Sepp Blatter heimtar að FIFA skili sextíu úrum og hefur nú kært sambandið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 08:00 Sepp Blatter, Getty/Philipp Schmidli Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, er kominn aftur í fréttirnar og nú hefur þessi 83 ára gamli maður snúið vörn í sókn. Blatter ætlar að kæra FIFA fyrir að skaða hans ímynd hans og þá vill Blatter einnig fá aftur sextíu úr sem hann segist eiga. FIFA hefur verið með úrin í sinni vörslu síðan að Blatter var hrakinn úr forsetastólnum og var svo dæmdur í sex ára bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu. Blatter var forseti FIFA í heil sautján frá 1998 til 2015 en var bolað úr starfi þegar komst upp um mikla spillingu innan sambandsins. Þar var Blatter meðal annars dæmdur fyrir mútur í starfi hjá sambandinu. Sepp Blatter veitti breska ríkisútvarpinu nýlega viðtal þar sem hann fór yfir líf sitt eftir bannið og heimtaði einnig að fá niðurstöðu í sín mál.Fifa is being sued by its disgraced former president Sepp Blatter over missing watches and 'moral damage'. Story: https://t.co/otHjuWaToApic.twitter.com/EIYEOBdeUZ — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2019Sepp Blatter var dæmdur sekur fyrir að borga Michel Platini 1,3 milljón punda í mútur en báðir hafa alltaf neitað sök. Blatter heldur því nú fram að hann hafi verið fórnarlamb falskra frétta sem hafi verið dreift til að koma höggi á hann. Blatter segist nú vera tilbúinn að tala við þá sem rannsaka ákvörðun FIFA um að láta Katar fá heimsmeistarakeppnina 2022. Michel Platini var nýverið handtekinn og yfirheyrður vegna þess máls. Saksóknari í Sviss hefur einnig verið með mál tengdum Blatter í rannsókn frá árinu 2015 og er Blatter enn þá grunaður um ólöglegt athæfi sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins. Engin kæra hefur þó verið sett fram og nú vill Blatter loka þessu máli. „Það eru liðin fjögur ár og ekkert hefur gerst. Það á að loka þessu máli því það er ekkert í þessu,“ sagði Blatter. „Það er engin ákæra á leiðinni því annars hefði hún komið fram fyrir löngu. Ég vil fá að verja mig á meðan ég er á lífi. Ég hef ekki tapað baráttuandanum mínum,“ sagði Blatter. Úrin vill hann líka fá aftur. „Þetta eru mín úr. Látið mig fá úrin mín aftur. Þau eru mér mikilvæg. Ég vann í úriðnaðinum og þetta er safnið mitt. Þau voru í fjörutíu ár hjá FIFA og ég hefði getað farið með þau heim fyrir löngu,“ sagði Blatter. „Af hverju eru þeir að berjast fyrir þessum úrum? Það er engin virðing. Forsetinn sýnir mér algert virðingarleysi,“ sagði Sepp Blatter og á þá við Gianni Infantino sem tók við af honum sem forseti FIFA. Sepp Blatter segir síðustu ár hafa verið sér og þá sérstaklega fjölskyldu hans mjög erfið „Þetta mál allt hefur tekið virkilega á mig og mína fjölskyldu. Barnabarn mitt þurfti að hætta í skólanum sem hún var í þegar hún var fjórtan ára þar sem hún var lögð í einelti vegna afa síns," segir Blatter og heldur áfram að ræða barnabarnið. „Hún er núna átján ára og útskrifuð úr menntaskóla en hún er hins vegar enn að glíma við afleiðingar þess að hafa verið strítt á sínum tíma. Ég er búinn að jafna mig þokkalega á þessu áfalli en það sama er ekki hægt að segja um alla meðlimi í fjölskyldunni," segir Blatter. FIFA Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, er kominn aftur í fréttirnar og nú hefur þessi 83 ára gamli maður snúið vörn í sókn. Blatter ætlar að kæra FIFA fyrir að skaða hans ímynd hans og þá vill Blatter einnig fá aftur sextíu úr sem hann segist eiga. FIFA hefur verið með úrin í sinni vörslu síðan að Blatter var hrakinn úr forsetastólnum og var svo dæmdur í sex ára bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu. Blatter var forseti FIFA í heil sautján frá 1998 til 2015 en var bolað úr starfi þegar komst upp um mikla spillingu innan sambandsins. Þar var Blatter meðal annars dæmdur fyrir mútur í starfi hjá sambandinu. Sepp Blatter veitti breska ríkisútvarpinu nýlega viðtal þar sem hann fór yfir líf sitt eftir bannið og heimtaði einnig að fá niðurstöðu í sín mál.Fifa is being sued by its disgraced former president Sepp Blatter over missing watches and 'moral damage'. Story: https://t.co/otHjuWaToApic.twitter.com/EIYEOBdeUZ — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2019Sepp Blatter var dæmdur sekur fyrir að borga Michel Platini 1,3 milljón punda í mútur en báðir hafa alltaf neitað sök. Blatter heldur því nú fram að hann hafi verið fórnarlamb falskra frétta sem hafi verið dreift til að koma höggi á hann. Blatter segist nú vera tilbúinn að tala við þá sem rannsaka ákvörðun FIFA um að láta Katar fá heimsmeistarakeppnina 2022. Michel Platini var nýverið handtekinn og yfirheyrður vegna þess máls. Saksóknari í Sviss hefur einnig verið með mál tengdum Blatter í rannsókn frá árinu 2015 og er Blatter enn þá grunaður um ólöglegt athæfi sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins. Engin kæra hefur þó verið sett fram og nú vill Blatter loka þessu máli. „Það eru liðin fjögur ár og ekkert hefur gerst. Það á að loka þessu máli því það er ekkert í þessu,“ sagði Blatter. „Það er engin ákæra á leiðinni því annars hefði hún komið fram fyrir löngu. Ég vil fá að verja mig á meðan ég er á lífi. Ég hef ekki tapað baráttuandanum mínum,“ sagði Blatter. Úrin vill hann líka fá aftur. „Þetta eru mín úr. Látið mig fá úrin mín aftur. Þau eru mér mikilvæg. Ég vann í úriðnaðinum og þetta er safnið mitt. Þau voru í fjörutíu ár hjá FIFA og ég hefði getað farið með þau heim fyrir löngu,“ sagði Blatter. „Af hverju eru þeir að berjast fyrir þessum úrum? Það er engin virðing. Forsetinn sýnir mér algert virðingarleysi,“ sagði Sepp Blatter og á þá við Gianni Infantino sem tók við af honum sem forseti FIFA. Sepp Blatter segir síðustu ár hafa verið sér og þá sérstaklega fjölskyldu hans mjög erfið „Þetta mál allt hefur tekið virkilega á mig og mína fjölskyldu. Barnabarn mitt þurfti að hætta í skólanum sem hún var í þegar hún var fjórtan ára þar sem hún var lögð í einelti vegna afa síns," segir Blatter og heldur áfram að ræða barnabarnið. „Hún er núna átján ára og útskrifuð úr menntaskóla en hún er hins vegar enn að glíma við afleiðingar þess að hafa verið strítt á sínum tíma. Ég er búinn að jafna mig þokkalega á þessu áfalli en það sama er ekki hægt að segja um alla meðlimi í fjölskyldunni," segir Blatter.
FIFA Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira