Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 20:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu fimm smáhýsa sem Reykjavíkurborg áætlar að byggja við Héðinsgötu í Reykjavík. Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur í fyrsta sinn samþykkt deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir þetta í fyrsta sinn sem heimilislausum býðst slíkt úrræði óháðöðrum vanda, það sé því ekki gerð krafa á að fólk neyti ekki vímuefna eða áfengis á svæðinu. „Til dæmis getur það verið mikilvægt fyrir fólk í fíknivanda að fá fyrst örugga búsetu áður en það getur tekið önnur jákvæð skref,“ segir Dóra Björt, hún segir þetta hugmyndafræði sem snúist um að öruggt húsaskjól hafi skaðaminnkandi áhrif. Hún bendir á að mjög flókið sé að finna hentugt svæði en samþykkt hefur verið að reisa fimm smáhýsi á Höfðabakka 5 sem og fimm við Héðinsgötu 8. Athygli vekur við Héðinsgötu að öðru megin við svæðið er Alanó klúbburinn, þar sem flestir AA fundir í Reykjavík fara fram og hinumegin er áfangaheimilið Draumasetrið sem er fyrsta stopp margra eftir meðferð. Íbúar þar eru afar ósáttir. „Ég er að hugsa um mitt líf og reyna að halda því gangandi. Ég geri það ekki ef það er verið að detta í það allan sólahringinn hérna fyrir framan við. Ég er edrú og vil halda því áfram, ég vil geta boðið fjölskyldunni minni til mín til dæmis. Ég skil vel að það þurfi að hjálpa þessu fólki, það þurfti að hjálpa mér,“ segir Sara Hörn Hallgrímsdóttir, íbúi Draumasetursins. Erla Ingibjörg Árnadóttir, sem einnig býr þar, tekur undir þetta og bendir á að fíkn sé sjúkdómur, sjúkdómurinn taki stundum yfir og það geti því auðveldlega orðið svo að fólk detti bara í það úti á plani hjá sér. Þetta sé alltof nálægt. „Ef fólk dettur í fíkn inn í húsinu, við erum 40 edrú manns sem búum þarna, og þurfum að labba í gegnum smáhýsin til að komast á AA fund og tala um það. Þá er fíknin sterkar og það eru meiri líkur á að fólk stoppi á leiðinni, fái sér í glas, sprauti sig jafnvel eða annað, áður en það kemst á AA fundinn,“ bætir Sara Hörn við. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu fimm smáhýsa sem Reykjavíkurborg áætlar að byggja við Héðinsgötu í Reykjavík. Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur í fyrsta sinn samþykkt deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir þetta í fyrsta sinn sem heimilislausum býðst slíkt úrræði óháðöðrum vanda, það sé því ekki gerð krafa á að fólk neyti ekki vímuefna eða áfengis á svæðinu. „Til dæmis getur það verið mikilvægt fyrir fólk í fíknivanda að fá fyrst örugga búsetu áður en það getur tekið önnur jákvæð skref,“ segir Dóra Björt, hún segir þetta hugmyndafræði sem snúist um að öruggt húsaskjól hafi skaðaminnkandi áhrif. Hún bendir á að mjög flókið sé að finna hentugt svæði en samþykkt hefur verið að reisa fimm smáhýsi á Höfðabakka 5 sem og fimm við Héðinsgötu 8. Athygli vekur við Héðinsgötu að öðru megin við svæðið er Alanó klúbburinn, þar sem flestir AA fundir í Reykjavík fara fram og hinumegin er áfangaheimilið Draumasetrið sem er fyrsta stopp margra eftir meðferð. Íbúar þar eru afar ósáttir. „Ég er að hugsa um mitt líf og reyna að halda því gangandi. Ég geri það ekki ef það er verið að detta í það allan sólahringinn hérna fyrir framan við. Ég er edrú og vil halda því áfram, ég vil geta boðið fjölskyldunni minni til mín til dæmis. Ég skil vel að það þurfi að hjálpa þessu fólki, það þurfti að hjálpa mér,“ segir Sara Hörn Hallgrímsdóttir, íbúi Draumasetursins. Erla Ingibjörg Árnadóttir, sem einnig býr þar, tekur undir þetta og bendir á að fíkn sé sjúkdómur, sjúkdómurinn taki stundum yfir og það geti því auðveldlega orðið svo að fólk detti bara í það úti á plani hjá sér. Þetta sé alltof nálægt. „Ef fólk dettur í fíkn inn í húsinu, við erum 40 edrú manns sem búum þarna, og þurfum að labba í gegnum smáhýsin til að komast á AA fund og tala um það. Þá er fíknin sterkar og það eru meiri líkur á að fólk stoppi á leiðinni, fái sér í glas, sprauti sig jafnvel eða annað, áður en það kemst á AA fundinn,“ bætir Sara Hörn við.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira