Segja að Man. United hafi fundið manninn til að koma í stað Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 07:30 Saul Niguez hefur verið frábær á miðju Atletico Madrid síðustu ár. Vísir/Getty Paul Pogba vill fara frá Manchester United og það er bara einn raunhæfur endir á því vandamáli. Manchester United mun að öllum líkindum selja kappann. En hver kemur í staðinn? Spænska blaðið AS slær því upp að Ole Gunnar Solskjær og félagar séu búnir að finna rétta manninn til að leysa franska heimsmeistarann af á miðju liðsins. Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Paul Pogba í varaliði Manchester United frá 2009 til 2011 og tókst að kveikja í Frakkanum þegar hann tók við á miðju síðasta tímabili. Þegar leið á tímabilið þá var Pogba hins vegar dottinn í sama pakkann og áður. Það kom lítið út úr hans leik síðustu mánuði tímabilsins og ensku miðlarnir voru duglegir að orða Pogba við Real Madrid.Manchester United 'target Saul Niguez as Paul Pogba replacement' and other #mufc transfer gossip https://t.co/i2GhA1J3LN — Man United News (@ManUtdMEN) July 5, 2019Talsvert hefur verið skrifað um Portúgalann Bruno Fernandes og möguleg kaup United á honum frá Sporting en þrátt fyrir áhuga enska félagsins á honum þá herma heimildir AS að Solskjær vilji fá annan miðjumann til að fylla í skarð Pogba. Maðurinn til að leysa af Paul Pogba er sagður vera Spánverjinn Saul Niguez hjá Atletico Madrid. Samkvæmt frétt AS hafa fulltrúar Manchester United þegar haft samband við Atletico Madrid um kaup á Saul. Þetta er búið að vera erfitt sumar fyrir Atletico Madrid sem er búið að missa menn eins og þá Diego Godin, Juanfran, Filipe Luís, Lucas Hernandez og nú síðast miðjumanninn Rodri til Manchester City. Þá er búist við því að Antoine Griezmann fari til Barcelona.Saul Niguez as been anointed as Paul Pogba's successor, according to reports in Spain #MUFChttps://t.co/LKAkz4Doukpic.twitter.com/TxUS00uabn — Express Sport (@DExpress_Sport) July 4, 2019Saul Niguez hefur verið lengi í stóru hlutverki hjá Atletico en er samt bara 24 ára gamall. Hann skrifaði undir níu ára samning við Atletico árið 2017 og sá samningur rennur því ekki út fyrr en árið 2026. Umboðsmaður Saul Niguez vill að leikmaðurinn fá launahækkun og það gæti útskýrt að nafn hans sé orðað við Manchester United í spænsku blöðunum. Manchester United gæti keypt um samning Saul á 134,5 milljónir punda en þar sem Diego Simeone vill alls ekki missa hann þurfa væntanlegir kaupendur að borga alla þessa upphæð ætli þeir að fá Saul. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Paul Pogba vill fara frá Manchester United og það er bara einn raunhæfur endir á því vandamáli. Manchester United mun að öllum líkindum selja kappann. En hver kemur í staðinn? Spænska blaðið AS slær því upp að Ole Gunnar Solskjær og félagar séu búnir að finna rétta manninn til að leysa franska heimsmeistarann af á miðju liðsins. Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Paul Pogba í varaliði Manchester United frá 2009 til 2011 og tókst að kveikja í Frakkanum þegar hann tók við á miðju síðasta tímabili. Þegar leið á tímabilið þá var Pogba hins vegar dottinn í sama pakkann og áður. Það kom lítið út úr hans leik síðustu mánuði tímabilsins og ensku miðlarnir voru duglegir að orða Pogba við Real Madrid.Manchester United 'target Saul Niguez as Paul Pogba replacement' and other #mufc transfer gossip https://t.co/i2GhA1J3LN — Man United News (@ManUtdMEN) July 5, 2019Talsvert hefur verið skrifað um Portúgalann Bruno Fernandes og möguleg kaup United á honum frá Sporting en þrátt fyrir áhuga enska félagsins á honum þá herma heimildir AS að Solskjær vilji fá annan miðjumann til að fylla í skarð Pogba. Maðurinn til að leysa af Paul Pogba er sagður vera Spánverjinn Saul Niguez hjá Atletico Madrid. Samkvæmt frétt AS hafa fulltrúar Manchester United þegar haft samband við Atletico Madrid um kaup á Saul. Þetta er búið að vera erfitt sumar fyrir Atletico Madrid sem er búið að missa menn eins og þá Diego Godin, Juanfran, Filipe Luís, Lucas Hernandez og nú síðast miðjumanninn Rodri til Manchester City. Þá er búist við því að Antoine Griezmann fari til Barcelona.Saul Niguez as been anointed as Paul Pogba's successor, according to reports in Spain #MUFChttps://t.co/LKAkz4Doukpic.twitter.com/TxUS00uabn — Express Sport (@DExpress_Sport) July 4, 2019Saul Niguez hefur verið lengi í stóru hlutverki hjá Atletico en er samt bara 24 ára gamall. Hann skrifaði undir níu ára samning við Atletico árið 2017 og sá samningur rennur því ekki út fyrr en árið 2026. Umboðsmaður Saul Niguez vill að leikmaðurinn fá launahækkun og það gæti útskýrt að nafn hans sé orðað við Manchester United í spænsku blöðunum. Manchester United gæti keypt um samning Saul á 134,5 milljónir punda en þar sem Diego Simeone vill alls ekki missa hann þurfa væntanlegir kaupendur að borga alla þessa upphæð ætli þeir að fá Saul.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira