Sjóðurinn snuðaður og ráðuneyti á flótta 5. júlí 2019 08:15 Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, segir ráðuneytið hunsa erindi sjóðsins. Fréttablaðið/GVA „Við erum að mótmæla þessari reglugerð sem sett var í byrjun desember en við erum búin að bíða í fjóra mánuði eftir svari og það virðist lítið bóla á því,“ segir Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Lögfræðingur sjóðsins hefur reynt að fá svör frá félagsmálaráðuneytinu án árangurs. Breytingarnar sem sjóðurinn gagnrýnir varða reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Með breytingarreglugerðinni er aukið við stofnreglugerðina ákvæði þess efnis að minnst tveir þriðju hlutar fjármagns sem til úthlutunar sé skuli renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Af ákvæði þessu leiðir að í mesta lagi einn þriðji af því fjármagni sem stjórnvöld hafa ákveðið að verja í stofnframlög samkvæmt lögum kemur til greina við úthlutanir framlaga til byggingar eða kaupa á íbúðum sem ætlaðar eru öryrkjum, öldruðum, námsmönnum eða öðrum hópum sem falla undir lögin og eru ekki á vinnumarkaði.Lögfræðingur Brynju krefur Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra, um afstöðu. Fjórum mánuðum síðar hefur hún ekki fengist.„Þannig að 67 prósent af stofnframlögum fari til leigufélaga sem eru að þjóna fólki á vinnumarkaði, síðan fá sveitarfélögin 25 prósent og þá eru ekki nema átta prósent eftir fyrir öryrkja, aldraða og námsmenn af heildarpakkanum, sem er nú töluvert stór,“ segir Björn Arnar og segir sjóðinn og lögfræðinga hans telja að þarna sé að auki verið að brjóta gegn jafnræðisreglunni. Í ítrekuðum erindum lögfræðings hússjóðsins til ráðuneytisins, sem síðast var ítrekað nú í lok júní er óskað eftir afstöðu ráðherra um hvort og þá hvernig tiltekin ákvæði reglugerðarinnar eigi sér stoð í lögum og stjórnarskrá. Engin svör hafa þó borist Brynju í fjóra mánuði og segir Björn Arnar að menn séu orðnir langeygir. „Ráðuneytið virðist ekki ætla að svara, ég veit ekki hvort það er svona erfitt að svara þessu. En þetta hefur töluverð áhrif og við erum ósátt við hvert megnið af peningunum er að fara,“ segir Björn Arnar. „Við erum með 600 manns á biðlista og höfum lokað fyrir hann því við teljum okkur ekkert geta komist áfram meðan við fáum engin stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Sjá meira
„Við erum að mótmæla þessari reglugerð sem sett var í byrjun desember en við erum búin að bíða í fjóra mánuði eftir svari og það virðist lítið bóla á því,“ segir Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Lögfræðingur sjóðsins hefur reynt að fá svör frá félagsmálaráðuneytinu án árangurs. Breytingarnar sem sjóðurinn gagnrýnir varða reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Með breytingarreglugerðinni er aukið við stofnreglugerðina ákvæði þess efnis að minnst tveir þriðju hlutar fjármagns sem til úthlutunar sé skuli renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Af ákvæði þessu leiðir að í mesta lagi einn þriðji af því fjármagni sem stjórnvöld hafa ákveðið að verja í stofnframlög samkvæmt lögum kemur til greina við úthlutanir framlaga til byggingar eða kaupa á íbúðum sem ætlaðar eru öryrkjum, öldruðum, námsmönnum eða öðrum hópum sem falla undir lögin og eru ekki á vinnumarkaði.Lögfræðingur Brynju krefur Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra, um afstöðu. Fjórum mánuðum síðar hefur hún ekki fengist.„Þannig að 67 prósent af stofnframlögum fari til leigufélaga sem eru að þjóna fólki á vinnumarkaði, síðan fá sveitarfélögin 25 prósent og þá eru ekki nema átta prósent eftir fyrir öryrkja, aldraða og námsmenn af heildarpakkanum, sem er nú töluvert stór,“ segir Björn Arnar og segir sjóðinn og lögfræðinga hans telja að þarna sé að auki verið að brjóta gegn jafnræðisreglunni. Í ítrekuðum erindum lögfræðings hússjóðsins til ráðuneytisins, sem síðast var ítrekað nú í lok júní er óskað eftir afstöðu ráðherra um hvort og þá hvernig tiltekin ákvæði reglugerðarinnar eigi sér stoð í lögum og stjórnarskrá. Engin svör hafa þó borist Brynju í fjóra mánuði og segir Björn Arnar að menn séu orðnir langeygir. „Ráðuneytið virðist ekki ætla að svara, ég veit ekki hvort það er svona erfitt að svara þessu. En þetta hefur töluverð áhrif og við erum ósátt við hvert megnið af peningunum er að fara,“ segir Björn Arnar. „Við erum með 600 manns á biðlista og höfum lokað fyrir hann því við teljum okkur ekkert geta komist áfram meðan við fáum engin stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent