Sjóðurinn snuðaður og ráðuneyti á flótta 5. júlí 2019 08:15 Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, segir ráðuneytið hunsa erindi sjóðsins. Fréttablaðið/GVA „Við erum að mótmæla þessari reglugerð sem sett var í byrjun desember en við erum búin að bíða í fjóra mánuði eftir svari og það virðist lítið bóla á því,“ segir Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Lögfræðingur sjóðsins hefur reynt að fá svör frá félagsmálaráðuneytinu án árangurs. Breytingarnar sem sjóðurinn gagnrýnir varða reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Með breytingarreglugerðinni er aukið við stofnreglugerðina ákvæði þess efnis að minnst tveir þriðju hlutar fjármagns sem til úthlutunar sé skuli renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Af ákvæði þessu leiðir að í mesta lagi einn þriðji af því fjármagni sem stjórnvöld hafa ákveðið að verja í stofnframlög samkvæmt lögum kemur til greina við úthlutanir framlaga til byggingar eða kaupa á íbúðum sem ætlaðar eru öryrkjum, öldruðum, námsmönnum eða öðrum hópum sem falla undir lögin og eru ekki á vinnumarkaði.Lögfræðingur Brynju krefur Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra, um afstöðu. Fjórum mánuðum síðar hefur hún ekki fengist.„Þannig að 67 prósent af stofnframlögum fari til leigufélaga sem eru að þjóna fólki á vinnumarkaði, síðan fá sveitarfélögin 25 prósent og þá eru ekki nema átta prósent eftir fyrir öryrkja, aldraða og námsmenn af heildarpakkanum, sem er nú töluvert stór,“ segir Björn Arnar og segir sjóðinn og lögfræðinga hans telja að þarna sé að auki verið að brjóta gegn jafnræðisreglunni. Í ítrekuðum erindum lögfræðings hússjóðsins til ráðuneytisins, sem síðast var ítrekað nú í lok júní er óskað eftir afstöðu ráðherra um hvort og þá hvernig tiltekin ákvæði reglugerðarinnar eigi sér stoð í lögum og stjórnarskrá. Engin svör hafa þó borist Brynju í fjóra mánuði og segir Björn Arnar að menn séu orðnir langeygir. „Ráðuneytið virðist ekki ætla að svara, ég veit ekki hvort það er svona erfitt að svara þessu. En þetta hefur töluverð áhrif og við erum ósátt við hvert megnið af peningunum er að fara,“ segir Björn Arnar. „Við erum með 600 manns á biðlista og höfum lokað fyrir hann því við teljum okkur ekkert geta komist áfram meðan við fáum engin stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Við erum að mótmæla þessari reglugerð sem sett var í byrjun desember en við erum búin að bíða í fjóra mánuði eftir svari og það virðist lítið bóla á því,“ segir Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Lögfræðingur sjóðsins hefur reynt að fá svör frá félagsmálaráðuneytinu án árangurs. Breytingarnar sem sjóðurinn gagnrýnir varða reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Með breytingarreglugerðinni er aukið við stofnreglugerðina ákvæði þess efnis að minnst tveir þriðju hlutar fjármagns sem til úthlutunar sé skuli renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Af ákvæði þessu leiðir að í mesta lagi einn þriðji af því fjármagni sem stjórnvöld hafa ákveðið að verja í stofnframlög samkvæmt lögum kemur til greina við úthlutanir framlaga til byggingar eða kaupa á íbúðum sem ætlaðar eru öryrkjum, öldruðum, námsmönnum eða öðrum hópum sem falla undir lögin og eru ekki á vinnumarkaði.Lögfræðingur Brynju krefur Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra, um afstöðu. Fjórum mánuðum síðar hefur hún ekki fengist.„Þannig að 67 prósent af stofnframlögum fari til leigufélaga sem eru að þjóna fólki á vinnumarkaði, síðan fá sveitarfélögin 25 prósent og þá eru ekki nema átta prósent eftir fyrir öryrkja, aldraða og námsmenn af heildarpakkanum, sem er nú töluvert stór,“ segir Björn Arnar og segir sjóðinn og lögfræðinga hans telja að þarna sé að auki verið að brjóta gegn jafnræðisreglunni. Í ítrekuðum erindum lögfræðings hússjóðsins til ráðuneytisins, sem síðast var ítrekað nú í lok júní er óskað eftir afstöðu ráðherra um hvort og þá hvernig tiltekin ákvæði reglugerðarinnar eigi sér stoð í lögum og stjórnarskrá. Engin svör hafa þó borist Brynju í fjóra mánuði og segir Björn Arnar að menn séu orðnir langeygir. „Ráðuneytið virðist ekki ætla að svara, ég veit ekki hvort það er svona erfitt að svara þessu. En þetta hefur töluverð áhrif og við erum ósátt við hvert megnið af peningunum er að fara,“ segir Björn Arnar. „Við erum með 600 manns á biðlista og höfum lokað fyrir hann því við teljum okkur ekkert geta komist áfram meðan við fáum engin stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira