann nú sigra hvern áskorandann á eftir öðrum. Áskorandinn í kvöld er Brasilíumaðurinn Thiago Santos. Santos er mikill rotari og með gríðarlega þung spörk sem geta valdið skaða. Santos hefur unnið 11 bardaga með rothöggi í UFC en aðeins Vitor Belfort hefur unnið fleiri bardaga í UFC með rothöggi. Þá hefur hann klárað fjóra bardaga með spörkum í UFC en aðeins Donald Cerrone hefur klárað fleiri bardaga með spörkum í UFC. Allt þetta ætti að gefa til kynna að þetta verði spennandi bardagi en yfirburðir Jon Jones eru slíkir að nánast enginn telur að Santos eigi möguleika gegn Jones. Jones hefur sýnt það mikla yfirburði á sínum ferli að það er í raun heimskulegt að veðja gegn honum. Hann hefur enga veikleika sýnt, aldrei verið kýldur niður, aldrei verið vankaður og komist nokkuð létt í gegnum alla sína bardaga fyrir utan fyrri bardagann gegn Alexander Gustafsson. Jones er auk þess bara 31 árs og virðist enn vera að bæta sig. Hann hefur verið það góður í búrinu að sérfræðingar og virtustu þjálfarar heims spyrja sig hvort hægt sé að vinna hann. Það má samt ekki gleyma því að það þarf bara eitt högg (eða spark) í MMA og er Santos með kraftinn til að meiða Jones. Spurningin er bara hvort Jones gefi færi á sér í nótt. UFC 239 fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2:00.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30